Leita í fréttum mbl.is

Raunveruleikatékk - Reality Check á Listahátíð

schlagworter_small.jpg

Raunveruleikatékk - sýning á Listahátíð 2010 í miðborg Reykjavíkur.

Daníel Þorkall Magnússon, Eggert Jóhannesson, Haraldur Jónsson, Ieva Epnere, Hlynur Hallsson, Ingvar Högni Ragnarsson, Kristleifur Björnsson, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Óskar Hallgrímsson, Silja Sallé og Spessi. 

Sýningarstjóri Æsa Sigurjónsdóttir

Þegar myndir eru fluttar úr listrýminu yfir á veggi borgarinnar, þá verða þær ágengar og kalla fram viðbrögð vegfarenda sem geta varla látið þær fram hjá sér fara. Einnig vakna spurningar um virkni ljósmynda, um siðferði, og um persónuvernd, um inngrip og áhrif mynda. Hvað má sýna og hvar? Hvað má sjást og hvað þarf að fela? Almannarýmið virðist hlutlaust, en er í raun jafn viðkvæmt og áhorfandinn sjálfur. Hvar eru mörkin, - þessi hárfína lína sem gerir það að verkum að mynd truflar þegar hún skiptir um ham? Hvernig getur augnabliksmynd orðið að verki? Heimild hluti af nýrri frásögn? Hvenær hættir fréttamynd að vera frétt, og breytist í yfirlýsingu um ástand eða skoðanaskipti?

Á sýningunni Raunveruleikatékk er fjallað um þessar spurningar, um ágengni ljósmynda, og flökt þeirra á milli ólíkra merkingarheima myndlistar og fjölmiðla. Í verkunum er tekist á við daglegt umhverfi, atburði líðandi stundar, við sjálfsagða hluti sem verða álitamál, en einnig hversdagstöfra í sinni einföldustu mynd. Hér mætast ljósmyndarar og myndlistarmenn sem eiga það sameiginlegt að nota ljósmyndatæknina á skapandi hátt og snúa hversdagsleikanum upp í fagurfræði dagsins í dag. 

Sýningin Raunveruleikatékk opnar umræðuna um virkni ljósmynda í almannarýminu og flökt miðilsins á milli merkingarheima. Sýningin myndar ákveðna gönguleið sem á rætur í rúntinum. Þetta er leið sem er samgróin borginni og kveikir spurningar um venjur og hefðbundna sýn. Markmið sýningarinnar er að brjóta upp vanann, varpa fram spurningum og kveikja umræður, - taka áhorfandann lengra, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, á staði sem hann þekkir ekki eða lítur framhjá daglega. Mörkin á milli heimildaljósmyndunar, fréttaljósmyndunar og listljósmyndunar eru þurrkuð út í þeim tilgangi að brjóta upp hefðbundnar skilgreiningar og landamæri sem móta sjónrænar venjur og listskilning vegfarenda sem áhorfenda.

 

What happens when images are moved from the art space into the public realm?

Reality Check is an outdoor exhibition of works which are dealing with everyday environments, recent events, matters of fact that become matters of concern; the enchantment of the ordinary towards the extra-ordinary. The exhibition brings together works by contemporary Icelandic artists and photographers, who use photography as a creative space; contributing to the construction of our mental realities of today. In this exhibition, the works trace a path they become a place where things can be discussed.

Curated by Æsa Sigurjónsdóttir.

The public space seems neutral but is in fact as sensitive as the spectator himself. What happens when images are moved from the art space into the public realm? They can become aggressive and provoke reaction among spectators, who can hardly ignore them. What can be shown and where?  What can be seen and what is to hide? Where are the limits, this fine line that turns a snapshot into a work, a documentary into a new narrative, a press-photo into a statement?

In the exhibition Reality Check, artists and photographers are dealing with everyday environments, recent events, matters of facts that become matters of concern; the enchantment of the ordinary towards the extra-ordinary. The exhibition brings together works by contemporary artists and photographers, who use photography as a creative space, as a part of installation or documentary, turning its everydayness into our contemporary aesthetics.

The exhibition creates a walk, which has its roots in the way people created popular itinerary in the centre of Reykjavik. The walk has an attachment to the place and questions daily habits and a traditional image of the city. The aim is to break up habits, stir and question, take people further to places they might ignore or look past every day. Limits between documentary, press-photography and art photography have been blurred, in order to challenge genres and question our habits of seeing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.