Leita í fréttum mbl.is

Biskupinn skammar menntamálaráðherra

biskupblessarMér líkar ágætlega við biskupinn. En stundum finnst mér hann fara offari í trúboðinu. Er ekki augljóst það eru breyttir tímar og þetta trúboð í skólum á ekki heima þar? Það er allskonar góð og gild trúfræðsla sem fer fram í kirkjunum og þar á hún heima en skólarnir eiga að vera hlutlausir þegar kemur að trúmálum sem og öðrum málum. Þess vegna sýnist mér máflutningur fulltrúa Siðmenntar mjög eðlilegur. Ég bendi einnig á fínan pistil Dofra Hermannssonar um málið og Matthías Ásgeirsson skrifar einnig góða grein í Fréttablaðið í dag.

Árið er 2007 og það gengur ekki að biskupinn skammi menntamálaráðherra sem er á braut til meiri víðsýni í þessum málum. Það á að ríkja trúfrelsi í landinu og trúboð í leikskólum og öðrum skólum á ekki við. Kærleikur og siðgæði á að vera einn af hornsteinum samfélagsins en ekki trúboð.


mbl.is Ráðherra segir Siðmennt misskilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Hlynur það er auðvitað þannig að heimsóknir presta í framhalds-grunn- og leikskóla eru á ábyrgð skólanna, ekki kirkjunnar.  Skólarnir leita eftir samstarfi við kirkjuna, það er alveg klárt.  Ef skólinn kærir sig ekki um samstarf við kirkjuna, þá er auðvitað ekkert samstarf.  Það gætir ákveðins misskilnings í því að það sé kirkjan sem berji á allar skóladyr í landinu og krefjist þess að fá að koma inn.

Af hverju segir þú að biskup hafi skammað menntamálráðherrann?  Má biskup ekki ræða við ráðherrann?  Er það þannig að um leið og þú verður prestur eða jafnvel biskup, að þá megir þú ekki hafa skoðun á nokkrum hlut, ekki tala við neinn?  Ég veit ekki betur en ráðherrar og þingmenn tali við bankastjóra, verkalýðsforkólfa, útgerðarmenn og fl. og fl. án þess að talað sé um að viðkomandi sé að skamma ráðherra og þingmenn.

Guðmundur Örn Jónsson, 30.11.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Vinsamlegast útskýrðu þetta nánar: "en skólarnir eiga að vera hlutlausir þegar kemur að trúmálum sem og öðrum málum."

Hvernig er hægt að vera hlutlaus í því sem er inngróið í okkar menningu?

Setum málið í annan farveg, hvers vegna ekki frekar að banna kennslu á Íslendingasögum á þeim forsendum að þær eru boðberi haturs og hefnda?

Gísli Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 13:30

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Næst borðum við hlutlausan mat í skólamötuneytum..ekki svínakjöt takk !!!!

Jón Ingi Cæsarsson, 30.11.2007 kl. 17:47

4 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Hvernig líst ykkur þá á að það séu kennd önnur trúarbrögð í skólanum en okkar þjóðtrú ! Í skólanum í dag eru kennd múhameðstrú og hindúatrú svo dæmi séu tekin og börnin þurfa að taka próf í þessu ! Það fer ekki mikið fyrir kristinfræði í skólanum í dag. Mér finnst mín börn ekkert hafa með það að gera að læra múhameðstrú og hindúatrú. Þessu hefur verið laumað inn í skólana sem trúarbragðafræði mér leikur forvitni að vita af hverju siðmennt hefur ekkert við þetta að athuga.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 30.11.2007 kl. 17:49

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hvaða ótrúlega rugl er þetta. Auðvitað á að kenna um trúarbrögð í skólum og um íslandssöguna og íslendingasögur. Siðmennt er því hlynnt. En það á ekki að vera með trúboð í skólum. Það er stór munur á því eins og Kristinn Haukur bendir á. Svo, enn og aftur, vil ég biðja fólk að skrifa athugasemdir undir fullu nafni. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 30.11.2007 kl. 19:12

6 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Það á ekki að vera með trúboð í skólum er sagt um leið og það á að kenna trúarbrögð á hlutlausan hátt....en það á samt að kenna börnunum það ljóta sem trúarbrögð hafa veitt þessum heimi líka.......er þetta það hlutleysi sem þið eruð að tala um???? 

Fyrirgefðu mér Hallur ef ég er að misskilja þig en gott að það skuli eilítið hafa hneykslað þig að stinga upp á því að taka íslendingasögur úr skólum.....þessi umræða snýst mikið um tilfinningar.

Ég spyr: Hvernig er hægt að kenna kristna trú án þess að minnast á Jesús og kenna bænina? Eða í Buddhatrú að minnast á Buddha og þeirra aðferð að kyrja til að nálgast Nirvana svo þeir hætti að endurfæðast og geti verið í sinni paradís?

Eru menn ekki að rugla saman hinum góða Guði trúarbragða annarsvegar sem margir nota til að ná betra jafnvægi á lífi sínu og hins vegar Guðsímyndinni sem valdafíknir kúgarar í gegnum tíðina hafa búið til.....ÞAÐ Á AÐ VERA KENNT Í MANNKYNSÖGU.

Þetta er mitt innlegg í umræðuna því það er mín sannfæring að Guð er góður, eins og Bubbi Mortens svo oft segir. 

Gísli Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 20:47

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðmundur Örn Jónsson segir í athugasemd: 

" Skólarnir leita eftir samstarfi við kirkjuna, það er alveg klárt. "
Frumkvæði að bæði Vinaleið og leikskólatrúði komu frá kirkjunni, ekki skólunum.  Það er alveg klárt. 

Matthías Ásgeirsson, 30.11.2007 kl. 21:20

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta er víst kallað Freudian slip, leikskólatrúður í athugasemd minni átti að vera leikskólatrúboð :)

Matthías Ásgeirsson, 30.11.2007 kl. 21:22

9 Smámynd: arnar valgeirsson

gísli: ef farið er í trúarbragðafræði í skólum er væntanlega rætt um jesú og búddha. en trúarbragðafræði er ekki það sama og kristnifræði. í mörgum tilfellum eru það prestar sem séð hafa um trúarbragðakennslu og það rímar ekki við mínar pælingar um kennsluna.

trúarbragðafræði á svo sannarlega rétt á sér og við höfum öll gott af því að kynnast menningu og siðum annarra. og í henni yrði sko örugglega farið nokkuð vel yfir kristnu trúnna líka, engar áhyggjur ha.

arnar valgeirsson, 1.12.2007 kl. 01:28

10 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Skil þig Arnar en erum við ekki íslendingar og erum þess vegna með íslendingasögukennslu og er okkar ríkistrú ekki kristin og af þeim sökum ástæða til að kenna okkur hana. Að sjálfsögðu má svo bæta við trúarbragðafræði eða heimspeki líka.

Held að ég sé að nálgast þessa umræðu út frá því að menn séu að rugla saman mengaðri Guðsímyndin sem er af mannsvöldum og viðurkenni því fúslega að það sem hér sé nefnt kristniboð sé misskilið af minni hálfu......eða þið leggið aðra merkingu hvað sé kristniboð.

Góð umræða hér en er staðfastur á því að það á að kenna kristinfræði í skólum.

Gísli Guðmundsson, 1.12.2007 kl. 09:01

11 identicon

Það er ekkert annað en jákvætt að kennd sé trúarbragðafræði. Krökkunum finnst gaman að læra um umdeild trúarbrög og jafnframt kynnast annarri menningu.

   Það er ekki kristniboð að kenna sllíkt.  

    En mér finnst einnig að kirkja og skóli eigi að vera aðskilið.

 ég er td ekki trúuð. trúi á  guð á minn hátt  en hef gaman að læra um trúarbrögð

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 10:43

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvers vegna að vera að kenna það, sem enginn hefur minnstu hugmynd um? Er hægt að segja að það sé talið að Guð sé til eða að það séu til ýmis gögn, sem styðji það?

Hvað hefur einhver svona pseudo-viska að gera inn í skólana? Verða góð gildi kennd af bókum? Er ekki nærtækara að foreldrar sjái um slíkt og í tengslum við hið daglega líf?

Kristinfræðin er uppfull af aðskilnaði, mannamun,óttaprangi og fabúlu í bland við kærleiksboð.  Er ekki þrifalegra að halda sig við kærleikann?

Ein línan í kærleiksmæringu Páls hljómar: "Kærleikurinn Trúir öllu."  Er það virkilega tilfellið?  Er kærleikurinn gagnrýnislaus einfeldni?  Hversu gott veganesti er það? Hversu gott veganesti er það að segja börnum að efast ekki heldur trúa öllu eins og nýju neti, þótt enginn skynsemdargrunnur sé fyrir fullyrðingunum?

Hættum að styðja stofnun, sem byggir á lygi, óttaprangi og fjárplógsstarsemi.  Við lifum á upplýsingaöld og erum öll læs og erum því fullfær um að sjá um þessa hluti sjálf.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2007 kl. 11:06

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sorglegt er að sjá þetta trúleysistal þitt, Jón Steinar, eftir alla þína viðleitni í öðrum póstum á öðrum vefjum til að viðra þig upp við Guðstrú. Og af því að þú telur greinilega (þvert gegn fjölda heimspekinga, m.a. Platón), að EKKI sé "hægt að segja, að það sé talið að Guð sé til eða að það séu til ýmis gögn, sem styðji það," þá má nú kannski ætlast til þess af ÞÉR, að þú SANNIR þá fullyrðingu þína undir lokin, að kristin kirkja (eða Þjóðkirkjan) "byggi() á lygi" o.s.frv.?

Jón Valur Jensson, 1.12.2007 kl. 12:30

14 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

 Satt og logið um stefnu Siðmenntar

Ég hef ákveðið að taka saman á einn stað flestar (en ekki allar) þær greinar sem ég hef skrifað vegna rangfærslna um Siðmennt. Satt að segja er ég orðin þreyttur á að hrekja sömu rangfærslurnar ofan í oft sama fólkið aftur og aftur. Ég hvet lesendur því að lesa þessar greinar fyrst og gagnrýna svo stefnu Siðmenntar. Það fer ótrúlega mikill tími í að svara fyrir stefnu sem Siðmennt hefur alls ekki.

<a href="http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php">http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php</a>

http://www.skodun.is

Sigurður Hólm Gunnarsson, 1.12.2007 kl. 20:34

15 Smámynd: Sigurjón

Þeim foreldrum, sem vilja boða börnum sínum trú, er uppálagt að gera það á heimilinu, eða fara með þau sjálf í kirkjuna (eða sýnagóguna, moskuna...).  Skólarnir eiga svo að kenna um sem flest trúarbrögð útfrá sögulegu og hugmyndafræðilegu sjónarmiði.

Svo er það með ólíkindum að JVJ ætlizt til þess að Jón Steinar sanni þá fullyrðingu að kristin kirkja byggi á lygi.  Sönnunarbyrði trúaðra á himnadraugnum er algerlega á þeirra hendi.

Sigurjón, 3.12.2007 kl. 09:16

16 Smámynd: Hilmar Einarsson

Það væri öllum til góðs ef sýnd væri aftur í sjónvarpi mynd sem gerð var um "mótmælanda Íslands"  sem líklega er höfundur að nafninu "himnadraugur". 

Í þessari mynd kemur mjög skýrt fram sá kærleiki sem þessi landsins þekktasti "trúleysingi" ber í brjósti sínu til sinna nánustu og til samferðamanna sinna, þrátt fyrir öll sín mótmæli og yfirlýsingar. 

Á meðan kona hans lifði bar hann virðingu fyrir hennar trúarafstöðu og fylgdi því eftir allt til enda. "Mótmælandi Íslands" kennir okkur með lífshlaupi sínu hvernig gagnkvæm virðing birtist þrátt fyrir allt í sinni bestu mynd í þessum efnum. 

Vonandi auðnast okkur kjarkur til að læra eitthvað af slíku.

Hilmar Einarsson, 4.12.2007 kl. 12:58

17 Smámynd: Hilmar Einarsson

Það er eitt orð sem pirrar mig sífellt meira í allri þessari umræðu.  Trúboð, Kristnifræðikennsla í skólum er ekki trúboð nema einhver mistúlki hlutverk sitt við kennsluna.  Trúboð er stundað á allt öðrum vettvangi.

Ef einhverjir eru hæfari til trúarbragðafræðikennslu heldur en aðrir, þá eru það prestar.  Engir aðrir eru betur menntaðir til slíks nema þá þeir örfáu sem erru sérstaklega menntaðir sem "trúarbragðabæðingar.

Hilmar Einarsson, 4.12.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband