Leita í fréttum mbl.is

Áfram Magga Blöndal

Það er stórkostlegt hvað hægt er skapa góða stemningu með jákvæðni og bjartsýni. Margrét Blöndal tók verkefnið að sér og stendur uppi sem hetja. Það var allt annar bragur á þessari Verslunarmannahelgi en þeim síðustu hér á Akureyri og það sannaðist að aldurstakmörk á tjaldstæðin voru ekki leiðin til að laga hlutina. Það er hægt að gera kraftaverk með góðu skipulagi, bjartsýni og með því að skapa góða stemningu. Vissulega var fyllirí og einhverjir með læti en sem betur fer var það ekki yfirgnæfandi. Karlahópur femínistafélagsins var áberandi hér á Akureyri og stóð sig afar vel og það var gott að sjá ungt fólk með barmmerkin þeirra. Takk Magga, fyrir að redda heiðri Akureyringa.


mbl.is Fjölmenni á flugeldasýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Tek undir með þér.  ÁFRAM MAGGA

Dunni, 4.8.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Anna Guðný

Magga er flott og stóð sig eins og hetja. En hún var ekki ein. Það voru líka öll við hin sem stóðum með henni. Þessar hátíðir okkar hér verða aldrei eins góðar og við viljum, nema við tökum þátt í alvöru og annað hvort mætum á það sem er í boði eða bjóðum upp á eitthvað sjálf.Það gerðum við líka núna.

Anna Guðný , 5.8.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Möggu tókst það sem Braga tókst ekki.... okkur Akureyringum fannst við eiga í þessari hátíð og menning okkar og saga skipti máli... ekki bara að einhverjir óskilgreindir aðilar væru að gera út á aura aðkomumanna.

Strax og maður heyrði uppleggið... bros, pylsur með rauðkáli, Valash og allt hitt átti maður í þessari hátíð og hún varð hátíð heimamanna sem voru að bjóða til veislu.

Magga Blöndal, Akureyrarstofa, bæjarstarfsmenn, íþróttafélögin og við öll hin.... þetta var okkar hátíð.... til hamingju...þetta er hægt.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.