Leita í fréttum mbl.is

Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna

álverumallt

Samtökin Saving Iceland boða til áhugaverðrar ráðstefnu helgina 7. og 8. júlí 2007 á Hótel Hlíð í Ölfusi. Hér eru upplýsingar fyrir þá sem vilja taka þátt í þessari ráðstefnu þar sem fulltrúar samtaka frá Trinidad og Tóbagó, Indlandi, Brasilíu, Canada, Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum mæta:

Ráðstefna „Saving Iceland" 2007

Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna

Helgina 7. og 8. júlí 2007

Fyrir hönd Saving Iceland, viljum við bjóða ykkur velkomin á ráðstefnuna, auk þess sem við viljum fá ykkur til þess að taka þátt í pallborðsumræðum. Innlegg ykkar væri okkur mikils virði og er nauðsynlegt á tíma stóriðjuvæðingar á kostnað ómetanlegra íslenskra náttúruundra. Það væri okkur ánægja ef þið sæjuð ykkur fært að taka þátt í þessu verkefni: fyrstu ráðstefnunni á Íslandi sem gefur sanna hnattræna sýn yfir nútíma borgaralega umhverfisbaráttu og ástæðurnar sem liggja henni að baki.

Ráðstefnan hefst kl. 11 á laugardaginn og fer fram á Hótel Hlíð, Ölfusi (6 km. frá Hveragerði á leiðinni þaðan til Þorlákshafnar.) Hún er einn fjölda atburða sem "Saving Iceland" hafa staðið að, og munu standa að á árinu, í baráttunni gegn eyðileggingu ósnortnar íslenskrar náttúru.

Nú hafa fulltrúar samtaka frá Trinidad og Tóbagó, Indlandi, Brasilíu, Canada, Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum tekið boði Saving Iceland um að taka þátt í ráðstefnunni. Hér gefst því einstakt tækifæri til að hitta erlent fólk sem stendur í svipaðri baráttu og við sjálf gegn stíflum og meira að segja sömu stórfyrirtækjum. Fólki úr íslenskum umhverfissamtökunum hefur verið boðið á ráðstefnuna og gefst okkur þar gott tækifæri til að bera saman bækur okkar við erlenda aðila sem standa í baráttunni gegn álvæðingunni.

Saving Iceland eru ekki meðlimasamtök, heldur hópur einstaklinga alls staðar að úr heiminum, sem eru staðráðnir í að standa gegn því að íslensk náttúra sé eyðilögð fyrir hagsmuni stóriðjufyrirtækja. Rétt eins og stórfyrirtækin sjálf eru alþjóðleg er baráttan gegn þeim einnig alþjóðleg.

Við byggjum okkar starfssemi á jafnræði þar sem enginn er yfir aðra hafinn í ákvarðanatöku og ákvarðanir eru teknar með upplýstu samþykki (“consensus decision”). Við erum samtaka um að gefa aldrei eftir grundvallarkröfur okkar. Engar málamiðlanir þegar kemur að því að vernda náttúruna.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, hikið þá ekki við að hafa samband. Við værum þakklát ef þið létuð okkur vita sem fyrst hvort þið hafið áhuga á því að koma og taka þátt.

Meðfylgjandi er listi yfir helstu umfjöllunarefni erinda og umræðna á ráðstefnunni.

Drög að helstu umfjöllunarefnum erinda og umræðna

* Íslandi ógnað/
Kynning á þeirri ógn sem steðjar að Íslandi vegna stóriðju.

* Stórar stíflur, áliðnaðurinn og loftslagsbreytingar/
Ekki aðeins álframleiðsla – loftslagsáhrif metans og perflúorkolefna.

* Áhrif stórstíflna á vistkerfi vatnsfalla/
Vistfræði og líffræðileg fjölbreytni – áhrif stórra stíflna.

* Saga borgaralegrar óhlýðni og beinna aðgerða/
Frá fortíð til framtíðar – Hvernig beinar aðgerðir geta breytt gangi sögunnar

* Græn eða grá framtíð?/
Mismunandi framtíðarsýn

* Orkuöflun til stóriðju - Frá Kyoto til Peak Oil/
Stóriðja í leit að hernaðarlega hentugri staðsetningu orkuvera

* Barátta í Trinidad/
Barátta fólks gegn nýjum bræðslum ALCOA og Alutrint í Trinidad & Tobago.

* Narmada Bachao Andolan/
Best þekkta alþýðuhreyfingin á Indlandi,sem berst fyrir réttindum adivasi-ættbálksins sem hrakinn hefur verið frá heimkynnum sínum vegna stórstíflu.

* Baráttan í Kashipur/
Barátta gegn yfirborðsnámu ALCAN í Kashipur, norðaustur Indlandi.

* Stíflur á Amazonsvæðinu/
Ál ógnar regskógunum.

* Rannsókn á áliðnaðinum/
Kynntir helstu aðilar til leiks og greint frá nýjustu þróun í áliðnaði

* Stærsta ósnortna víðernið í Evrópu/
Landslag og lífríki sem ógnað er á Íslandi

* Breytingar á erfðavísum á Íslandi/
Víðara sjónarhorn á erfðabreytt bygg á Íslandi.

* Vaxandi þungi gegn risavélinni/
Að bera saman bækur: alþýðuhreyfingar gegn stóriðju, stórstíflum og hnattvæðingu.

Eftir þriggja ára baráttu gegn stórstíflum og stóriðju mun herferð „Saving Iceland" tengjast baráttunni um heim allan. Um víða veröld hafa stóriðja og stórstífluframkvæmdir hrakið á brott fólk í milljónatali, að mestu án þess að bætur hafi fengist fyrir þann skaða sem hefur orðið. Þessi mannvirki hafa eyðilagt vistkerfi á sjó og landi og eytt dýralífi. Þau hafa mengað andrúmsloft okkar og vötn og breytt loftslagi á óbætanlegan hátt – í nafni framfara. Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, Jawaharlal Nehru, orðaði það svo: „Ef þú þarft að þjást, ættirðu að gera það í þágu lands þíns", í ræðu yfir þorpsbúum sem átti að hrekja frá heimilum sínum vegna Hirakud-stíflunnar árið 1948. Ríkisstjórnir Íslands og Indlands telja risaraforkuver enn vera tákn um hugvitsemi, framfarir og þjóðarstolt. Í Trinidad og Tobago, sem og á Íslandi leitar áliðnaðurinn að óþrjótandi orkulindum á tímum vaxandi óvissu í orkumálum.

Samt hefur sagan alltaf sýnt undirstrauma sem ekki eru í samræmi við hin ríkjandi framfaraviðhorf. Fjöldi fólks berst gegn því að vera fórnað í þágu lands síns eða efnahagsins og margir hafa barist gegn því að landi þeirra og óbyggðum sé fórnað.

Ráðstefna „Saving Iceland" 2007 mun auka og dýpka þekkingu þína á baráttunni gegn stóriðjunni, í rúmi og tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef ég vissi ekki að þú ert uppfullur af vitleysis ranghugmyndum um stóriðju, þá teldi ég þessa fyrirsögn hjá þér segja frá hinum jákvæðu hnattrænu afleiðingum stóriðju á Íslandi. En í ljósi afstöðu þinnar til stóriðjunnar þá er þetta auðvitað villandi fyrirsögn og segir allt sem segja þarf um málflutning þinn. Þarna ertu að reyna að höfða til illa upplýstra einstaklinga, kannski ekki skrítið því hinir upplýstu eru ekki í þínu liði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.6.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Hann flytur þarna erindi Eric Duchamin sem hefur vakið athygli á vatnsaflsvirkjanir séu kannski ekki eins lausar við losun gróðurhúsalofttegunda og almennt er talið.  Svo hefur lítið verið fjallað um þetta samhengi.

Pétur Þorleifsson , 27.6.2007 kl. 18:24

3 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Varðandi vatnsafl - Hvernig dettur svokölluðum umhverfissinnum í  hug að vera alltaf að streytast á móti hreinum orkugjöfum? Hvaða umhverissjónarmið eru það sem valda slíkri firran?  Þessi umhverissjónarmið eru orðinn meir en stórfurðuleg, rangsýn, allt á hvolfi. Það virðist vera einhver leikur í gangi um að tala á móti þeim bestu aðferðum sem þekktar eru við hreina orkuöflun. Svokallaðir umhverfissinnar, af öllum, eru að streitast á móti, til hvers? 

Kurt Vonnegut skrifaði: "We are what we pretend to be, so we must be careful what we pretend to be. "

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 28.6.2007 kl. 02:23

4 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Það er ekki eins og virkjanaæðið á Íslandi sé vegna almenningsveitna en stórar stíflur hafa ýmsar afleiðingar.

Pétur Þorleifsson , 28.6.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband