Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

60 metra eldsúlur úr olíuhreinsistöð

statoilÞessi bruni í olíuhreinsistöðinni í Bergen ætti að vera okkur víti til varnaðar. Frekar fáranleg hugmynd að ætla að klessa einni svona á Vestfirði. Af hverju geta stjórnvöld ekki einbeitt sér að vandanum sem liggur fyrir, kvótaruglinu og byggt heldur upp lífvænlega atvinnustarfsemi á Vestfjörðum frekar en að villa um fyrir fólki með einhverjum stóriðjudraumum. Það er nóg af fínum hugmyndum sem eru smáar en margt smátt gerir eitt stórt og það er auk þess betra fyrir alla. Fréttin af brunanum mikla á visir.is er betri en sú á mbl.is.
mbl.is Mikill bruni í olíuhreinsunarstöð skammt frá Bergen í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru málin?

geirogsollaÞessi sáttmáli er vonbrigði. Hvað um að taka okkur af lista hinna viljugu? Hvað með stóriðjuhléið? Samfó virðist hafa guggnað á öllu. Íhaldið heldur í sína ráðherra og bætir við sig heilbrigðismálum. Staðan er 5-1 fyrir karlana hjá íhaldinu sem er ekki góð byrjun fyrir konurnar. Eru þær vanhæfar að mati Geirs?  Gott að samgöngumálin eru samt komin úr höndum Sturlu. Kristján Möller drífur vonandi í að koma á strandsiglingum, lengingu flugbrautar á Akureyri og bora Vaðlaheiðargöng um leið.  Heilt á litið er þessi stjórn ekki sú framfarastjórn sem var lofað. Frekar óbreytt ástand hjá Sjöllunum og Samfó því miður ekki að standa við stóru orðin. Ég sé ekkert um afnám biðlistana þarna! Átti ekki að fækka ráðuneytum?

mbl.is Ágreiningur um þjóðareign á náttúruauðlindum verði leiddur til lykta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppniseftirlitið að standa sig

frumherji adalskodun

Loksins er Samkeppniseftirlitið að virka. Það vakti furðu þegar Frumherji keypti Aðalskoðun í vetur. Ég bloggaði um málið og DV tók málið upp. Það er ástæða til að óska Samkeppniseftirlitinu til hamingju með þessa ógildingu á samrunanum. Menn eru að vinna vinnuna sína með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Í frétt mbl.is segir:

"Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna Frumherja og Aðalskoðunar og segist telja, að samruni félaganna hindri virka samkeppni á markaði fyrir skoðun skráningarskyldra ökutækja og markaðnum fyrir skoðun á aðstöðu, hreinlæti og innra eftirliti vinnsluleyfishafa í sjávarútvegi.

Frumherji keypti í janúar allt hlutafé Aðalskoðunar og segir Samkeppniseftirlitið, að í því felist samruni félaganna tveggja í skilningi samkeppnislaga. Félögin séu hin einu sem starfi á fyrrgreindum mörkuðum og því sameiginlega í einokunarstöðu þar. mörkuðum. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að samruni félaganna hindri virka samkeppni á þessum mörkuðum og vinni þannig gegn markmiði samkeppnislaga."


mbl.is Samruni Aðalskoðunar og Frumherja ógiltur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beint fraktflug frá Akureyri til Evrópu

ak.flugvöllurÞað eru gleðileg tíðindi að Norðanflug sé að hefja beint fraktflug frá Akureyri til Evrópu. Nú þarf ekki að keyra allan fiskinn suður í flug svo þétta léttir á vegakerfinu og er afar umhverfisvænt. Í frétt á mbl.is segir:

"Starfsemi Norðanflugs ehf., félags um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, er formlega hafin. Segir félagið, að fyrsta fraktflugið á vegum félagsins verði þann 3. júní en þá verði flogið með vörur frá Akureyri til Oostende í Belgíu.

Norðanflug mun fljúga þrisvar í viku til að byrja með, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Segir félagið að Oostende í Belgíu hafi orðið fyrir valinu vegna góðrar legu með tilliti til dreifingar á fiski innan Evrópu. Þaðan sé einungis um tveggja stunda akstur til Boulogne sur Mer í Frakklandi, sem sé áfangastaður stærsta hlutar þeirra fersku fiskflaka sem fara með flugi frá Íslandi."

Daginn eftir hefst svo beint flug til Köben á vegum IcelandExpress eftir hlé. Nú þarf að ganga í það að lengja flugbrautina og taka upp flug allt árið til Evrópu því það munar miklu fyrir okkur íbúana hér og einnig fyrir ferðamennskuna á Norðurlandi. Hingað til hefur áhuga skort hjá samgönguráðherra en nú getur maður verioð bjartsýnn því ástandið getur ekki versnað.


mbl.is Norðanflug hefur fraktflug í byrjun júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útskriftarsýning nemenda Myndlistaskólans á Akureyri opnar í dag, laugardag klukkan 14

mynd_list

Þrítugasta og þriðja starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans að Kaupvangsstræti 16. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.

Eftirtaldir nemendur útskrifast úr sérnámsdeildum skólans: Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Charlotta Þorgils, Sigurlín Margrét Grétarsdóttir, Steinn Kristjánsson, Steinunn Ásta Eiríksdóttir, Sveinbjörg Ásgeirsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Hjalti Jónsson, María Hafsteinsdóttir og Petra Sæunn Heimisdóttir.

Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri um helgina. Sýningin verður opin kl. 14 til 18 laugardaginn 19. maí og sunnudaginn 20. maí.

Hér er svo glæsileg heimasíða skólans. Þar má meðal annars fá allar upplýsingar um skólann, umsóknarblöð og sjá útskriftarverk Eyrúnar Eyjólfsdóttur frá því í fyrra sem var svo tilnefnt til Eddu verðlaunanna 2007.


Ríkisstjórnin steig niður á uppstigningardag

Geir.Haarde jón.sig

Ríkisstjórnin steig niður á uppstigningardag, Geir og Ingibjörg Sólrún ætla að "ræðast við" og ég er með gubbupest. Þetta er einhvernvegin allt í stíl.


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti kosturinn í stöðunni

ny-vgstjorn

Það eru blendnar tilfinningar sem maður ber í brjósti eftir þessar kosningar. Vissulega er maður glaður yfir því að Vinstri græn eru ótvíræðir sigurvegarar og bæta við sig 4 þingmönnum. Ég hefði samt viljað að Lilja hefði einnig komst á þing og orðið 10 þingmaður VG. Það að ríkisstjórnin slefist til að halda meirihluta þingmanna með langt undir helmingi atkvæða er náttúrulega skandall.  En það verður bara að bíta í þetta súra epli enda eru súr epli holl fyrir mann.

Það er vissulega besti kosturinn í stöðunni að Vinstri græn myndi minnihlutastjórn með Samfylkingunni og með stuðningi Framsóknar. Ég er afar bjartsýnn að eðlisfari en verð samt að segja að mér finnst frekar ósennilegt að Framsókn sé í stuði til að gera þetta góðverk fyrir þjóðfélagið. Ég vona samt að Framsókn gangi ekki á baka orða sinna og hangi áfram í stjórn með íhaldinu. Valgerður, Jón og Guðni lýstu öll yfir fyrir kosningar að það kæmi ekki til greina yrðu úrslitin eins og þau svo urðu: Afhroð Framsóknarflokksins. 

Vinstri græn koma tvíefld út úr þessum kosningum og það er gott veganesti inn í framtíðina.


mbl.is Hafa áhuga á myndun minnihlutastjórnar í skjóli Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður dagur til að kjósa Vinstri græn

graentflurlogo

Í dag höfum við tækifæri til að gera upp við ríkisstjórn ójöfnuðar og ólaga og snúa við blaðinu með því að kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Flokkinn sem hefur staðið í lappirnar í umhverfismálum, jafnréttismálum, velferðarmálum og utanríkismálum.  Hér eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að skipta um ríkisstjórn og gera daginn að V degi:

Lýðræði!

-Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál.

- Eflum grasrótarsamtök og tryggjum aðkomu almennings og frjálsra félagasamtaka að lýðræðislegri ákvarðanatöku.

Samfélag fyrir alla!

- Burt með komugjöld og sjúklingaskatta.

- Tryggjum almenningi lægra orkuverð og nýtum hlut ríkisins í Landsvirkjun í þágu skynsamlegrar orkunýtingar. Afturköllum lög um einkaeign á vatni og tryggjum að aðgangur að vatni verði áfram hluti af grunnréttindum okkar, líkt og andrúmsloftið.

Græn framtíð!

- Stöðvum frekari stóriðjuframkvæmdir og ákveðum hvaða svæði við ætlum að vernda til framtíðar.

- Stofnum loftslagsráð sem vinnur markvisst gegn losun gróðurhúsalofttegunda, m.a. með vistvænum samgöngum og fræðslu um umhverfismál.

Kvenfrelsi!

- Afnemum launaleynd strax og eflum Jafnréttisstofu.

- Vinnum að því að tryggja a.m.k. 40% hlut kvenna á þingi og í sveitarstjórnum, t.d. með því að hvetja til að fléttulistum verði beitt.



Ég ætla að mæta snemma á kjörstað (er að leggja af stað) og kjósa X - V


mbl.is Búið að opna kjörstaði um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin kolfallin - Vinstri græn bretta upp ermarnar

könnun

Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2 er stjórnin kolfallin. Það eru góðar fréttir. Sveiflurnar í könnun Capacent eru grunsamlegar. Þó að Framsókn sé með hræðsluáróður þá flykkist fólk sem ætlaði að kjósa íhaldið varla yfir til Valgerðar. Á Vísi.is er sagt frá þessari stóru könnun Stöðvar tvö og spennan magnast. Samkvæmt henni er VG að bæta við sig 6 þingmönnum sem er frábært og Samfó er að hressast. Þetta gætu orðið niðurstöðurnar. Vinstri græn vilja snúa við blaðinu:

snúum_01

Og það getur fólk gert á laugardaginn. Það er kominn tími til: 

snúum_02

Árni Þór segir frá heimsókn í Kaupþing þar sem Ögmundur fór á kostum. Ég hvet alla til að lesa þetta og kynna sé málið og dæma svo auglýsingar Framsóknar.


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes Hólmsteinn á óbeint þátt í góðverki

óttarÓttar M. Norðfjörð er gæðablóð og frábær rithöfundur. Það var snilld að bókin hans Hannes – Nóttin er blá, mamma yrði metsölu jólaflóðsbók. Lítil og handhæg og ódýr. Ég get varla beðið eftir öðru bindinu Hólmsteinn - ... eða því þriðja og síðasta Gissurarson - ... Hvað er annars orðið um HHG? Merkilegt að hann hverfur alltaf tímanlega fyrir kosningar. Var hann sendur úr landi? Og hann á óbeint þátt í góðverki! Mæðrastyrksnefnd á allt gott skilið og Óttar M. Norðfjörð einnig. Meira svona.

mbl.is Mæðrastyrksnefnd fær ágóðann af metsölubók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.