Leita í fréttum mbl.is

Misnotkun á hugtakinu sjálfbær þróun

valgerðurValgerður Sverrisdóttir stóriðjuráðherra með meiru fer létt með að misnota hugtakið sjálfbær þróun á fundi á Húsavík í dag. Það er svo sem ekkert nýtt að þetta hugtak sé misnotað en Valgerður ætti að vita betur, eða hvað? Stefán Gíslason skýrir ágætlega hugtakið sjálfbær þróun í Fræðsluriti sem hægt er að nálgast hér. Hann segir:

"Sjálfbær þróun, eða Sustainable Development, eins og hugtakið nefnist á ensku, er venjulega skilgreind sem „þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum”. Hér er með öðrum orðum átt við þróun sem getur haldið áfram, þ.e.a.s. þróun sem er „gerð til að endast“.
Skilgreiningin hér að framan er ættuð úr svonefndri Brundtlandskýrslu sem birt var árið 1987 í bókinni Sameiginleg
framtíð vor. Skýrslan var afrakstur alþjóðlegrar nefndar sem Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs, veitti forstöðu, en hlutverk nefndarinnar var að fara yfir stöðu umhverfismála í heiminum og gera tillögur um aðgerðir til að sporna gegn ofnýtingu og hnignun náttúruauðlinda sem ella myndi fyrirsjáanlega koma niður á velferð mannkynsins."

Þorbjörn Hlynur Árnason skrifar ljómandi grein um Kirkjuna og sjálfbæra þróun sem hægt er að lesa hér og segir meðal annars: "Sjálfbær þróun hefur verið einskonar tískuorð um langan tíma.  Það eru margar skilgreiningar og útgáfur til af þessu hugtaki, sem felur þó  í sér, í grunninn, að ekki sé endalaust hægt að taka af auðlindum jarðar, umfram endurnýjunarmátt þeirra.  Þetta hugtak hefur vitaskuld einnig ríka skírskotun til efnahagsþróunar, einkum í þriðja heiminum - það varðar stjórnmál - það varðar lífið sjálft. 
 
En þetta er gott tískuorð, þótt sjálfbær þróun og vitundin um hana - sé  í sjálfu sér ekkert ny%u0301tt.  Þeir sem hafa lifað af landinu þekkja nauðsyn þess, að taka ekki of mikið, ganga ekki of hart fram - það er ekki nóg að þreyja þorrann og góuna með öllum ráðum - eitthvað þarf að vera eftir fyrir næsta ár og næstu kynslóð."

Valgerður ætti til dæmis að lesa þetta áður en hún gefur fleiri yfirlýsingar um að álver á Íslandi geti " rúmast innan marka sjálfbærrar þróunar" Ég bendi einnig á frábærar glærur frá erindi Bergs Sigurðssonar sem hægt er að sjá hér.

Það eru hinsvegar endalausir möguleikar í atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum t.d. í heilsutengdri ferðaþjónustu eins og fjallað var um hjá rúv í morgun. Margt af því getur fallið undir sjálfbæra þróun. Vinstri græn eru mjög hlynnt virkjunum ef þær eru umhverfisvænar og að orkan úr þeim sé nýtt skynsamlega en ekki seld fyrir slikk til mengandi stóriðju. Það að segja að álver á Húsavík geti "rúmast innan marka sjálfbærrar þróunar" er hinsvegar lélegur brandari og misnotkun hugtakinu sjálfbær þróun. Ögmundur Jónasson skrifar mjög góðan pistil um fundinn á Húsavík undir fyrirsögninni "HVERS KONAR UPPBYGGINGU Á HÚSAVÍK?" Tilvalið að lesa hann hér. (Myndina fínu af Valgerði fékk ég lánaða af síðunni hennar.)


mbl.is Segir álver við Húsavík rúmast innan marka sjálfbærrar þróunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Annar lélegur brandari er líka erindi Víglundar Þorsteinssonar á Iðnþingi. http://www.si.is/media/idnthing/Idnthing2007_Viglundur.pdf

Lárus Vilhjálmsson, 26.3.2007 kl. 23:26

2 identicon

Skrítið með VG hve þeir eru mikið á móti "Renewable energy sources" í anda "Sustainable Development" og þar ber hæst andstaða við vatnsorku okkar íslendinga.  Jú, þeir vilja leyfa svokallaðr rennslisvirkjanir þar sem aðeins er notast við rennsli í ám og þá minnsta rennsli því annars fæst ekki stöðugt afl heldur mismikið eftir árstíðum í jökulfljótum. Það þarf að nýta þessa virkjunarkosti og það kallar á mannvirki eins og stíflur. Reyndar virðast VG vera voða hræddir við stíflur - þær eru svo illa gerðar og áhættumatið ekki pappírsins virði, sagði Álfheiður Inga síðasta sumar.  Jahá, gott að fá það sérfræðiálit og var það alveg sérstaklega málefnanlegt innlegg í umræðu sem í kjarnann snýst um sjálfbæra þróun!  Vatnsorka "Hydropower" er talið upp undir merkjum sjálfbærrar þróunar sem endurnýtanlegir orkugjafar og þá er rétt að snúa sér nú almennilega að því að nýta þá - um það ættu nú allir að geta verið sammála. Enda er lofthjúpurinn yfirfullur af CO2 - koltvísýrling.  Hvers konar froðasnakk er þetta hjá VG að tala jöfnum höndum um sjálfbæra þróun sem "Divine" hugtak en meina samt eitthvað allt annað. Óábyrg stefna  VG í umhverfismálum verður örugglega ekki endurnýtt enda alls ekki í anda sjálfbærrar þróunnar.

kær kveðja

Sveinn 

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:17

3 identicon

Takk fyrir að benda okkar á erindi Víglundar Þorsteinssonar. Það fer frjór maður að vanda og vel meinandi.  Sá ekkert fyndið í hans fróðlega erindi en látum það liggj milli hluta.  Endilega kíkið á það: http://www.si.is/media/idnthing/Idnthing2007_Viglundur.pdf

og mótið ykkar eigin skoðanir.

 kær kveðja

Sveinn 

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband