Leita í fréttum mbl.is

Illvirkjun Power

Sjálfstæðismenn eru komnir í hring. Fyrir nokkrum mánuðum sögðu þeir að ríkisfyrirtæki ættu ekki að vera í áhættufjárfestingum en nú er stofnað "félag" út frá hinu rómaða ríkisfyrirtæki Landsvirkjun sem hefur einmitt þetta markmið. Sjá ekki allir að þetta er fyrsta skrefið í því að einkavinavæða Landsvirkjun? Best að fara inn um bakdyrnar á skítugum skónum fyrst að ekki tókst að vaða inn beint um aðalinnganginn! Auðvitað finnst Geir H. Haarde ekkert athugavert við þetta, þó það nú væri.


mbl.is Ekkert athugavert við félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ógnvænleg þróun satt best að segja - annars undarlegt með stjórnmálamann einsog Geir, sem kemur svo vel fyrir, sléttur og felldur. Mér finnst einsog hann sé í álögum, sé einhvern veginn ekki sjálfrátt. Annað hvort eru stjórnmálamenn, sem eru í sömu sporum og hann, gjörsamlega blindir eða hreinlega samviskulausir...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.12.2007 kl. 11:19

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Geir Haarde er samt vinsælasti stjórnmálamaður ár eftir ár, spáið þið í því! Hverslags stjórnmálamenn kjósum við yfir okkur hér á Íslandi? Er aðalmálið að þeir séu sléttir og felldir, kunna að syngja  og skemmta á einhverjum uppákomum? Láta sig svo hverfa og neita að gefa svör þegar óþægileg málefni bera að garði?

Úrsúla Jünemann, 18.12.2007 kl. 11:59

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú er mikilvægt að þið, ágæta fólk í VG, takið skynsamlega á þessu máli og forðist að fara út í gömlu einkavæðingarlummurnar. Það sem er athugavert við þetta er fyrst og fremst það, að ef grunur minn reynist réttur mun "áhættufyrirtækið" njóta óskoraðrar ríkisábyrgðar. Markmiðið um að draga úr áhættu er þá sjálfkrafa orðið marklaust.

Þið þurfið að kalla eftir skýrum svörum um þetta mál í þinginu.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.12.2007 kl. 17:25

4 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Aldrei hef ég skilið það hvernig hann Geir H. Haarde getur komist upp með að vera svona lítið áberandi sem forystumaður ríkisstjórnarinnar og þegar hann loksins talar gerir hann lítið annað en að kalla allt sem á móti blæst honum vitleysu og ömurlegt. Vona svo sannarlega að stjórnmálaferill hans vari ekki lengi í viðbót.

Greyið sjálfstæðismenn, í þversögn við sjálfa sig og með þennan mann að leiða sig 

Ísleifur Egill Hjaltason, 18.12.2007 kl. 23:09

5 Smámynd: Gísli Aðalsteinsson

Ég er ósammála þér Hlynur. Þetta er ekki fyrsta skrefið í því að selja Landsvirkjun þetta er sennilega þriðja eða fjórða skrefið. Svo virðist sem að það eigi að stilla upp fyrirtækinu þannig að það verði auðvelt að selja það við fyrsta tækifæri. En það sem ég skil ekki er af hverju VG fagnar því ekki. Ef ekki væri fyrir lán niðurgreidd með ríkisábyrgð að þá hefði Kárahnjúkavirkjun aldrei verið byggð :)

Gísli Aðalsteinsson , 19.12.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.