Leita í fréttum mbl.is

Lýðræðinu gefið langt nef

straumsvíkÞað er óhugnanlegt að horfa uppá það hvernig stórfyrirtækið Alcan eys út milljónum og aftur milljónum í einhliða áróður. Fyrirtækið hikar ekki við að falsa myndir, stunda persónunjósnir, kaffæra okkur með auglýsingum og reyna þannig að kaupa Hafnfirðinga til lags við sig. Þessi kosningabarátta álrisans er farinn að líkjast því hvernig "lýðræðið" í BNA fer fram nema hér eigast ekki tveir risar við heldur bara einn Golíat, álrisin Alcan með fullar hendur fjár. Ég trúi ekki öðru en að Hafnfirðingar hafni því að vera keyptir. Hafnfirðingar geta sýnt það með því að kjósa gegn stækkun álversins. Þannig er hægt að bjaga lýðræðinu og Hafnarfirði.
mbl.is Stefnir í tvísýnar álverskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nafn ótilgreint

Ég er hjartanlega sammála þessu hjá þér.

Þó svo að ég sjái ekki mikið "lýðræði" í því að Hafnfirðingar einir fái að kjósa um þetta málefni, þetta snertir land og þjóð alla þó það sé inni á landaskika Hafnarfjarðarbæjar. 

Nafn ótilgreint, 27.3.2007 kl. 01:10

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frá mínum bæjardyrum séð koma bara upplýsingar frá Alcan en áróður frá þér og þínum Hallur. Að falsa myndir af því það vantar strompa? Hefði það breytt öllu að hafa þá þarna? Kaffæra í auglýsingum? Sé og heyri meira frá ykkur í fjölmiðlum.

Skora á ykkur að lesa bloggpistil Péturs félaga ykkar Tyrfingssonar. Holl lesning fyrir alla.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 02:14

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Pistill Péturs heitir "Hugleiðingar um heita græna kartöflu".

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 02:16

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

"Það er óhugnanlegt að horfa uppá það hvernig stórfyrirtækið Alcan eys út milljónum og aftur milljónum í einhliða áróður."

Ja hefði þér Hallur fundist það eðlilegt ef áróður Alcan væri tvíhliða?

- Er þetta nú ekki að verða gott af öfgatali... og þá á ég ekkert endilega við þig eða þá sem eru á móti stækkuninni... Öfgar einfallega gera bara ekkert gagn.

Þorsteinn Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 02:56

5 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

það er nú frekar vafasamt að ætla fólki að kjósa á móti stækkun bara af því að fyrirtækið vogaði sér að koma fram með sína hlið á málinu...

Jóhanna Fríða Dalkvist, 27.3.2007 kl. 08:29

6 identicon

Sæll Hlynur


Er þetta boðlegur málflutningur?
Gleymir þú forustu Samfylkingar,Vinstri grænum, hægri grænum, Draumalandinu,Fagralandinu(sem smalar nú fólki til úthringinga gegn stækkun),Ómari, Andra Snæ og öllum þeim sem komast að í fjölmiðlum til að tjá sig gegn stækkun í Straumsvík.


Hvað á fyrirtækið að gera? Sitja og horfa á fólk rakka það niður með dylgjum,rangfærslum og hreinum ósannindum. Framtíð fyrirtækisins er í húfi.


Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 09:09

7 identicon

Ég held að það séu fáir sem mótmæla því að Alcan fái að koma með sína hlið á málinu en það verður það að gera þá lágmarkskröfu að það komi heiðarlega fram - komi ekki með hálfsannleika og myndafalsanir. Það hlýtur að vera veikur málstaður að verja ef það þarf að grípa til þeirra úrræða að "falsa gögn". Og fyrr má nú rota en dauðrota, þeir sem opna fjölmiðla hvort sem er prent, vefur, sjónvarp eða útvarp er gjörsamlega drekkt í auglýsingum frá Alcan.

Ef það breytir ekki öllu að hafa strompana af hverju voru þeir þá ekki inná myndum ?? Telur Alcan að þeir falli ekki í kramið hjá Hafnfirðingum - það er vart hægt að draga aðra ályktun en þá að þeir eru sammála "andstæðingum stækkunar" að risavaxnir skorsteinar geta seint vera taldir til prýði !

Magnús Andrésson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 11:05

8 identicon

  Sæll, Hlynur.

Mælir þú með svona vinnubrögðum. 

 Auglýsingaherferð, Grátt eða Grænt ósmekkleg. Þarna er verið að auglýsa gegn stóriðja  eins og Alcan og til þess eru nýttir krakkar. Börn eru látin fara með línur sem einhverjir aðilar hafa skrifað og síðan matreitt ofan í krakkana. Börnin eru notuð! Það þarf enginn að segja mér að 8-10 ára gamalt barn hafi fastmótaðar skoðanir um stóriðjustefnu eða stækkun Alcan. Ef einhver segir því að segja eitthvað eru allar líkur á því að barnið, í trausti fullorðins einstaklings, geri það. Þarna er verið að taka heitt deiluefni, blanda því saman við ómótaðan og saklausan hug barns og útkoman er hrein misnotkun.

Hvað hefði verið gert ef álfyrirtækin eins og Alcan á Íslandi hefðu gert svipað? Skellt í sjónvarpið auglýsingaherferð þar sem  börn sem myndu segja: " X-Við stækkun Alcan."  Ætli félagsfræðingarnir í sól  hefðu ekki vilja þá senda börnin þá  vestur í Breiðuvík ef það væri en hægt .

 

Kv, Sigurjón Vigfússon

Siurjón Vigfússon (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 13:58

9 Smámynd: Hlynur Sigurðsson

Sæll nafni,

Áróður ykkar ætti fyrst og fremst að beinast gegn Samfylkingunni í Hafnarfirði sem sköpuðu þetta andrúmsloft sem nú ríkir í bænum. Það er ekki hægt að ásala fyrirtækinu fyrir að kynna málstað sinn þegar þeim er þröngvað í kosningaslag sem þeir höfðu engan áhuga á að fara út í. Samfylkingin hefur komið þessu til leiðar, ekki Alcan.

Hlynur Sigurðsson, 27.3.2007 kl. 14:06

10 identicon

Stækkun Álversins er ekkert einkamál Hafnfirðinga einsog margir hafa haldið fram. Mér finnst það mjög miður að meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar skuli taka sér það vald að láta einungis íbúa Hafnarfjarðar ráða örlögum þessa fyrirtækis. Þessar kosningar eru sennilega þær ólýðræðislegustu sem stofnað hefur verið til. Framtíð Álversins skiptir alla þjóðina máli og ef úrslitin verða á þá vegu að stækkun verði hafnað, er það fyrsta "STOPPIÐ" í fjölmörgum "STÓRUM STOPPUM" sem VG hafa boðað, komist þeir til áhrifa í stjórn okkar góða lands. Andstæðingar Álversins hafa gagnrýnt aðkomu félagsins að umræðu um stækkun og sakað ALCAN um að dæla milljónum í áróður! Hver mundi ekki gera slíkt þegar sótt er að framtíð fyrirtækisins með slíkum hætti?
Elías Bjarnason, íbúi á Álftanesi.

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 15:45

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er enginn að sækja að framtíð Alcan Elías. Að halda því fram er enn einn hræsluáróðurinn frá álverssinnum. Álverið getur verið þarna áfram lengi og verður það sennilega því orkan til þeirra er á útsölu.

Það er margt sem þarf hinsvegar að stoppa. Til dæmis spillingu, dauðaslys, okurvexti, verðbólguna, leiðindi... og svo framvegis. Við í Vg ætlum bara að stoppa það að allt landið verði lagt undir fleiri álver. Með því að staldra við og stoppa stóriðjubrjálæðið munu aðrir atvinnuvegir blómstra og ný tækifæri myndast. Þetta vita allir, ekki bara hagfræðingar heldur allir aðrir sem ekki eru blindir stóriðjusinnar. Hafnarfjörður mun blómstra þó á álverið verði ekki stækkað og hagur Hafnarfjarðar aukast ef Hafnfirðingar segja NEI við stækkun. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 27.3.2007 kl. 16:51

12 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Það þurfti engar kynnigar við frá hvorugum aðila. Hver og einn kýs eins og hans sannfæring er hvort eð er. MARGIR vissu hvað þeir ætluðu að gera í þessu áður en allt þetta kjaftæði með eða móti fór af stað. Alcan hefði getað  bætt kjör fátækra og aldraða úr þeir eru í einhverjum vandræðum með það fjármagn sem þeir hafa. Búin að fá algjört ógeð á þessari umræðu. Vissi alltaf að ég segði Nei við stækkun , það er mín sannfæring og ekkert ef þessu kjaftæði og tilkostnaði breytir því,

Svo segji ég líka Nei við að taka þátt í þessu samfélgsdrama. Nú er nóg komið! 

Vilborg Eggertsdóttir, 28.3.2007 kl. 02:20

13 identicon

Málefnið snýst algjörlega um veru Alcan. Svi mér þá þetta er farið að minna á deilurnar um hersinn - nú viljið þið reka góð og dygg álver úr landi fyrst herinn er farinn. Má kkert erlent festa hér rætur öðruvísi en þurfi alltaf að amast við því á allan mögulegan hátt. Alcan er "stóriðjubrjálæði" sem er búið að vera hér í næstum 40 ár. Það þarf að festa sig í sessi m.t.t. lengri tíma. Rífist um ný álver en leyfið þeim sem fyrir eru að þróast og svara fyrir sig. Það vinnu fók þarna!

kveðja
Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 10:58

14 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Sveinn, það er enginn að fara að missa vinnuna. Þetta snýst um stækkun en ekki að loka alverinu. Engann hræðsluáróður takk. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.3.2007 kl. 13:50

15 identicon

Þú segir mér ekki fyri verkum Hlynur um "engan hræðsluáróður takk." Ég hef mínar skoðanir og þær kunn að stangast á við þínar....

kær kveðja
Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 13:54

16 Smámynd: Hlynur Hallsson

Allt í fína með að hafa mismunadi skoðanir Sveinn og það hvarflar eki að mér að segja þér fyrir verkum. Ég hef aldrei þurft að henda út athugasemdum á þessari bloggsíðu minni og vona að ég þurfi þess ekki. Ég held að þessi hræðsluáróður ykkar um að álverinu verði lokað innan nokkurra ára ef það verði ekki stækkað sé verstur fyrir ykkur sjálf því Hafnfirðingar kaupa þetta ekki. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.3.2007 kl. 14:54

17 identicon

Ég stend nú ekki í neinum "hræðsluáróðri ykkar" kæri Hlynur heldur er fullkomlega sjálfstæð manneskja með mína sýn, örugglega hræddur stundum, oftar óhræddur og frekar frakkur og orðhvass. Nú með mínar tilfinningar og greind og allt það. Er s.s. óháður en ekki skoðanalaus.

kær kveðja
Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:16

18 identicon

Það er hægt að framleiða eitt tonn af áli úr hverjum tveimur tonnum af súráli, þannig að það er hægt að framleiða um 20 þúsund tonn af áli úr fyrsta farminum sem kom í gær. Þetta er víst staðreynd. Hvað með hin 20 þúsund tonnin sem var skipað upp?

Kristinn Björnsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.