Leita í fréttum mbl.is

Þöggun breska varnarmálaráðuneytisins

indipendent

Þöggunartilraunir breska varnarmálaráðuneytisins á verki listamannsins Steve McQueen er ekki fyrsta tilraun yfirvalda til að hefta málfrelsi og tjáningarfrelsi listamanna sem og almennra borgara. Sorglegt að þetta sé aftur og aftur að koma upp. Þetta mál er tilefni til langra skrifa en ég hef bara ekki tíma núna en bendi ykkur á umjöllun The Independent og viðtal við Steve McQueen í tilefni hinna virtu Turner verðlauna sem hann hlaut árið 1999. Hér er greinin öll á mbl.is:

"Varnarmálaráðuneyti Bretlands reyndi að stjórna gjörðum breska myndlistarmannsins og Turner-verðlaunahafans Steve McQueen þegar hann var að gera myndlistarverk sem tengdust Íraksstríðinu fyrir myndlistarhátíð sem nú stendur yfir í Manchester. McQueen segir varnarmálaráðuneytið hafa gert sér erfitt fyrir og neitað honum um upplýsingar um fjölskyldur hermanna sem féllu í Írak og ekki viljað leyfa honum að ræða við þær. Embættismenn þar á bæ hafi spurt hann hvort hann gæti ekki gert landslagsmálverk í staðinn.

Verkið heitir For Queen and Country og eru frímerki unnin úr fjölskyldumyndum 100 fallinna, breskra hermanna sem voru við störf í Írak. McQueen segist hafa verið tvö ár að vinna verkið fyrir Konunglega hersafnið í Bretlandi, sem styrkti hann til þess.

Steve.McQueen

98 fjölskyldur fallinna hermanna unnu með McQueen að verkinu. Forstöðumaður breska póstsins, Royal Mail, hefur neitað beiðni McQueen um að fjöldaframleiða frímerkin sem söfnunargripi til minningar um fallna hermenn. Á forsíðu Independent í dag er frímerki með mynd af hermanninum John Jones, en móðir hans veitti blaðinu heimild til að nota myndina á forsíðu."


mbl.is Varnarmálaráðuneyti Breta hindraði störf myndlistarmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er ömurlegt. Fyrst æða þeir út í skandalinn og svo má enginn vekja athygli á honum. Listamenn þjóna sterkum tilgangi finnst mér í samfélögum til að vekja athygli á svö mörgu mikilvægum í gegnum verkin sín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.