Leita í fréttum mbl.is

Dálítið stoltur

Ég verð að viðurkenna það að ég meira en dálítið stoltur yfir því að Brynjar Gunnarsson bróðursonur minn fékk verðlaun Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir bestu myndröð ársins, sem nefnist  66°12´97”N og fjallar um daglegt líf Pólverja í fiskiþorpi úti á landi, nánar tiltekið Suðureyri við Súgandafjörð. Billi er í ljósmyndanámi í London og hefur unnið fyrir nokkur dagblöð hér á landi síðustu ár.

Þessi myndröð er ótrúlega flott og næm. Hluti af henni birtist í 24 Stundum 8. desember 2007.

"Um myndröðina segir, að í mörgum íslenskum sjávarþorpum séu innflytjendur næstum helmingur íbúanna og oft meirihluti vinnufærs fólks. Flestir innflytjendanna séu Pólverjar sem setjast að í þorpunum vegna þess að húsnæði þar er ódýrt og vegna þess að þeir bera umtalsvert meira úr býtum en í heimalandinu.

Anna kom til Íslands 6. mars 1998 og Jarek í september sama ár. Í Póllandi lærði Anna viðskiptafræði en Jarek er úr sveit. Þau kynntust á Suðureyri. Anna er í fæðingarorlofi og hugsar um soninn Piotr. Þar sem Jarek vinnur við beitingar og hefur sveigjanlegan vinnutíma á hann auðvelt með að vera heima og gæta sonarins á meðan Anna sinnir erindum. Fyrir eiga þau soninn Pawel sem er í leikskóla. Annað foreldri að minnsta kosti helmings barnanna á leikskólanum er af erlendum uppruna.

Dómnefnd segir, að myndröðin sé verðug heimild í yfirstandandi skráningu lífs í íslenskum þorpum á 21. öld. Vonandi að fréttablöð og tímarit á Íslandi veiti sögum sem þessari stuðning."

Það er góð tilfinning að vera stoltur frændi. 

Hér er heimasíða Brynjars: Billi.is

og hér er Flickr-síðan hans

og hér er svo bloggsíða hans og Hlínar, sem er í framhaldsnámi í arkitektúr í London. 


mbl.is „Sláandi fyndin pólitísk mynd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Til hamingju með frænda þinn.

Það er góð tilfinning að geta verið stoltur af unga fólkinu í fjölskyldunni, sem betur fer þekki ég hana líka.

Sammála því að það er góð hugmynd að "skrásetja" lífið í þorpinu og líf aðfluttra Pólverja á þennan hátt. Tvær flugur í einu höggi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Til fyrirmyndar hjá stráknum - og til eftirbreytni...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 24.2.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Kolgrima

Merkileg saga sem þarna er sögð/mynduð. Til hamingju með strákinn

Kolgrima, 24.2.2008 kl. 17:11

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með frændann.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.2.2008 kl. 20:00

5 Smámynd: Brynjar Gunnarsson

Sæll Hlynur,

Takk firir hlí orð.

Brynjar Gunnarsson, 24.2.2008 kl. 20:05

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

  Þetta eru flottar myndir hjá frænda.  Mjög næmar myndir, svo næmar að það vantar bara fiskilyktina en maður finnur hana í huganum við að horfa á myndirnar. 

Marinó Már Marinósson, 24.2.2008 kl. 20:17

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með frænda.... flott mynd og ég segi eins og Kolgríma merkileg saga sem þarna er sögð.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.2.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband