Leita í fréttum mbl.is

Góðar fréttir

Það er afar ánægjulegt að húsafriðunarnefnd hafi ákveðið að friða húsin þrjú við Hafnarstræti og nú er drífa í því að gera upp Hafnarstræti 98 því hin húsin tvö Hamborg og París eru orðin glæsileg. Þetta er ekki eina góða fréttin í dag því borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Vinstri grænna um að unnin verði sérstök hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík. Nánar má lesa um þetta á heimsíðu Árna Þórs sem nú er að flytja sig yfir á Alþingi. Flott hjá Árna Þór að enda með svona góðu máli starf sitt í borgarstjórn. Síðan er skemmtilegt tilboð Samtaka hernaðarandstæðinga um að hjálpa til við að koma fyrirhugaðri Friðarstofnun á fót. Fréttin af mbl er hér. Fullt af góðum fréttum.


mbl.is Húsafriðunarnefnd vill friða öll húsin þrjú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott að húsin fá að standa.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.9.2007 kl. 22:06

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vinstri grænir hljóta þá að flytja inn í hjallinn aftur. Þeir seldu sinn hluta til niðurrifs...var það ekki Hlynur?

Jón Ingi Cæsarsson, 20.9.2007 kl. 00:49

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég vona að Vinstri græn flytji inn í uppgert og glæsilegt Hafnarstræti 98. Mér finnst það ekki fara þér sérstaklega vel að tala um "hjallinn" Jón Ingi C. Hélt að þú hefði meiri metnað fyrir hönd miðbæjarins en það. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 20.9.2007 kl. 10:22

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Meðan ekkert er gert er þetta hjallur. Gott að vita að VG ætlar að leggja til fjármagn...það er eimitt það sem hefur vantað að einhver vildi það.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.9.2007 kl. 12:34

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hver er stefna VG í húsfriðunarmálum í sambandi við kostnað af friðun? Á almenningur að borga brúsann?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.9.2007 kl. 18:09

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gott að húsin fái að standa og hjólreiðaáætlunin er fín - hefur líka staðið til í mörg ár og það er líka til önnur áætlun en gott ef þessi kemst í gegn,

Annars er tilefni athugasemda að óska þér sérstaklega til hamingju með þína sýningu. Það er ekki í ófá skipti sem ég hef óskað þess að vera komin norður á myndlistarsýningar í þennan mikla gullbæ myndlistar.

Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.