Leita í fréttum mbl.is

Gott að losna við herinn - losum okkur einnig við spillinguna

VG-S-1-Atli_Gislason_055Atli Gíslason á heiður skilinn fyrir að benda á spillinguna sem viðgengst með fasteignabrask upp á Velli. Geir H. Haarde stingur hinsvegar hausnum í sandinn og vill ekki sjá að þar grasserar spillingin sem aldrei fyrr. Það á að fá allt upp á borðið og talið um "viðskiptahagsmuni" og að þess vegna megi ekki segja frá neinu á ekki að líðast.

Það var mikil landhreinsun að losna við herinn. Vinstri græn og hernaðarandstæðingar höfðu lengi bent á það að atvinnulíf á Reykjanesi myndi blómstra þegar herinn hyrfi á brott. Hernaðarsinnar héldu öðru fram og reynast nú hafa rangt fyrir sér. Það er gott

Það er hinsvegar synd að það góða uppbyggingarstarf þurfi að líða fyrir spillingu innan Sjálfstæðisflokksins og einkavinavæðinguna þar á bæ. Burt með spillinguna.


mbl.is Fleiri störf en hjá varnarliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er einmitt ljómandi gott að Ríkisendurskoðun fari ofan í málið. Það var einmitt krafan.

Atvinnulausum listamönnum hvað? Ég þekki engan atvinnulausan listamann, við höfum einmitt meira en nóg að gera og ef að það hefur farið fram hjá þér Gylfi þá er menningargeirinn ört vaxandi atvinnugrein og er ásamt ferðamanniðnaði helsti vaxtarbroddurinn, mun meira en t.d. stóriðjan:) Kannaðu hvað Ágúst Einarsson hefur til dæmis rannsakað og niðurstöðurnar munu greinilega koma þér á óvart. 21. öldin verður öld hinn skapandi greina. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.12.2007 kl. 21:43

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

já ég er alveg sammála þér Hlynur. Það verður að stöðva þessa vitleysu. ódýrt húsnæði fyrir námsmenn og einhver háskóli er bara ein tóm vitleysa. Förum í kröfugöngu gegn háskóla á Miðnesheiði undir slágorðunum: "Burt með Háskólann"

Fannar frá Rifi, 6.12.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það væri frekar heimskulegt Fannar, en kæmi mér ekki á óvart frá þér. Þú mátt ganga einn þá leið mín vegna. Háskóli og húsnæði fyrir námsmenn á svæðinu er gott mál. En það er ekki sama hvernig það er gert, Það á að fara eftir reglum en ekki einkavinavæðingarreglum vina þinna:) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.12.2007 kl. 23:14

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skilinn?

Ef hann er á réttri leið á hann heiður skilið. Eða skilið heiður. 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.12.2007 kl. 23:20

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú dáldið tvírætt hjá þér, Hlynur minn, að setja þessa mynd af Atla undir þessa fyrirsögn. Það gæti misskilist. Hann er nefnilega pínulítið eins og Tony Soprano á svipinn þarna.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.12.2007 kl. 09:55

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hlynur, ég veit ekki ef þú hefur heyrt um það, en þetta kallast kaldhæðni.

Segðu mér Hlynur. Hvað hefði frekar átt að gera varðandi húsnæðið á Miðnesheiði? Hefði átt að bjóða það upp á opnum markaði? Ef svarið er já þá hefur nú eitthvað mikið breyst í kenningum ykkar í VG.

Nei ég veit. Ríkið hefði átt að eiga þetta allt saman og reka. Miklu betra að hafa ríkisrekstur á öllu saman heldur en að selja einhverjum þetta sem gæti gert gott úr, eins dæminn sanna með þetta nýja háskólasvæði.

Einkaviðavæðingu. Er það nokkurntíman að ef ríkið selur svo lítið sem eina íbúð að það sé ekki einkaviðavæðing í ykkar augum? Viðurkenndu þetta bara. þú og VG viljið að Ríkið sé með puttana í öllum málum og reki öll fyrirtæki.  

Fannar frá Rifi, 7.12.2007 kl. 11:18

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð var nokkuð lýsandi fyrir Atla, að hann teldi MAÐK vera þarna á ferðinni.

Hann ku vera lipur í notkun svoleiðis beitu og því auðvitað fundvís á maðka, hvort heldur eru í mysu eða maðkaboxi á bökkum laxveiðiáa.

 SVo er annað, Atli er sífellt að ýja að hinu og þessu og ber fyrir sig skort á upplýsingum og vænir menn um margt misjafnt.

Í málatilbúnaði hans kom hvergi fram, að hann vildi Ríkisendurskoðun í málið, heldur að Alþingi beitti sér fyrir......  Það þýðir á þingmáli, að setja á fót rannsóknarnefnd. 

Ég tel Ríkisendurskoðun fullfæra til, að skoða þvona mál og pólitískar keilur Alta verði ekki margar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 7.12.2007 kl. 11:22

8 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sem Njarðvíkingur og fyrrum starfsmaður varnarliðs þá er ég gríðarlega sáttur með það sem er að gerast á gamla varnarsvæðinu.  Mikil uppbygging og það er bjart yfir Suðurnesjunum.  Álver að fara að rísa í Helguvík og háskólasamfélagið blómstrar. 

Ríkisendurskoðun mun fara yfir málin og komast að hinu sanna en það verður ekki deilt um það að þessar framkvæmdir/aðgerðir hittu beint í mark og voru til heilla. 

Herinn fór og ákveðnum kafla lauk hjá mörgum fyrir sunnan.  Sjálfur starfaði ég hjá Varnarliðinu og líkaði vel en var sáttur þegar herinn fór, það kom á besta tíma.  Hinsvegar var oftar en ekki hlegið að hernaðarandstæðingum sem kölluðu starfsmenn varnarliðsins illum nöfnum og líktu við melludólga.  Ákaflega málefnanlegt fólk sem í raun vissi ekkert um þá ágætu starfsemi sem þarna fór fram.

Gylfi, það er að ég held ekki mikið af atvinnulausum listamönnum á ríkisstyrk í Reykjanesbæ, en nokkrir færir listamenn að störfum.  Listamenn eru misjafnir eins og aðrir en við erum ákaflega sátt með gang mála fyrir sunnan.  Vonandi að Árni og c.o komi Álverinu í höfn, það yrði alveg til að toppa þessa miklu uppbyggingu á svæðinu. 

Örvar Þór Kristjánsson, 7.12.2007 kl. 13:27

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og ég sem hélt að Fannar frá Rifi, stjórnarmaður í Félagi ungs fólks í sjávarútvegi (FUFS), væri vel kunnugur einkavinavæðingunni á fiskveiðiauðlindinni.

Jóhannes Ragnarsson, 8.12.2007 kl. 00:32

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jóhannes birtist alltaf málefnalegur að vanta, eða hitt þó heldur.

Fannar frá Rifi, 8.12.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband