Leita í fréttum mbl.is

Klámvæðing eða kynfræsla

abort445

Það er athyglisverð frétt á mbl.is um mikla fjölgun á fóstureyðingum meðal unglingsstúlkna í Svíþjóð. Fréttin er af fréttavef Dagens Nyheter um könnun sem gerð var við háskólann í Uppsala og þar kemur fram að breytt viðhorf til kynlífs meðal unglinga sé um að kenna að fóstureyðingar eru flestar í Svíþjóð af öllum Norðurlöndunum og að aukningin sé mest meðal unglingsstúlkna. Ennfremur segir á mbl.is "Þar er klámvæðingu meðal annars kennt um og tekið fram að unglingar sæki kunnáttu sína nú í auknum mæli í klámmyndir fremur en að fá fræðslu í skólunum og því skorti mjög á fræðslu um getnaðarvarnir, ábyrgð og tillit." Þetta er alvarlegt mál og ber að skoða einnig hér á landi. Það er ljóst að klámvæðingin í samfélaginu hefur víðtæk áhrif og það er okkar að finna leiðir til að sporna gegn henni. Þegar unglingar telja sig fá meiri "kynfræslu" úr klámmyndum en í kynfræðslu í skólanum. Einnig á Íslandi þarf að auka kynfræðslu í grunnskólum og hefja hana fyrr en nú er. Jafnréttisfræðsla og aukin kynfræsla er eitt af því sem leggja þarf meiri áherslu á. Fagna ber tillögunni sem Vinstri græn lögðu fram í borgarstjórn og fékkst samþykkt með öllum greiddum atkvæðum um að koma á jafnréttisfræðslu í skólum í Reykjavík. Það er fyrsta skrefið í rétta átt.

Hér eru svo tölulegar upplýsingar um fóstureyðingar á Noðrulöndunum af fréttavef Dagens Nyheter.

Og hér er greinin öll þar sem meðal annars segir: "Vår forskning gör klart att unga män tycker att de lär sig mycket om sex via pornografi, säger Tanja Tydén [barnmorska och professor vid Uppsala universitet]. För dem har pornografin övertagit skolans roll. Ansvar, hänsyn och kondomanvändning lyser dock med sin frånvaro i porrfilmerna de hämtar sin kunskap ifrån.


mbl.is Mikil fjölgum meðal unglingsstúlkna sem fara í fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband