Leita í fréttum mbl.is

En hvað með kynferðislega áreitni?

göngÞað tók Ómar R. Valdimarsson og félaga hjá Impregilo tvo daga að hamra saman þessari ítarlegu fréttatilkynningu. Þetta kemur í kjölfar ítrekaðra ásakanna um slæman aðbúnað erlendra verkamanna, núna Portúgala, á Kárahnjúkum. En Ómar gleymir að minnast á að engin kynferðisleg áreitni eigi sér stað undir Þrælahálsi. Úr frétt á mbl.is:

"Hrafndís Bára Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður öryggisdeildar Impregilo, sagði í fréttum Útvarpsins, að illa hafi verið komið fram við portúgalska starfsmenn við Kárahnjúka. Einnig séu dæmi um að konur á vinnusvæðinu sæti alvarlegu kynferðislegu áreiti yfirmanna

Og af ruv.is: "Fyrrverandi starfsmenn við virkjunina hafa líkt vinnuaðstæðum þar við þrælahald, þeir séu látnir vinna í vatni sem nái þeim upp að hnjám í göngum þar sem skyggni sé örfáir metrar vegna mengunar. Þá sé maturinn í göngunum nánast óætur og Portúgalar séu látnir vinna lengur en aðrir starfsmenn og fái minna borgað."

logwpEf ég kallaði Ómar og félaga hjá Imregilo "þrælahaldara" þá myndi hann sennilega kæra mig fyrir meiðyrði svo það hvarflar ekki að mér að gera það. 


mbl.is Impregilo segist ekki mismuna fólki í launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jón, eru ekki þessar gerðir verjandi fyrir góð laun? Einkennilegt að menn skyldu ekki átta sig á því að á svona fjölmennum karlavinnustað þyrfti hóruhús! Hvað gerðu ekki Þjóðverjar meðan HM. stóð yfir í fyrra?

Þórbergur Torfason, 30.5.2007 kl. 09:07

2 Smámynd: Tryggvi H.

Með ólíkindum í þessu máli öllu saman að framkvæmdaraðilar spila ókeypis. Ef þessar ásakanir eru ekki einfaldlega byggðar á biturð, þá er það verkefni umsjáraðila að leysa úr. Impregilo er þarna bara til að vinna verkið.

Það virðist gleymast að menn eru að vinna þarna við líklega erfiðustu vinnuaðstæður á Íslandi, og vita vel hvað þeir eru að fara útí.

Tryggvi H., 30.5.2007 kl. 09:25

3 identicon

Skv. vinnulöggjöfinni á að fara ákveðið ferli á stað sé grunur um einelti eða kynferðislegt áreiti á vinnustað. Það stendur ekkert um að það eigi að senda út fréttatilkynningu og harma ásakanir. Þær á að rannsaka og svo gefa skýrslu til vinnueftirlitsins. Takið eftir...grunur. Hissa að enginn fjölmiðill hafi tekið þetta upp.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 10:38

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Fyrirtækið Impregilo á sér miður fagra sögu. Hví ætlum við þeim að haga sér eitthvað öðru vísi hérlendis? Við virðumst halda að fyrirtæki sem eiga langa sögu kærumála á baki sér umbreytist í hreinskiptin og heiðarleg fyrirtæki hér.

Mér finnst reyndar alveg merkilegt hvað Landsvirkjun sleppur alltaf við að axla ábyrgð og það virðist sem enginn blaðamaður hafi dug í sér að kafa ofaní þessi mál af einhverri alvöru og myndugleika.

Birgitta Jónsdóttir, 30.5.2007 kl. 10:55

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hefur enginn tekið eftir því að stöðugar árásir hafa verið á Impregilo af andstæðingum framkvæmdanna frá upphafi? Meirihluti ásakananna hafa verið hraktar, t.d. síðast þegar 180 manns átti að hafa veikst vegna loftmengunar. Niðurstaðan var að 7 manns fengu einhver einkenni og þar af 2 sennilega af einhverju öðru. 

Ég vil nú ekkert samt vera að verja þetta fyrirtæki sérstaklega, þeir hafa gefið höggstað á sér en umfjöllun fjölmiðla hefur verið mjög óréttlat gagnvart þeim og alskonar fullyrðingum slegið upp í stórum fyrirsögnum sem fá svo pínulitla leiðréttingu á lítt áberandi stað seinna. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2007 kl. 20:32

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það hélt því enginn fram að 180 manns hefðu veikst, Gunnar, til hvers sá listi var gerður, sem Þorsteinn Njálsson,læknir, skildi eftir á skrifborðinu sínu og starfsmaður Impregilio tók í óleyfi, höfum við aldrei fengið neinar viðhlítandi skýringar á. Af hverju fjölmiðlar ræddu ekki við Þorstein Njálsson um þetta mál skil ég ekki. Þorsteinn virðist líka hættur á Kárahnjúkum. Hvers vegna? Það er aldrei neinu máli fylgt eftir á viðunandi hátt. - En eitt vitum við þó að einhverjir hagnast á því að flytja fátækt fólk  fram og aftur um heiminn til að vinna þrælastörf á alltof lágum launum. Og hverjir eru það á Kárahnjúkum?

María Kristjánsdóttir, 30.5.2007 kl. 22:59

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Portúgalar hafa orð á sér að vera "linir" við erfiðar aðstæður. Um það geta margir verktakar vitnað. Og það er alveg rétt hjá þér María að það er verið að flytja þessa menn heimshorna á milli en ef þér finnst launin allt of lág, þá skaltu kvarta við samninganefndir verkalýðsfélagana á Íslandi. Íslendingar fást ekki til að vinna þarna og þess vegna er leitað annað.

Hins vegar eru þessir menn hér ekki nauðugir og fyrir marga hverja eru þetta mun betri laun en þeir fá í heimalandi sínu. Og ástæðan fyrir því að blaðamenn fylgja ekki eftir málum er kannski sú að þegar þeir gera það, þá er ekki eftir neinu að slægjast. Ekkert að hafa sem selur fréttir í fólk eins og ykkur sem á þá ósk heitasta að þarna finnist sem mest að.

Þarna hefur orðið hvert fjölmiðlauppþotið af öðru og það sem upp hefur verið grafið hefur verið heldur rýrt miðað við fyrirsagnirnar sem þið hlakkið yfir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2007 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.