Leita í fréttum mbl.is

Eru kanarnir að ganga af göflunum?

abelajohnb-1150883873

Það væri nú eftir öllu ef kanarnir kysu yfir sig annan hálfvita strax á eftir Bush. Og þessi Sarah Palin er greinilaga hægrisinnaðri en helvíti (ef það væri til:) Hún er á móti fóstureyðingum líka þó að konum hafi verið nauðgað. Henni er mein illa við homma og stendur fyrir afturhaldssömustu gildi sem finnast í myrkviðum Ameríku. Það er dálítið skondið að sumir sjálfstæðismenn á Íslandi skuli samsama sig þessi öfgaliði. Repúblikanaflokkurinn er með stefnuskrá sem er svo langt til hægri að manni verður óglatt.

En sem betur fer heldur maður enn í vonina um að skynsemin ráði vali meirihluta þeirra fáu sem nenna að kjósa í BNA og að Obama vinni þetta. Það væri betra fyrir heiminn. Það er komið nóg af stríðsóðum trúarbrjálæðingum á forsetastóli í BNA.


mbl.is McCain nær forskoti á Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Nákvæmlega...

Birgitta Jónsdóttir, 8.9.2008 kl. 09:57

2 identicon

Er gjörsamlega sammála!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:44

3 identicon

Kommúnismi er helvíti, það hefur sagan margsannað.

Ég held að Demókratar séu farnir að sjá eftir að velja ekki Hillary í staðinn fyrir þennann loddara sem þeir völdu.

Olgeir Marinósson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Er ekki nema von að þú spyrjir. Það sem bandaríkjamenn virðast ekki átta sig á er að ef þeir kjósa McCain og repúblikana klíkuna yfir sig enn einu sinni eru Bandaríkin búin að festa sig endanlega í sessi sem "rouge nation" og eiga sér varla viðreisnar von. Almennt fyrirlíta hægrimenn í Evrópu repúblikana í dag, ekki nema þeir örfáu einstaklingar sem líta á kosningar sem fótboltakeppni og halda því með þeim sem þeir telja "sína menn", burt séð frá öllum hugsjónum. Almennir kjósendur hægriflokka virðast hins vegar fatta það að demókratar hafa mun meira sameiginlegt með evrópskum hægriflokkum en repúblikanar. Á það líka við um Sjálfstæðisflokkinn. Dansk folkeparti og aðrir hægriöfgaflokkar í Evrópu eru þeir einu sem svipar til bandaríska Repúblikanaflokksins. Enda fannst mér greining bresks kunningja míns, sem er harður íhaldsmaður Repúblikanaflokknum nokkuð góð. "I have spent my live supporting American foreign policy and then these idiots [þ.e repúblikanarnir] destroy all the goodwill the US has built up in Euorpe over the decates in a matter of few years".

Guðmundur Auðunsson, 8.9.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það ku vera stutt á milli helvítis og frjálshyggjunnar.....

Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.9.2008 kl. 11:31

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég skil ekki hvaðan þessi kona sprettur fram á sjónarsviðið í nútúimanum eins arfagömul og úrelt viðhorf og hún hefur. Eitthvað bogið við þessa glansmynd af henni. Virkar eins og upplýst nútimakona alveg þar til hún opnar munninn og byrjar að tala. Þá hljóma afturhaldsraddir fortíðar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 12:00

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er a.m.k. hræddari við að þetta lið myndi svarthol í heiminum en vísindatilraunin sem framkvæma á á miðvikudag.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 13:01

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta hefur virkað ágætlega hjá þeim og trúarnöttarar í æðstu stöðum hvarvetna verið í vasanum á þeim og þeir því fengið að vaða áfram alveg að vild - eins og blasað hefur við. Því er eðlilegt að þeir reyni framhald í sama stíl.

Baldur Fjölnisson, 8.9.2008 kl. 13:36

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.9.2008 kl. 15:26

10 Smámynd: Róbert Björnsson

Nei fjandakornið... það eru 2 mánuðir eftir og Obama á eftir að rúlla þessu upp á lokasprettinum.  Það er ekkert að marka skoðanakönnun sem er tekin 2 dögum eftir flokksþing Repúblikana...minni á að staðan var allt önnur fyrir viku síðan eftir Demókrata-þingið.  Þar fyrir utan er "electoral college" kerfið "okkur" í hag í þetta skiptið...eins og sjá má á www.pollster.com eru Obama með örugga forystu kjörmanna og swing-fylkin Ohio og Michican líta vel út og góður möguleiki á Virginia og Colorado.  Þetta reddast!

Annars er þessu pakki bara ekki viðbjargandi og ég flyt héðan með det samme... erhm...sagði reyndar það sama árið 2004...

Róbert Björnsson, 8.9.2008 kl. 18:58

11 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Danske  folksparti hefur verið demonisaður af fjölmiðlum fyrir að vera ekki political correct

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.9.2008 kl. 21:52

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður Hlynur!

Róbert tók eiginlega af mér ómakið, kerfið er svo ruglað þarna, að lítið oftast nær er að marka svona heildarkannanir, einstök ríki og kjörmenn ráða úrslitum, ekki atkvæðamagnið í heild.

Ég myndi svo frekar segja, að skárra yrði að fá Obama, en reynslan kennir nú að þegar hagsmunir Bandaríkjanna eru annars vegar, þá skiptir engu hver forsetinn er og ég sé til dæmis ekkert friðvænlegra í austurlöndum nær þótt hann sigri.

Magnús Geir Guðmundsson, 8.9.2008 kl. 23:20

13 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Manstu eftir því Hlynur að skynsemi hafi einhvern tíma ráðið einhverju í kosningum í Bandaríkjunum? Þar ráða sjónvarpsauglýsingar og auglýsingamennska almennt. Þetta á ekkert skylt við pólitík, hvað þá skynsemi.

Haraldur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 00:08

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afstaða vinstri manna eins og þín, Hlynur, er hvatning fyrir æ fleiri Bandaríkjamenn til að að kjósa þá blöndu af góðum stefnumálum sem McCain og Palin bera fram í kosningabaráttunni. Sjálfur virðistu eiga of erfitt tilfinningalega séð í sambandi við þessi mál til að geta hugsað af rósemi um Palin; það sviptir þig allri getu til að skrifa um sjónarmið hennar með hlutlægum hætti.

Gæluhugsjón ykkar róttæklinga að mega í "frelsi" ykkar senda ófædd börn í dauðann mótar orð þín um það efni, og svo skrökvarðu því upp á Söru Palin, að henni sé "meinilla við homma," en þetta er þinn skáldskapur (ég hélt þú værir myndlistarmaður), hún á ýmsa homma fyrir vini og kunningja!

Já, stóru orðin gerast nú æðiódýr á síðu þinni. 

Jón Valur Jensson, 9.9.2008 kl. 03:11

15 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Allar öfgar hvernig sem uppruni þeirra og túlkun varðar, er ekki af því góða.

Sennilega mun heimurinn eiga erfitt með að sætta sig við að öfgamenn framlengi valdasetu í Hvíta húsinu sem í upphafi var litið á sem tákn friðar, bræðralags og jafnréttis. En nú hefur einhver versti hrokagikkur sögunnar verið þrásetinn þar og kannski kominn tími fyrir Bandaríkjamenn að huga betur að hvernig  málum er komið. Fyrir langt löngu hefði verið kominn tími að hreinsa óværuna út.

Óskandi er að Bandaríkjamenn velji fremur friðsaman demókrata fremur en öfgasinnaða repúblikana. Sú var tíðin að repúblikanar kváðu demókrata hafa hafið langflest stríðin sem Bandaríkjamenn hafa flækt sig í. Dugar að nefna báðar heimsstyrjaldirnar og stríðið í Víetnam. Nú eru repúblikanar að toppa demókrata með þessu óskiljanlega stríði í Írak sem enginn venjulegur menntaður einstaklingur sé réttlætanlegt. Þá var umdeilt valdaplott í Chile þegar Nixon stjórnin réð þar vestra á sínum tíma og áður en Watergeitarmálið varð henni að falli.

En tilgangurinn helgar víst meðalið: stóriðjan og hergagnaiðnaður Bandaríkjamanna krefst sinna tolla refjalaust og með skilum. Hvoru tveggja kyndir undir kosningamaskínu repúblikana til að tryggja áframhaldandi hreðjataki þeirra á heimsbyggðinni, rétt eins og herveldi Rómverja byggðist á forðum. En þegar að fallinu kom, varð það mikið og því miður á sagan eftir að endurtaka sig. Eigi má gleyma að BNA er skuldsettasta ríki heims og sennilega hrynur þaðinnan frá þegar að skuldadögum kemur og ekkert verður að gert til að hindra fall þess. Þá er eins gott að smáþjóð eins og Íslendingar hafi borð fyrir báru og temji sér að hugsa virkilega sjálfstætt og óháð þjóð gagnvart ofurvaldinu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.9.2008 kl. 07:48

16 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe...Jón Valur segir Palin eiga "ýmsa homma fyrir vini og kunningja"...ekki get ég þvertekið fyrir það, frekar en að Jón Valur sjálfur eigi ýmsa homma fyrir vini og kunningja en hitt veit ég þó að kirkjan hennar Söruh stendur fyrir "pray away the gay" samkomum og í nýlegum bæklingi frá þeim stendur orðrétt "You'll be encouraged by the power of God's love and His desire to transform the lives of those impacted by homosexuality".  (sjá hér)

Því leyfi ég mér að fullyrða að þeir ýmsu hommar sem Sarah Palin á fyrir vini og kunningja hljóta að eiga í einhverri furðulegri og sorglegri tilvistarkreppu!

Róbert Björnsson, 9.9.2008 kl. 17:18

17 Smámynd: Ransu

"Pray away the gay". þvílík snilld.  Það er ekki hægt að segja annað en að kaninn kunni að búa til "catchy" slagorð.

Ég trúði ekki að kaninn mundi kjósa Bush til að byrja með, ég trúði því alls ekki að þeir myndu kjósa hann í annað sinn og ég trúi því engan vegin að þeir kjósi McCain.

Heyrði þó þennan hjá Jay Leno. (spurning:) "He may possebly become the first black president of USA?"

(Svar:) "Jack Black".

Ransu, 9.9.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband