Leita í fréttum mbl.is

Með biblíuna í annarri hendi og sveðjuna í hinni

Það er augljóst að þessar kosningar í Simbabve voru ekki marktækar og það verður að boða til nýrra kosninga sem fyrst og stöðva ofbeldið sem fylgismenn Mugabes standa fyrir. Það var óhugnanlegt að sjá þann mann sverja eið þegar hann var settur í embætti í gær og auðvitað sór hann við Biblíuna (alveg eins og Bush) og svo kom "...and so help me God". Á sama tíma eru hans menn að pynta fólk og murka úr því lífið. Og Bush trúbróðir Mugabes er að plana innrás í Íran áður en hann lætur af embætti. Þessir gaurar eru óhugnaður.
mbl.is Kosningar lýstar ómarktækar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það hefur verið sagt að á hverjum tíma býr hver þjóð við þau stjórnvöld sem hún á best skilið. Maður veltir fyrir sér hvað þjóðir hafa gert af sér til að eiga skilið önnur eins skrípastjórnvöld og t.d. Zimbabwe og Ísland.

corvus corax, 30.6.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Linda

Að sverja við Biblíu gerir viðkomandi ekki "rétttrúaðan" að sverja yfir höfuð er rangt samkvæmt kristni trú. Set 2 smá vers þessu til stuðnings (og þau eru mörg) bara svo fá réttar upplýsingar um hin sanna boðskap.

Annað, Þessi maður er skrímsli og e.t.v. kallar hann sig Kristinn ég get ekki dæmt um það, en, ritningin er skír og ég leyfi mér að efast um að hann viti einu sinni hvað fjallræðan gengur út á.ég bið svo sannarlega að þjóð hans losni undan þessum harðstjóra

Matteusarguðspjall 5:33-35 

33Enn hafið þér heyrt, að sagt var við forfeðurna: ,Þú skalt ekki vinna rangan eið, en halda skaltu eiða þína við Drottin.`

    34En ég segi yður, að þér eigið alls ekki að sverja, hvorki við himininn, því hann er hásæti Guðs,

Hið almenna bréf Jakobs 5:12 

12En umfram allt, bræður mínir, sverjið ekki, hvorki við himininn né við jörðina né nokkurn annan eið. En já yðar sé já, nei yðar sé nei, til þess að þér fallið ekki undir dóm.

    35né við jörðina, því hún er skör fóta hans, né við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla konungs.

Linda, 30.6.2008 kl. 12:49

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sá veldur er á heldur ... er klassískt svar mitt um svona menn. Biblían er morðtól í höndum rangra aðila.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.6.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Mofi

Jóhanna, það er nú alltaf hægt að vísa í Biblíuna sem þeir þykjast bera einhverja virðingu fyrir til að sýna fram á að það sem þeir eru að gera er rangt. 

Mofi, 30.6.2008 kl. 13:28

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég held að við séum að segja sama hlutinn, Mofi. Það er hægt að finna sögur/frásögur um allt sem manninum viðkemur í Biblíunni allt frá sifjaspellum og barnamorðum til fegursta kærleika og ástar. Þetta endar alltaf í höndum þess sem sem á Biblíunni heldur - hvað hann velur að tileinka sér.

Ef ég held á hamri og rota mann er ég þá vond eða hamarinn?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.6.2008 kl. 15:35

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hottintotti!

Edda Agnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 15:42

7 Smámynd: Mofi

Sögur af einhverju er ekki hægt að nota til þess að réttlæta að gera eins. Biblían segir oft frá glæpum sem fólk drýgði en það er til að læra af þeim og hvaða afleiðingar þeir höfðu.  Það sem skiptir máli þegar kemur að hegðun er sú hegðun sem Guð í Biblíunni segir að er rétt.

Gæti einhver gripið sagnfræðibók sem fjallar um t.d. helförinni og sagt að vegna þeirra bókar þá ákvað einhver að gera eins; nú er það er þessari bók að kenna?

Jóhanna
Ef ég held á hamri og rota mann er ég þá vond eða hamarinn?

Hérna virkar eins og við erum alveg sammála  :) 

Mofi, 30.6.2008 kl. 15:51

8 Smámynd: Mofi

Einar, góður punktur.  Ef þeir komast yfir kjarnorkuvopn og beita þeim, hvort sem það er á Ísrael eða eitthvað annað land þá gæti það kveikt þriðju heimstyröldina... Maður veit þetta svo sem ekki en það ætti ekki að vera neinn vafi að þessi þjóð má ekki komast yfir kjarnorkuvopn.

Mofi, 30.6.2008 kl. 16:22

9 Smámynd: Nýbúinn

Nákvæmlega!!

Nýbúinn, 30.6.2008 kl. 16:39

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú nú... stríðsæsingarmenn komnir á stjá. 

 Hugsa sér.  Hér spretta menn upp úr hægindastólum sínum og hvetja til að saklaust fólk verði sprengt í tætlur.  Eg segi nú eins og maðurinn: Dísös fokking kræst !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2008 kl. 01:06

11 Smámynd: Mofi

Ómar, treystir þú stjórnvöldum sem hafa marg oft lýst því yfir að þau vilji eyða annari þjóð fyrir kjarnorkuvopnum?

Mofi, 1.7.2008 kl. 09:42

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var aðeins propaganga öfgaafla á Vesturlöndum.  Það sem hann sagði var eitthvað á þá leið að Síonistaríkið myndi falla og hverfa af blöðum sögunnar.  Í sama skilningi og Sovétríkin hurfu og eru ekki til lengur.  Hann hótaði aldrei neinni helv. eyðingu.  Það er bara bull og vitleysa.

Það er eðlilegasta mál í heimi að Íranar fari að framleiða rafmagn með kjarnorku.  Prógrammið byrjaði eitthvað um 1970 og núna er það á lokastigi.  Þeir þurfa þess vegna þess að sívaxandi þörf er fyrir orku í hraðri iðnvæðingu ríkisins, fólksfjöldi hefur nær tvöfaldast á fáum árum og þeir horfa fram á orkuskort jafnvel innan fárra ára.  Það er bara þannig.  Að framleiða rafmagn með kjarnorku þýðir einfaldlega risastökk framá við fyrir inbyggjara landsins og er eitthver hin eðlilegasta ákvörðun sem tekin hefur verið í heiminum á síðari árum. Punktur og basta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.