Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsing frá Saving Iceland

Það er gott hjá félögum í Saving Iceland að vekja athygli á menguninni frá Norðuráli, Century og Elkem og mannréttindabrotum fyrirtækjanna. Hér er fréttatilkynning frá Saving Iceland.

"Við mótmælum umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Fyrirhugaðar stækkanir Norðuráls og Elkem hér á landi munu leiða af sér eyðileggingu einstakra jarðhitasvæða og einnig hafa í för með sér losun gífurlegs magns gróðurhúsalofttegunda" segir Miriam Rose frá Saving Iceland (1).


Century í Vestur Kongó

Árið 2007 skrifaði Century undir viljayfirlýsingu við ríkisstjórn Vestur Kongó um byggingu álvers, súrálsverksmiðju og báxítnámu þar í landi (2). Starfsemin verður keyrð áfram af gasi og krefst 500 MW af rafmagni. Century skoðar nú hvar hentugast er að staðsetja báxít-námuna og hyggst hefja byggingu álversins eins fljótt og auðið er (3).

,,Við trúum því að Vestur Kongó hafi allt það hráefni sem þarf til að starfrækja álframleiðslu með hagnaði" segir Logan W. Kruger frá Century.

,,Kruger hefur rétt fyrir sér" segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland. ,,Transparency International segir Vestur Kongó hafa eitt spilltasta stjórnarfar í heiminum. Og það eru einmitt þannig ríkisstjórnir sem álfyrirtækin vilja helst stunda viðskipti við…" (4)

,,Það er afar ólíklegt að þeir fátæku muni nokkuð hafa upp úr þessari þróun, en munu þess í stað verða fyrir umhverfislegum áhrifum framkvæmdanna. Tekjur frá olíuframleiðslu hafa ekki skilað sér til þeirra, hvers vegna ætti það að vera eitthvað öðruvísi með báxítið?" segir Snorri.

,,Hvað varðar báxít námurnar í Vestur Kongó, er alveg ljóst að Century hyggst starfrækja stærðarinnar opna námu í líkingu við það sem önnur stórfyrirtæki vilja gera í Orissa á Indlandi og á Jamaíka, Guyana og Guinea" segir Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, en Samarendra mun fjalla um menningarleg þjóðarmorð í tengslum við álframleiðslu á ráðstefnu Saving Iceland í Reykjavíkur Akademíunni næstkomandi Miðvikudag (sjá viðbót A).

,,Alls staðar í heiminum þar sem báxítgröftur fer fram á sér stað samhliða eyðilegging umhverfisins, jafnframt sem lifibrauð fólks og heilsa þess eru tekin af þeim. Fólk búsett á Íslandi þarf að átta sig á því hvaðan báxítið sem álið er framleitt úr, kemur" segir Samarendra.

Century á Jamaíka: umhverfis- og heilsufarsógn
Fyrirtækin St. Ann Bauxite og Kaiser í eigu Century, Alcoa, Rio Tinto-Alcan og Rusal (sem á 1/3 í Century) eiga öll aðild að báxítgreftri á Jamaíka og eru sek um umtalsverða eyðileggingu regnskóga og mengun drykkjarvatns (5,6,7). Century vill nú opna nýja námu og súrálsframleiðslu í samstarfi við kínverska fyrirtækið Minmetals, en hið síðarnefnda er þekkt fyrir fangaknúnar verksmiðjur og alvarleg mannréttindabrot í Kína og annars staðar í heiminum (Sjá viðbót B).

Elkem – Íslenska Járnblendifélagið: Mengunarslys í hverri viku
Íslenska Járnblendifélagið vill nú stækka verksmiðju sína á Grundartanga í Hvalfirði, fyrir frekari framleiðslu á kísiljárni fyrir stáliðnaðinn. Verksmiðjan er nú þegar einn mesti mengunarvaldur hér á landi og losar mest magn gróðurhúsalofttegunda; aukin framleiðsla myndi leiða af sér gífurlega mengunar-aukningu (1). Í Júlí 2007 var sagt frá því að Elkem hafi 'fyrir slysni' losað stærðarinnar mengunarský frá verksmiðju sinni. Samkvæmt fréttinni orsakaðist slysið af mannlegum mistökum og haft var eftir Þórði Magnússyni, talsmanni fyrirtækisins, að sams konar slys gerist nokkrum sinnum í viku. Sigurbjörn Hjaltason, hreppstjóri Kjósarhrepps, segir þessi 'slys' yfirleitt eiga sér stað að nóttu til (8).

Um Saving Iceland
Síðasta Laugardag stöðvaði Saving Iceland vinnu í heilan dag á lóð fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Sú aðgerð, sem og þessi, er hluti af fjórða sumri beinna aðgerða gegn stóriðju á Íslandi og annars staðar í heiminum. Í júlí 2007 stöðvaði fólk á vegum hópsins einnig vinnu umferð til og frá álverinu á Grundartanga.

Saving Iceland varð til þegar íslenskir umhverfissinnar óskuðu eftir hjálp erlendis frá, til að vernda íslensk öræfi - ein þau síðustu í Evrópu - frá stóriðju. Rétt eins og Norðurál/Century, vilja Alcoa og Rio Tinto-Alcan nú reisa fleiri álver hér á landi. Til þess þarf að eyðileggja öll virk jarðvarmasvæði á landinu auk þess að reisa virkjanir í hverri stórri jökulá (sjá viðbót C).

Í ár hafa fjórðu aðgerðabúðir Saving Iceland verið settar upp á Hellisheiði, nálægt jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur en virkjunina er nú verið að stækka, m.a. til að koma til móts við kröfu Norðuráls um aukna orkuframleiðslu.

Nánari upplýsingar:
 http://www.savingiceland.org
 savingiceland at riseup.net

Viðbætur:
A.) Miðvikudaginn 23. júlí kl. 19:30 stendur Saving Iceland fyrir ráðstefnu þar sem indverski rithöfundurinn og sérfræðingur um álframleiðsluna kemur fram ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru áhrif álframleiðslu á þriðja heiminn auk þess sem hugmyndin um einhvers konar 'hreina og græna' álframleiðslu hér á landi verður brotin á bak aftur. Ráðstefnan fer fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121. Þeir sem hafa áhuga á að tala við Samarendra, taka við hann viðtal o.sv.fr. geta haft samband við einn af ofangreindum talsmönnum SI.

B.) Árið 2004 hafði Minmentals í huga að taka yfir kanadíska námufyrirtækið Noranda, en var hafnað árið 2005 vegna alvarlegra áhyggja um mannréttindabrot kínverska fyrirtækisins. Þessi skýrsla segir nánar frá mannréttindabrotum Minmetals:

Dhir, Aaron A. (2006). 'Of Takeovers, Foreign Investment and Human Rights: Unpacking the Noranda-Minmetals Conundrum', Banking and Finance Law Review, 22, 77-104.

C.) Fyrir frekari upplýsingar um áætlaðar stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, sjá: http://www.savingiceland.org/sos

Heimildir:
(1) Icelandic Ministry of the Environment (2006). Iceland's fourth national communication on climate change, report to the UNFCCC. http://unfccc.int/resource/docs/natc/isl…

(2) AZ Materials News (2007). Century Aluminium to Build Aluminium Smelter in Republic of Congo. http://www.azom.com/News.asp?NewsID=7734

(3 ) Afrique en Ligne (2008). Congo to build aluminium smelter in Pointe-Noire. http://www.afriquenligne.fr/news/africa-…

(4) Transparency International (2006). Corruption Perceptions Index 2006. Transparency International, Berlin.

(5) Zadie Neufville, April 6, 2001, 'Bauxite Mining Blamed for Deforestation'. See http://forests.org/archive/samerica/baux….

(6) Mines and Communities report,'Bauxite Mine Fight Looms in Jamaica's Cockpit Country', 24th October 2006. http://www.minesandcommunities.org/artic….

(7) Al Jazeera (2008). Environmental damage from mining in Jamaica, June 11, 2008 News. Available through http://www.youtube.com/watch?v=vJa2ftQwf….

(8) MBL.is (2007). Reykur frá járnblendiverksmiðjunni Grundartanga. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/07…


mbl.is Mótmælum á Grundartanga lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að birta þetta Hlynur. Það eru allt of margir sem bara vita þetta ekki.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Svo að það komi fram að þá styð ég ekki aðgerðir ykkar umhverfisverndarsinna. Í fyrsta lagi tel ég að umhverfisverndarsinnar á Íslandi séu á villigötum. Á meðan að virkjun fallvatna og jarðvarma til stóriðju er mótmælt á Íslandi af misvitrum fólki sem að er mismikið upplýst um málefnið, er bent á Ísland sem fordæmi í umhverfisvernd úti í hinum stóra heimi fyrir að nýta fallvötn og jarðvarma fremur en brenna jarðefnaeldsneyti til raforkuframleiðslu fyrir stóriðju.

Í annan stað finnst mér algjörlega óþolandi að fólk komist upp með loka umferð og valda öðru fólki ama og óþægindum til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hvað er að einföldum mótmælafundum. Ég lít á mótmæli þar sem að umferðalög er brotin og þegar fólk setur sjálfan sig og aðra í hættu ekki sem friðsöm mótmæli. Einnig finnst mér íslensk lögregla allt of lin við mótmælendur. Fólki sem að kemur gagngert til þess að brjóta lög og valda öðru fólki óþægindum á að vísa úr landi.

Og af hverju að mótmæla álveri í Vestur Kongó á Íslandi. Ég á mjög einfalt svar við því. Af því á Íslandi erum við svo ólýsanlega lin við þessa mótmælendur og þess vegna miklu auðveldara að brjóta lög og valda óþægindum hér á landi. Í Vestur Kongó væri mótmælendum fleygt inn í svartasta svarthol og látin dúsa þar lengi, og það með réttu.

Svo að það fari ekki á milli mála á styðja ykkur ekki allir. Þið eruð öllum til ama og svartur blettur á samfélagi okkar. Drullið ykkur heim.

Jóhann Pétur Pétursson, 21.7.2008 kl. 19:24

3 Smámynd: kaptein ÍSLAND

jamm endilega DRULLIÐ YKKUR HEIM ,HEILALAUSU MÓTMÆLENDUR!!!!!!!!bara hafragrautur í hausnum á ykkur 

kaptein ÍSLAND, 21.7.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir ábendingar þína Eva á hér á moggablogginu. Þörf og góð rödd í umræðuna.

Það sama get ég hinsvegar ekki sagt um Jóhann Pétur Pétursson. En sem talsmaður umhverfissóða og álverssinna er hann ágætur. Ekki málefnalegur og frekar dónalegur. Semsagt talsmaður álrisanna.

Svona eins og þessi "Kapteinn Ísland". Afar málefnalegur eða þannig. En muna að skrifa undir réttu nafni á hér á síðuna í framtíðinni.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 21.7.2008 kl. 20:15

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Vestur Kongó hafa eitt spilltasta stjórnarfar í heiminum. Og það eru einmitt þannig ríkisstjórnir sem álfyrirtækin vilja helst stunda viðskipti við…" (4)

Tađ er skelfilegt ađ sja fullorđiđ folk bulla svona. Eg hef reyndar ekki kynnt mer nakvaemlega hvar eđa hvernig Century er međ viđskipti sin, en eg hef kynnt mer tađ hja Alcoa, og tađ geta allir gert, enda ađgengilegt a netinu.

Reyniđ nu ađ vaxa upp ur unglinga- rottaeklingnum i ykkur og haettiđ ađ kuka a kerfiđ. Og tu Hlynur, ert flokknum tinum til skammar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.7.2008 kl. 21:07

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

En hvað er málið með þá hentistefnu sem mótmælendur hafa gagnvart myndavélum? Ef eitthvað hallar á þá og þeirra málstað, þá rjúka þeir strax til og reyna að koma ég veg fyrir að myndir náist af því. Eitthvað sem þeir myndu sjálfir fordæmi ef aðrir myndu gera það sama.

Talandi um umhverfisvernd.

Nú hefur boðskapurinn um að CO2 muni leiða til þess að milljónir, tug milljónir og jafnvel hundruð milljóna manna muni verða hungri að dauða í heiminum vegna hækkandi hitastigs. 

Núna hefur boðskapurinn náð í gegn og bio-dísel til að leysa kolefniseldsneyti af hólmi er að leiða til þess að milljónir, tug milljónir og jafnvel hundruð milljóni muni farast úr hungri.

nice going.  

Fannar frá Rifi, 21.7.2008 kl. 21:16

7 identicon

Þú veist þá líklega Gunnar um þrælabúðir (sweat shops) Alcoa í Hondúras, þar sem kjör verkamanna eru svo bág að þeir þurfa að selja blóð í bókstaflegri merkingu til að hafa ofan í sig. http://www.nlcnet.org/reports.php?id=277 En það er sjálfsagt engin spilling hjá stjórnvöldum sem taka þátt í slíku.

Eigum við að ræða aðild Century að stríðinu í Tjetjeníu? Eigum við kannski að tala um Wayuu indjánana og bændurna í Kólumbíu sem voru drepnir í kjölfar námustækkana Glencore fyrir nokkrum árum?

Eða eigum við kannski að ræða siðsemi þess að Suður-Afríka framleiði rafmagn fyrir Alcoa á meðan 30% íbúanna hafa ekki rafmagn til heimilisnota?  

Spilling, seisei nei, þetta eru auðvitað allt hinir mestu kórdrengir sem álfyrirtækin sækja í að semja við.  

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 01:59

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Við vitum nú öll hvernig fer fyrir ríkjum sem eru "boycottuð" vegna spillingar eða óvinsæls stjórnarfars - þar er íbúum haldið í gíslingu vestrænna þrýstihópa og fá að lepja dauðann úr skel á meðan meðlimur Saving Iceland sofa rótt.

Nú fyrir utan að fyrirtæki sem láta sig hafa það að taka áhættuna og stofna til reksturs i spilltum ríkjum þurfa að þjálfa upp starfsfólk til að auka verðmæti þess (og spara sér dýra erlenda starfsmenn) og slíkt getur ekki kallast neitt annað en "menntun í boði stórfyrirtækjanna".

Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í þessu verkefni olíufélagsins Total í Kongó. Megi vestrænir siðapostular seint stöðva innrás vestrænna fyrirtækja inn í auðlindaríka Afríku.

Geir Ágústsson, 22.7.2008 kl. 14:46

9 identicon

Imthedead: Það er ekkert hæft í því að fólk á vegum SI sé keypt hingað til að mótmæla, en auk þess eru sambærilegar hreyfingar aðgerðasinna sem mótmæla stefnu Bandaríkjamanna í umhverfismálum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 15:27

10 identicon

Geir, þú ert því miður ekki einn um það að vera stoltur af rányrkju Vesturlanda í Afríku. Ég skil ekki slíkan hugsunarhátt og það er áreiðanlega alveg tilgangslaust fyrir mig að reyna að opna augu þín fyrir siðferðislegu hliðinni á þessari stefnu. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 15:39

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Eva,

Hvað er siðferðislegt við að láta Íslendinga lifa af láglaunaðri ferðaþjónustu (úbbs niðurtroðinn fjallagróður), sveiflukenndum fiskveiðum (úbbs mengandi fiskiskip) og loftinu hreina?

Hvað er siðferðislegt að láta tækja- og tæknilausa Afríkubúa lifa af láglaunaðri ferðaþjónustu (úbbs verndaðir þjóðgarðar), sveiflukenndum landbúnaði (úbbs jarðvegsálag) og loftinu hlýja?

Þér er vitaskuld velkomið að setjast í fílabeinsturn "siðferðis" og hrækja þaðan á þá sem finnst brauðstritið ennþá vera þess virði, en þú afsakar vonandi að ég spenni upp regnhlífina til að forðast að hrákar þínir lendi á mér. 

Góðar stundir. 

Geir Ágústsson, 22.7.2008 kl. 16:04

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú ert góður penni Geir, það er líka mikið en ekki allt.

Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 16:26

13 identicon

Siðleysið felst í því að fólk sem gat lifað af landbúnaði eða fiskveiðum er rekið frá heimilum sínum, stundum með lögregluvaldi, aðrir missa vatnsból sín, margir missa heilsuna, allt til þess að örfáir menn geti sukkað í vellystingum.

Ég minnist þess nú ekki að hafa étið fjallagrös og búið í torfkofa á meðan var bara eitt álver í landinu og ef við erum ekki sammála um að það sé ósiðlegt að drepa marga til þess að fáir geti fengið allt sem þeim dettur í hug, þá kemur ekkert út úr samræðum okkar nema tilgangslaus þræta.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.