Leita í fréttum mbl.is

Björk er lang flottust

425536ABjörk Guðmundsdóttir er frábær. Bæði sem tónlistarkona og ekki síður sem talsmaður náttúruverndar. Hún er skapandi einstaklingur sem ráðherrar íhaldsins og bjélistans ættu að hlusta á. Þessi orð hennar eru eins og töluð út frá mínu hjarta:

„Mér finnst, að ef Ísland vilji græða fullt af peningum og hafa starfsemi um allan heim þá sé það síðasta, sem það eigi að gera, að eyðileggja náttúruna. Það þarf ekki snilling til að átta sig á því. Og samt var það fyrsta sem Íslendingar gerðu, eftir að þeir fengu sjálfstæði og peninga að segja: Við skulum eyðileggja landið!"

Hér er frábært viðtal við hana úr Guardian 

Þeir sem einn eru að hugsa um að kjósa stóriðjuflokkana (núverandi ríkisstjórn) ættu að lesa þetta viðtal og átta sig á hlutunum, það er ekki of seint að snúa af rangri braut.


mbl.is Björk gremst stóriðjuframkvæmdir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

"Nú hafa þeir byggt stærstu stíflu heims á Íslandi og stærsta álverið"

Hlynur, hvernig fannst þér þessar fullyrðingar ?

Eru þær alveg sannar ?

Eru þær hugsanlega rakalaus þvættingur og LYGI ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 27.4.2007 kl. 15:21

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mjög ánægður með Björk...hún má gjarnan gera miklu meira af því að tjá sig umbúðalaust um mikilvæg mál.

Georg P Sveinbjörnsson, 27.4.2007 kl. 19:53

3 identicon

Rakalaus þvættingur og lygi væri að segja að Impregilo sé gott og heilnæmt fyrirtæki.

Björk fór með ýkjur, Kannski ekki stærsta álver í heimi. En stórt álver samt. Og kannski ekki stærsta stífla í heimi en stór stífla samt. 

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 23:51

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Tvímælalaust langstærsta stífla og álver miðað við fólksfjölda! Í morgun átti ég leið um Stífluna - þar lagðist í eyði byggðarlag vegna lítillar virkjunar fyrir um 50-60 árum. Einhvern tíma heyrði ég að það væri sextándi mesti brottflutningur fólks í heiminum miðað við orkuna sem náðist - finn ekki heimildina. Ég hef ekki áður átt leið um Stífluna svo snemma árs - og ljótt var að sjá brúnt vatnsborðið þar sem áður voru grónir hagar og tún. Síðar í sumar mun vatnið fyllast. Smækkuð mynd af því sem við eigum í "vændum" á öræfunum norður af Brúarjökli.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 28.4.2007 kl. 19:06

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já tók eftir þessu sama í þessu CV viðtali: "And yet Iceland is changing. "Now they've made the biggest dam in the world and the biggest aluminium factory, and in the next five years, they're going to build five more. So Iceland, that used to be the biggest untouched area in Europe, in the space of five or 10 years is going to be like Frankfurt."

Þetta er nú full mikið í rassinn gripið, hvað sem mönnum finnst um stífluna! En svona er þetta í dag, fréttir eru til að selja, ekki tala í staðreyndum. Það er sagt/gefið í skyn að þetta sé stærsta stífla+álver í heimi og að fimm slíkar séu að rísa á næstu árum. Ég get svarið það, það má alveg tala um hlutina eins og þeir eru. Og stærsta stífla miðað við höfðatölu LOL, allt má nú reyna.

Ólafur Þórðarson, 28.4.2007 kl. 22:23

6 Smámynd: Stefán Stefánsson

Það er engum til framdráttar að ljúga svona eins og Björk gerir í þessu viðtali.
Það er allt í lagi að segja frá hlutunum hvort sem þeir eru góðir eða slæmir, en betra að halda sig við sannleikann.

Og Ingólfur frændi, þú réttlætir ekkert með því að blanda höfðatölunni inn í þetta bull. 

Stefán Stefánsson, 28.4.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband