Leita í fréttum mbl.is

Óvinsælir og spilltir hægriflokkar

fredrik.reinfeldt

Þetta er frétt sem þarf ekki að koma neinum á óvart. En ef til vill bjóst enginn við því að hægriflokkarnir myndu vera svona snöggir að tapa trausti almennings í Svíþjóð. Þeir hanga samt saman í þessari stjórn eins lengi og þeir geta ef ég þekki þá rétt (samanber ríkisstjórn Bé og Dé-lista hér á landi).
Meira um þetta hjá Dagens Nyheter.

 

Sænska ríkisstjórnin orðin óvinsælli en stjórnarandstaðan
Ný ríkisstjórn bandalags hægri- og miðflokkanna í Svíþjóð nýtur orðið minna fylgis en bandalag stjórnarandstöðuflokkanna sem hún hrakti frá völdum í september, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birt var í dag. Njóta stjórnarflokkarnir 43,8% fylgis, en stjórnarandstöðuflokkarnir 51,2%. Bandalag stjórnarflokkanna hlaut 47,8% fylgi í kosningunum.


mbl.is Sænska ríkisstjórnin orðin óvinsælli en stjórnarandstaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú upplýstu okkur, hversu spillt er þessi ríkisstjórn. Þíðir lítið að koma með fullyrðingar án þess að röksemd fylgi með. Veit ekki betur en að ríkisstjórn vinstrimanna féll vegna spillingar og vandamála! 

Ef þú veist um einhver mál sem toppa bygginu fyrverandi forsetisráðherra og aðstæður vinnumanna þar endilega skjóttu! 

Daníel (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 19:02

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri Daníel,

ég veit ekki hvar ég á að byrja en jú t.d. á bankasölunni. Þar var vinum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks afhentar eignir þjóðarinnar á silfurfati (og ó, gleymdist að reikna með því að öll Kjarvalsmálverkin og allt listaverkasafnið væri einhvers virði!) Búnaðarbankinn var svo borgaður með Olís-aðferðinni, fyrsta afbogun tekin út úr bankanaum. Öll einkavinavæðingin telst til augljósrar spillingar og þetta er bara toppurinn á ísjakanum.

Það þarf hreint borð til að fletta ofan af allri spillingunni og það verður gert í vor þegar þessi ríkisstjóirn verður horfin á vit feðra sinna. Bestu kveðjur,

Hlynur

Hlynur Hallsson, 19.11.2006 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband