Leita í fréttum mbl.is

Vinstriflokkurinn í Þýskalandi er sigurvegari kosninganna

hessen

Vinstriflokknum, Die Linke, tókst að ná takmarki sínu og komst á þing á báðum sambandslöndunum, Hessen og Neðra-Saxlandi þar sem kosið var í gær. Þetta er þvert á skoðanakannanir sem bentu til þess að flokkurinn fengi ekki tilskilin 5% og það var því við ramman reip að draga. Árangurinn er sérstaklega glæsilegur í Neðra-Saxlandi þar sem þessi nýi flokkur fékk 7,1% og 11 þingmenn. Í Hessen fékk Die Linke 5,1% og mátti vart tæpara standa en það skilar 6 þingmönnum sem dugar til að fella íhaldsstjórnina í sambandslandinu.

Kristilegir demókratar undir stjórn Rolands Koch bíða afhroð í Hessen og tapa 12%. Hann byggði kosningabaráttu sína á útlendingahatri og það er gott að ekki er hægt að vinna kosningar á þeim ömurlega áróðri lengur. Það eru einnig góðar fréttir að Græningjar bæta aðeins við sig í Neðra-Saxlandi. Svo maður einbeiti sér að góðu fréttunum þá eru hægri öfgaflokkarnir langt frá því að komast að. Kratarnir vinna sigur í Hessen en tapa í Neðra-Saxlandi.

Það eru söguleg tíðindi að nýr flokkur komst á þessi tvö sambandsþing og skiptir miklu fyrir Vinstriflokkinn sem hér með er búinn að stimpla sig inn, einnig í vesturhluta Þýskalands. Áfram svona!

ndsBerliner Zeitung: Es geht nach Links

Der Spiegel: Úrslitin 


mbl.is Áfall fyrir Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott. Kalli hjá mér í kvöld...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband