Leita í fréttum mbl.is

Davíð Oddsson leikur píslarvottinn vel

491437.jpg

Maðurinn sem ber ábyrgð á einkavinavæðingu bankanna, löggjöf sem sleppti bönkunum lausum sem varð til þess að þeir gátu vaxið eins og þeir vildu sem endaði með ósköpum, var í Kastljósviðtali í gær. Og hann er saklaus píslarvottur að eigin mati. Sumir áhangendur Sjálfstæðisflokksins trúa öllu sem hann segir og tala um að hann sé lagður í einelti. Aumingja maðurinn.

Davíð Oddsson tekur ekki mark á skoðanakönnunum sem sýna að innan við 10% þjóðarinnar treysta honum af því að "Baugsmiðlarnir" birtu þessar kannanir. Hann er staddur í fílabeinsturni og greinilega ekki í sambandi við neitt. Hefur maðurinn ekki gert næga óskunda nú þegar? Nei, hann er sennilega bara rétt að byrja. Best væri ef hann gerði alvöru úr hótunum sínum og færi aftur í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá væri hægt að fella hann í kosningum. Bless Davíð.


mbl.is Helgi Magnús: Davíð sendi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Hér er athyglivert smásýnishorn 

  http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw

Hlédís, 25.2.2009 kl. 09:32

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Ertu ekki að grínast með þessum pistli?  Tekur þú virkilega mark á könnun með marktækni upp á 30% eða 40%?  Er það "ÞJÓÐIN" ?  Haltu bara áfram að mála og reyna að komast á listamannalaun.  Þú gefur svo mikið til samfélagsins er það ekki?

Guðmundur Björn, 25.2.2009 kl. 10:32

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir tengilinn á myndbandið Hlédís.

Frábært hvað sumir taka bara mark á sumum könnunum, Guðmundur Björn:) Þér að segja hef ég aldrei málað neitt nema húsið. En þú getur kynnt þér hvað ég hef verið að gera í myndlistinni hér.

Og til Halldórs: Þessi lög setti Davíð sjálfur, sem forsætisráðherra!

Svo vil ég mynna fólk á að skrifa undir fullu nafni.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.2.2009 kl. 12:20

4 identicon

Nýtt hugtak hefur skotið upp kollinum. Það er: "Davíðssannleikur". Það þíðir að ef þú fullyrðir að þú hafir sagt eitthvað sem er algjörlega andstætt því sem þú sagðir í raun, þá er það davíðssannleikur.

Það er hreint með ólíkindum hvað margir trúa davíðssannleik. Líklega er það fólk sem hefur ekkert fylgst með fréttum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 12:24

5 Smámynd: Jóhann Ólafsson

Auðvitað er þetta allt Davíð að kenna eins og þið VG þreytist seint á nefna. En hverjir eru núna í ríkisstjórn og hvað er að gerast núna ? Nú á ekki að fara í mál við Bretana. Þarf að minna þig að yfirlýsingar leiðtoga þíns um málið fyrir áramót ? Það eru fleiri yfirlýsingar sem hægt er að draga fram ef þú vilt. 

Jóhann Ólafsson, 25.2.2009 kl. 12:50

6 identicon

Húnbogi, þar sem þú kallar þig "ljósku" þá er þér hér með fyrirgefið þetta bull sem þú kallar "Davíðssannleikur".

Davíð stóð sig rosalega vel í kastljósinu í gær og það á móti einum besta og harðasta spyrli fjölmiðlana.

Hann sýndi það og sannaði að hann er og mun alltaf verða KÓNGURINN!

Ríkey Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 13:45

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Davíð er mjög mælskur, það vitum við öll. En þar með er ekki sagt að það sem hann lætur út úr sér er satt eða að minnsta kosti hálfsatt. Hvað t.d. um svona frasar eins og: "Ég veit um fleiri dæmi en ætla ekki að segja það hér", "margir koma til mín af því ég er einasti maður sem þetta fólk treystir" (þetta endurtók hann í viðtalinu í gær nokkrum sinnum). Margt sem Davíð sagði í gær er hægt að reka ofan í hann þegar upptökur frá fyrri tíð eru skoðaðar.

Úrsúla Jünemann, 25.2.2009 kl. 15:17

8 identicon

Davíð Oddsson er siðblindur skrökvari, sorglegur trúður.

 

ég er sammála bloggara sem kallar sig Núma, þegar hann segir:  ,, ..

eigendur þessa lands eru örfáar samtengdar klíkur ofverndaðra glæpamanna.”

– ég gæti ekki orðað það skýrar.

 

Davíð Oddsson er einn aðaleigendanna; einn þeirra sem sérhönnuðu leikreglur

samfélagsins til að þær féllu að öllum meginkröfum hins ,,frjálsa”

fjármálamarkaðar – og setti þar með samfélagið allt að veði. öll önnur

gildi hringsnerust svo um þarfir (og nautnir/ fíkn) fjárglæframanna.

 

svo varð Davíð bæði hræddur og hneykslaður þegar ný klíka, sem kunni að búa

til gerviverðmæti úr akkúrat engu, í GRÍÐARlegu magni, ógnaði veldi hans og

vina hans – og reyndi , án efa, að múta honum.

 

en börnin mín og börnin þeirra eru veðsett, sama hvað Davíð grenjar á samúð

og talar niður til hins almenna Íslendings. Davíð gerði ekkert til að koma

í veg fyrir það; hann tók ekki gjaldeyrislán þegar þurfti. hann varaði

engan við (nema kannski innvígða peningamenn) fyrr en 30. september – þegar

hann vissi að engu yrði lengur bjargað.

 

og þá gerði hann það án efa til þess að hann gæti sagst hafa varað einhvern

við.

 

hann talaði eins óábyrgt og nokkur seðlabankastjóri gæti hugsanlega talað –

eins og ómenntaður vitleysingur, strax fyrstu dagana eftir hrun bankanna.

 

en - !!! það sem er verst, er að Davíð Oddssyni tekst einhvern veginn

alltaf að vera þungamiðjan.

 

við erum enn með þennan siðblinda trúð sem sentralfígúru allrar umræðu, sem

vegna áratuga setu hans á öllum valdastólum, alls staðar, er orðin

tilfinningaþrungin umræða í stað rökvissrar eða yfirleitt vitrænnar.

 

Leikreglurnar, - sem við samþykkjum alltaf, aftur og aftur - leyfa þessum

siðblinda trúð og mönnum eins og Guðlaugi Þór að þvælast allsstaðar,

alltaf, fyrir heiðarlegu fólki,lífi þess og hugsun.

 

Davíð er ekki sá eini,bara ýktasta dæmið (sem er orðið að athlægi um allan

heim reyndar).

 

hver sem hefur völd svona lengi, verður svona. – hvernig væri Steingrímur

J. eftir 18 ár í valdamestu embættum landsins? – spyrðu sjálfan þig að því,

Hlynur – hvernig yrðir þú sjálfur ef þú réðir öllu sem þú vildir á Akureyri

í nokkra áratugi.

 

ég veit vel að þetta hljómar naívt, - en fyrir mér er þetta

höfuðvandinn – skortur á beinu lýðræði, skortur á valddreifingu.

 

að einhverjir trúðar hafi áskrift að völdum og peningum, hvar og hvenær sem þeim sýnist, hvort sem þeir heita Davíð, Össur, Árni Johnsen eða Guðni Ágústsson.

 

það er kannski þessi ljóti sannleikur (sem ég hef alltaf vitað reyndar) sem

íslenskur almenningur er að fá soldið í fésið einmitt núna:

 

að leikreglurnar sjálfar eru rangar, sérhannaðar fyrir stjórnmálamennina og

embættismannastéttina.

 

og einhvern veginn ekki sjáanlegt að það sé eitthvað að fara að breytast: 

 

VG eru farin að hegða sér þvert á yfirlýsta stefnu og formaðurinn hættur að

leggja málin í hendur Flokksins. sem var auðvitað vitað mál að myndi

gerast.

 

beint lýðræði bjargar okkur e.t.v. ekki frá ægivaldi trúðanna. því trúðar eru gjarnan mjög góðir oratorar, og hala inn atkvæði með stanslausum kjaftavaðli. en - það myndi a.m.k. tryggja að við gætum kosið um að skipta út einum trúð reglulega fyrir annan.

 

kannast lesendur e.t.v. við orðið SIÐVIT?

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 15:59

9 Smámynd: Indriði H. Indriðason

Ég vil vekja athygli á vefsíðu, www.profkjor.politicaldata.org, sem er nýstofnsett. Tilgangur vefsíðunnar er að skapa vettvang þar sem kjósendur geta nálgast upplýsingar um frambjóðendur og stefnumál þeirra auk annarra upplýsinga tengdum prófkjörunum/forvölunum. Vefsíðan er opin frambjóðendum allra flokka í öllum kjördæmum en það er undir frambjóðendunum sjálfum komið að færa inn upplýsingar um sig og stefnumál sín. Ef frambjóðendur kjósa eru færslur af þeirra eigin bloggum birtar sjálfkrafa á vefsíðunni. Það gefur t.d. kjósendum möguleika á að skoða bloggfærslur allra frambjóðenda flokksins í tilteknu kjördæmi – og jafnvel takmarkað við tiltekið sæti á listanum – á einum stað. Það er von okkar að vefsíðan efli pólitíska umræðu og gefi kjósendum aukið færi á að taka málefnalega afstöðu.

Frambjóðendur geta skráð sig hér: http://www.profkjor.politicaldata.org/wp-login.php?action=register

Indriði H. Indriðason, 3.3.2009 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.