Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vísindi og fræði

NÚNINGUR / FRICTION - Listasafn ASÍ / ASÍ Art Museum

bo_769_nusfa_769_ni.jpg

Myndlistin í borginni – borgin í myndlistinni

Laugardaginn 14. apríl kl. 15 opnar í Listasafni ASÍ á Skólavörðuholti sýningin Núningur. Í sýningunni taka þátt 33 lista- og fræðimenn auk nokkurra annarra gesta.

Meginþema sýningarinnar er núningur borgar og menningar og birtingarmyndir listarinnar í samfélaginu. Sýningin hverfist um hugmyndir listamanna sem nýta sér þær sérstæðu aðstæður sem borgin býður uppá, allt frá einfaldri framsetningu borgarinnar í myndlist til hverskonar vinnu með staðhætti, inngrip í opinber rými, jafnt sem flóknari samfélagslegar tengingar.

Nokkrir þessara listamanna hafa komið að kennslu í vinnustofu á vormisseri við Listaháskóla Íslands, þar sem nemendur hafa tekist á við tengdar listhugmyndir og þróað út frá þeim verk á sínum forsendum fyrir sýninguna.

Einnig taka þátt í sýningunni fræðimenn sem skrifa greinar um „myndlistina í borginni og borgina í myndlistinni“ út frá eigin sjónarmiðum og yfirskrift sýningarinnar.

 

Sýningin í Listasafni ASÍ er einskonar miðstöð eða vinnustofa verkefnisins, en nokkur af verkum listamannana verða einnig sett upp á ólíkum tímum og í margvíslegum birtingarmyndum á víð og dreif um borgina á þessu ári. Á sýningunni verða bakgrunnsupplýsingar um verk og athafnir listamannanna. Sýningarrýmið er þannig einskonar rannsóknarmiðstöð eða sameiginleg vinnustofa ólíkra listamanna. Vikulega á sýningartímanum verður boðið til umræðna og málþinga um hugmyndir og verkefni listamannanna og málefni þeim tengdum.

 

Sýningarstjórar eru Einar Garibaldi Eiríksson, Kristinn E. Hrafnsson og Ólafur S. Gíslason

Aðrir sýnendur eru:

Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásmundur Ásmundsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Brynjar Helgason, Christian Hasucha, Elin Wikström, Gunnar J. Árnason, Hjálmar Sveinsson, Hlynur Hallsson, Indriði Arnar Ingólfsson, Ingirafn Steinarsson, Ívar Glói Gunnarsson, Karl Torsten Stallborn, Katrín Eyjólfsdóttir, Katrína Mogensen, Margrét H. Blöndal í samstafi við Harald Jónsson og Hörpu Árnadóttur, Nikulás Stefán Nikulásson, Nína Óskarsdóttir, Páll Haukur Björnsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Stefán Óli Baldursson, Una Ösp Steingrímsdóttir, Unnar Örn J. Auðarson, Þorvaldur Þorsteinsson, Þröstur Valgarðsson, Æsa Sigurjónsdóttir.

 

Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og aðgangur er ókeypis.

Sýningunni lýkur 13. maí.

 

 

Listasafn ASÍ

Freyjugötu 41 101 Reykjavík

s.5115353, 6929165

asiinfo@centrum.is

www.listasafnasi.is


Læsi í Nýlistasafninu | Literacy at the Living Art Museum

nylo_vefb_11_07_2011.jpg

Það er venja að bækur innihaldi texta, við göngum að því vísu í flestum tilfellum. Það er að sama skapi venja að horfa á myndir út frá formskynjun og hluti út frá rýmiskennd. Allt getur þetta skarast þannig að bækur höfði til formskynjunar eða rýmiskenndar, en myndir og hlutir við texta. Hefur það löngum verið glíma listamanna að finna slíka núningsfleti, brjóta mörkin upp og endurskoða nálgun okkar við hluti, myndir og texta.
 
Sýningin Læsi teflir saman listaverkum byggðum á samspili texta, forma og rýmis og eru þau flest í eigu Nýlistasafnsins, en þar er að finna stærsta safn af bóklistaverkum sem fyrirfinnst á Íslandi. Hugmyndin um „bókina“ er þannig útgangspunktur sýningarinnar og verða sýnd verk eftir listamenn sem kanna texta og tungumál í tengslum við myndlist eða brjóta upp bókaformið og nýta það í myndlistarverk. Sígild yfirlýsing um að Íslendingar séu bókaþjóð fær þá formræna og hugmyndalega merkingu og við áttum okkur um leið á því að læsi á ekki bara við umtáknsetningu með bókstöfum. Læsi á líka við um myndir, form og rými.
 
Bóklistaverk og málverk, ljósmyndir eða höggmyndir sem fjalla um samspil texta og mynda eða rýmis er hluti af arfleifð hugmyndalistarinnar sem jafnframt er arfurinn sem Nýlistasafnið byggir sína safneign á. Verkin á sýningunni eru flest í eigu safnsins en nokkur, sem þóttu ómissandi í þetta samhengi, voru fengin að láni hjá höfundum þeirra. Alls eru sýnd verk eftir 18 listamenn, þau  Áslaugu Thorlacius, Birgi Andrésson, Dieter Roth, Douwe Jan Bakker, Finnboga Pétursson, Franz Graf, Friðrik Þór Friðriksson, Hildi Hákonardóttur, G.Erlu, Gunndísi Ýr Finnbogadóttur, Hlyn Hallsson, Jan Voss, Kristján Guðmundsson, Níels Hafstein, Ragnhildi Jóhannsdóttur, Rúnu Þorkelsdóttur, Rúrí og Steingrím Eyfjörð.
 
Sýningarstjóri er Jón B.K. Ransu, en hann hefur á undanförnum árum tyllt sér beggja megin borðs sem myndlistarmaður og skríbent.  Hann skrifaði myndlistargagnrýni fyrir Morgunblaðið á árunum 2002 – 2010 og hefur einnig skrifað um myndlist í fagtímarit, sýningaskrár og bækur.  Ransu hefur áður tekið að sér sýningarstjórn fyrir Nýlistasafnið, en það var árið 2005 vegna sýningarinnar „Tvívíddvídd“. Þá hefur hann einnig komið að gerð sýninga fyrir Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Gallerí 100° og Art Radionica Lazareti í Króatíu.


16. júlí - 11. september 2011 | July 16th - September 11th 2011

Nýlistasafnið | The Living Art Museum

Skúlagata 28

101 Reykjavík

http://nylo.is

 

Nýlistasafnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12-17 og eftir samkomulagi.
Aðgangur er ókeypis.

The Living Art Museum is open Tuesday - Sunday from 12-17 and by appointment.
Admission is free.

 

Books are generally perceived as objects that contain texts. It is also customary to perceive pictures and objects in relation to colour, form and space. Fortunately we can reject that which is customized and perceive things in different manners.  Books can thus be perceived in context with colour, form and space, just as pictures and objects often relate messages with texts.
The exhibition Literacy investigates the interplay of objects and text as a form within the visual arts.
 
Iceland prides itself of being regarded as a nation of literature.
The tradition of literature is rooted in the national heritage from the Sagas to the post-war writers like Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarsson and Gunnar Gunnarsson.  The concept of “the book” is the undertone of the exhibition which attempts to highlight works by visual artists that have explored the written or spoken word as well as artists that explore the possibilities of the book in relation to visual arts.

The bulk of the works on show are taken from the collection of The Living Art Museum, which stores the largest collection of book-art in Iceland. Books, paintings, photographs or sculptures that deal with the interplay of texts, images, objects and/or space are part of the legacy of conceptual art, which is also the legacy of The Living Art Museum and forms the basis of its collection.
 
The exhibition spans works from the conceptual era to young contemporaries and includes works from the following artists:  Áslaug Thorlacius, Birgir Andrésson, Dieter Roth, Douwe Jan Bakker, Finnbogi Pétursson, Franz Graf, Friðrik Þór Friðriksson, G.Erla, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Hildur Hákonardóttir, Hlynur Hallsson, Jan Voss, Kristján  Guðmundsson, Níels Hafstein, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Rúna Þorkelsdóttir, Rúrí and Steingrímur Eyfjörð.
 
The curator Jon B.K. Ransu is a visual artist and art critic/writer.  In 2005 he curated for The Living Art Museum a show called “Tvívíddvídd” that dealt with the interplay of painting and space. He has also created shows for the Reykjavík Art Museum, National Gallery of Iceland, Gallery 100° and Art Radionica Lazareti in Croatia.


Koddu. The Icelandic Case

koddu.jpg

Koddu. The Icelandic Case

The Living Art Museum, Nýlistasafnið, Reykjavík

It is in this context of societal and economic pragmatism that the art world has begun to increasingly comply with utilitarian agendas. Icelandic art and artists are now an integral part of the social and community service rationale, of economic planning and nation-branding projects. Attempting to unravel neoliberal governmental modes of “managerializing” society, including the arts, the exhibition reflects upon “diffuse and subtle” methods of governance and raises questions as to what presuppositions are built into artistic activities, values, and ambitions.

This analysis of the Icelandic cultural politics, however, is a sensitive and highly political subject. The engagement in critical discussions on the relationship of systems of representation and ideology, as attempted in this project, faces opposition from the cultural institutional apparatus and other agencies that have a vested interest in promoting Icelandic arts and culture. The content of Koddu has stirred forthright agitation and antagonism and as a result the project was censored out of its original exhibition venue. It is now being shown in an extended version at The Living Art Museum, Reykjavik focusing primarily on new artistic commissions.

ARTIST
Ásmundur Ásmundsson, Baldvin Einarsson, Bjarni Helgason, Bryndís Björnsdóttir, Erling Th. Klingenberg, Goddur, Gunnhildur Hauksdóttir, Kristín Hrefnudóttir, Ingvar Högni Ragnarsson, Intrum Justitia, Guðrún Ólafsdóttir, Hannes Lárusson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Huginn Þór Arason, Haraldur Jónsson, Hlynur Hallsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Karlotta Blöndal, Jón Örn Loðmfjörð, MoMs, Magnús Sigurðarson, Páll Haukur Björnsson, Ólafur Ólafsson/Libía Castro, Ólafur Sveinn Gíslason, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Sigurður Hjartarson, Unnar Örn Auðarson, Þorvaldur Þorsteinsson, Þorgerður Sigurðardóttir.

DURATION: April 16 - May 15, 2011

LOCATION: The Living Art Museum, Reykjavík and Hugmyndahúsið (Alliance Warehouse), Reykjavík, Iceland

http://www.tba21.org/projects/105/page_2?category=projects


Lífróður: málþing í Hafnarborg

33-lifrodur_5659_906261.jpg

Það er afar ánægjulegt hversu vel tókst til með strandveiðina þetta sumarið. Auðvitað má laga margt og bæta en á heildina hafa strandveiðarnar fært líf aftur í sjávarbyggðirnar.

Í dag klukkan 13-16 verður haldið málþing í Hafnarborg á vegum Þjóðfræðistofu um hafið í orðræðu og sjálfsmynd Íslendinga.

Ég ætla að hoppa uppí strætó núna til Hafnarfjarðar en hér er dagskrá málþingsins:

Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar,
Ávarp um hafið og sýninguna Lífróður
Kristinn Schram, forstöðumaður Þjóðfræðistofu
Lagt úr höfn
Ingibjörg Þórisdóttir, dramatúrg:
“Logn er fyrir lyddur”: íslensk leikrit og hafið
Terry Gunnell, þjóðfræðingur:
Innrás hinna utanaðkomandi dauðu: sagnir um sjórekin lík á Íslandi
Sigurjón B. Hafsteinson, mannfræðingur:
Ótti af hafi

             
HLÉ 

Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur (með tónlistarflutningi Svavars Knúts):
“Og nýja í næstu höfn...”: staða og ímynd kvenna í sjómannalögum
Haraldur Jónsson, myndlistarmaður:
Að ganga í sjóinn. Vangaveltur um það sem umkringir okkur
Hlynur Hallsson:
Tungumál, stjórnmál, sjómennska og myndlist
Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson, sýningarstjórar,
Sagt frá sýningunni
Spjall með fyrirlesurum og aðstandendum sýningarinnar


mbl.is Sædísin aflahæst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin hefur ekki efni á Sjálfstæðisflokknum

480705.jpg

Það er fullkomin hræsni að fulltrúar flokksins sem er búinn að draga þjóðina með sér ofan í skuldafen og gjaldþrot skuli koma með einhverjar "ráðleggingar" um hvað beri að gera til að "koma þessu í lag". Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru búnir að kasta okkur aftur um 40 ár of "lausnirnar" sem þeir bjóða svo uppá eru: að sleppa umverfismati, stækka álverin og byggja fleiri, virkja meira án þess að fram fari umhverfismat!

Og þeir eru ekki að djóka þessir karlar frá þarsíðustu öld. Þeir koma upp um fávisku sína og þröngsýni á ræðupöllum Alþingis og tala um að þjóðin hafi ekki efni á því að þingið "sé að flækjast fyrir" því að mengað verði meira og ekkert hugsað um náttúruna og framtíðina. Málið er að þessir karlar ættu að hafa vit á því að þegja og skammast sín fyrir sína gjaldþrota frjálshyggjustefnu. En það gera þeir auðvitað ekki.

Það er furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli enn vera við völd eftir allt og það með stuðningi Samfylkingarinnar þegar staðreyndin er sú að þjóðin hefur ekki efni á þeirra gjaldþrota frjálshyggjustefnu. Það er komið nóg!


mbl.is Allt í fína á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn er lasinn...

burtxd.jpg...og ekki bara með eitthvert smá kvef heldur eitthvað miklu verra. Vonandi batnar honum nú samt og lagast af þessar frjálshyggju-einkavinavæðingu. Sem er alvarlegur sjúkdómur og bitnar verst á þeim sem síst skyldi, nefnilega saklausu fólki í þessu landi. Á meðan ætti flokkurinn að fara í veikindaleyfi til að að jafna sig.
mbl.is Uppgjör Óla Björns við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing frá Saving Iceland

Það er gott hjá félögum í Saving Iceland að vekja athygli á menguninni frá Norðuráli, Century og Elkem og mannréttindabrotum fyrirtækjanna. Hér er fréttatilkynning frá Saving Iceland.

"Við mótmælum umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Fyrirhugaðar stækkanir Norðuráls og Elkem hér á landi munu leiða af sér eyðileggingu einstakra jarðhitasvæða og einnig hafa í för með sér losun gífurlegs magns gróðurhúsalofttegunda" segir Miriam Rose frá Saving Iceland (1).


Century í Vestur Kongó

Árið 2007 skrifaði Century undir viljayfirlýsingu við ríkisstjórn Vestur Kongó um byggingu álvers, súrálsverksmiðju og báxítnámu þar í landi (2). Starfsemin verður keyrð áfram af gasi og krefst 500 MW af rafmagni. Century skoðar nú hvar hentugast er að staðsetja báxít-námuna og hyggst hefja byggingu álversins eins fljótt og auðið er (3).

,,Við trúum því að Vestur Kongó hafi allt það hráefni sem þarf til að starfrækja álframleiðslu með hagnaði" segir Logan W. Kruger frá Century.

,,Kruger hefur rétt fyrir sér" segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland. ,,Transparency International segir Vestur Kongó hafa eitt spilltasta stjórnarfar í heiminum. Og það eru einmitt þannig ríkisstjórnir sem álfyrirtækin vilja helst stunda viðskipti við…" (4)

,,Það er afar ólíklegt að þeir fátæku muni nokkuð hafa upp úr þessari þróun, en munu þess í stað verða fyrir umhverfislegum áhrifum framkvæmdanna. Tekjur frá olíuframleiðslu hafa ekki skilað sér til þeirra, hvers vegna ætti það að vera eitthvað öðruvísi með báxítið?" segir Snorri.

,,Hvað varðar báxít námurnar í Vestur Kongó, er alveg ljóst að Century hyggst starfrækja stærðarinnar opna námu í líkingu við það sem önnur stórfyrirtæki vilja gera í Orissa á Indlandi og á Jamaíka, Guyana og Guinea" segir Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, en Samarendra mun fjalla um menningarleg þjóðarmorð í tengslum við álframleiðslu á ráðstefnu Saving Iceland í Reykjavíkur Akademíunni næstkomandi Miðvikudag (sjá viðbót A).

,,Alls staðar í heiminum þar sem báxítgröftur fer fram á sér stað samhliða eyðilegging umhverfisins, jafnframt sem lifibrauð fólks og heilsa þess eru tekin af þeim. Fólk búsett á Íslandi þarf að átta sig á því hvaðan báxítið sem álið er framleitt úr, kemur" segir Samarendra.

Century á Jamaíka: umhverfis- og heilsufarsógn
Fyrirtækin St. Ann Bauxite og Kaiser í eigu Century, Alcoa, Rio Tinto-Alcan og Rusal (sem á 1/3 í Century) eiga öll aðild að báxítgreftri á Jamaíka og eru sek um umtalsverða eyðileggingu regnskóga og mengun drykkjarvatns (5,6,7). Century vill nú opna nýja námu og súrálsframleiðslu í samstarfi við kínverska fyrirtækið Minmetals, en hið síðarnefnda er þekkt fyrir fangaknúnar verksmiðjur og alvarleg mannréttindabrot í Kína og annars staðar í heiminum (Sjá viðbót B).

Elkem – Íslenska Járnblendifélagið: Mengunarslys í hverri viku
Íslenska Járnblendifélagið vill nú stækka verksmiðju sína á Grundartanga í Hvalfirði, fyrir frekari framleiðslu á kísiljárni fyrir stáliðnaðinn. Verksmiðjan er nú þegar einn mesti mengunarvaldur hér á landi og losar mest magn gróðurhúsalofttegunda; aukin framleiðsla myndi leiða af sér gífurlega mengunar-aukningu (1). Í Júlí 2007 var sagt frá því að Elkem hafi 'fyrir slysni' losað stærðarinnar mengunarský frá verksmiðju sinni. Samkvæmt fréttinni orsakaðist slysið af mannlegum mistökum og haft var eftir Þórði Magnússyni, talsmanni fyrirtækisins, að sams konar slys gerist nokkrum sinnum í viku. Sigurbjörn Hjaltason, hreppstjóri Kjósarhrepps, segir þessi 'slys' yfirleitt eiga sér stað að nóttu til (8).

Um Saving Iceland
Síðasta Laugardag stöðvaði Saving Iceland vinnu í heilan dag á lóð fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Sú aðgerð, sem og þessi, er hluti af fjórða sumri beinna aðgerða gegn stóriðju á Íslandi og annars staðar í heiminum. Í júlí 2007 stöðvaði fólk á vegum hópsins einnig vinnu umferð til og frá álverinu á Grundartanga.

Saving Iceland varð til þegar íslenskir umhverfissinnar óskuðu eftir hjálp erlendis frá, til að vernda íslensk öræfi - ein þau síðustu í Evrópu - frá stóriðju. Rétt eins og Norðurál/Century, vilja Alcoa og Rio Tinto-Alcan nú reisa fleiri álver hér á landi. Til þess þarf að eyðileggja öll virk jarðvarmasvæði á landinu auk þess að reisa virkjanir í hverri stórri jökulá (sjá viðbót C).

Í ár hafa fjórðu aðgerðabúðir Saving Iceland verið settar upp á Hellisheiði, nálægt jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur en virkjunina er nú verið að stækka, m.a. til að koma til móts við kröfu Norðuráls um aukna orkuframleiðslu.

Nánari upplýsingar:
 http://www.savingiceland.org
 savingiceland at riseup.net

Viðbætur:
A.) Miðvikudaginn 23. júlí kl. 19:30 stendur Saving Iceland fyrir ráðstefnu þar sem indverski rithöfundurinn og sérfræðingur um álframleiðsluna kemur fram ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru áhrif álframleiðslu á þriðja heiminn auk þess sem hugmyndin um einhvers konar 'hreina og græna' álframleiðslu hér á landi verður brotin á bak aftur. Ráðstefnan fer fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121. Þeir sem hafa áhuga á að tala við Samarendra, taka við hann viðtal o.sv.fr. geta haft samband við einn af ofangreindum talsmönnum SI.

B.) Árið 2004 hafði Minmentals í huga að taka yfir kanadíska námufyrirtækið Noranda, en var hafnað árið 2005 vegna alvarlegra áhyggja um mannréttindabrot kínverska fyrirtækisins. Þessi skýrsla segir nánar frá mannréttindabrotum Minmetals:

Dhir, Aaron A. (2006). 'Of Takeovers, Foreign Investment and Human Rights: Unpacking the Noranda-Minmetals Conundrum', Banking and Finance Law Review, 22, 77-104.

C.) Fyrir frekari upplýsingar um áætlaðar stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, sjá: http://www.savingiceland.org/sos

Heimildir:
(1) Icelandic Ministry of the Environment (2006). Iceland's fourth national communication on climate change, report to the UNFCCC. http://unfccc.int/resource/docs/natc/isl…

(2) AZ Materials News (2007). Century Aluminium to Build Aluminium Smelter in Republic of Congo. http://www.azom.com/News.asp?NewsID=7734

(3 ) Afrique en Ligne (2008). Congo to build aluminium smelter in Pointe-Noire. http://www.afriquenligne.fr/news/africa-…

(4) Transparency International (2006). Corruption Perceptions Index 2006. Transparency International, Berlin.

(5) Zadie Neufville, April 6, 2001, 'Bauxite Mining Blamed for Deforestation'. See http://forests.org/archive/samerica/baux….

(6) Mines and Communities report,'Bauxite Mine Fight Looms in Jamaica's Cockpit Country', 24th October 2006. http://www.minesandcommunities.org/artic….

(7) Al Jazeera (2008). Environmental damage from mining in Jamaica, June 11, 2008 News. Available through http://www.youtube.com/watch?v=vJa2ftQwf….

(8) MBL.is (2007). Reykur frá járnblendiverksmiðjunni Grundartanga. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/07…


mbl.is Mótmælum á Grundartanga lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarfrí

Ég ætla í viku sumarfrí frá og með deginum í dag. Þetta er auðvitað löngu planað og allt skipulagt. Dálítið stutt sumarfrí þetta árið samt en það verður bara að hafa það. Nóg að gera. Hafið það gott.


Skrítið hlutfall

431132A Eitthvað er nú einkennilegt hlutfallið á viðmælendum fréttamanna. 80% karlar en aðeins 20% konur. Þetta segir okkur að við erum ekki komin eins langt í jafnréttinu og sumir vilja halda (eða halda fram).

Það þarf enginn að halda því fram að konur vilji ekki koma í viðtal. Þetta er smá klisja og ef það er eitthvert sannleikskorn í henni þá er verk að vinna og breyta þessu.

Það þarf heldur enginn að halda því fram að ekki séu eins hæfar konur til að tala við og karlarnir. Oftast er þessu þveröfugt farið. Karlarnir þykjast vita allt best og fá að blása út um allt og ekkert.

Ef til vill þarf einnig að skoða hverjir eru að tala við hverja!


mbl.is Mun minna talað við konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskautaréttur á Akureyri

IcelandHáskólinn á Akureyri er frábær stofnun og hefur haft meiri áhrif á mannlíf, atvinnulíf og menningu á Eyjarfjarðarsvæðinu en mörgum dettur í hug. Og jafnvel víðar, því starfsemi hans teygir sig ekki bara um allt land heldur langt út fyrir landssteinana.

Nýjasta snilldin hjá HA er nám í heimskautarétti sem hefst í haust eftir mikinn undirbúning. Þetta nám er eitthvað það merkilegasta sem er að gerast í íslenskum háskólamálum nú um stundir. Með námi í heimskautarétti erum við að undirbúa sjálfstæða utanríkispólitík Íslendinga til ókominnar framtíðar.

Á meðal kennslugreina eru inngangur að heimskautarétti, umhverfisréttur og loftslagsbreytingar, þjóðaréttur, frumbyggjaréttur, auðlinda- og umhverfisréttur, réttindafræði og mannréttindalögfræði. Einnig er kenndur venjuréttur samfélaga á norðurslóðum, færeyskur réttur og námskeið í alþjóðaviðskiptum og alþjóðasamvinnu þar sem fjallað er um stjórnskipun og öryggismál. 

Dagana 7. - 9. september 2008 verður svo haldin mikil alþjóðleg ráðstefna í HA um afrakstur heimskautaársins 2007/2008. Hægt er að fræðast um þessa ráðstefnu hér.

Nánari upplýsingar á námið á ensku eru hér http://www.polarlaw.is

Ég mæli með þessu spennandi námi fyrir alla sem hugsa fram á veginn.


Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.