Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Uppbyggilegur fundur á Akureyri

logo_200Samtökin Landsbyggðin lifi efna til fundar á Akureyri á laugardaginn. Ég missi því miður af fundinum, verð í 10 ára afmæli Vinstri grænna í höfuðborginni en bendi öllum sem vettlingi geta valdið á að mæta á þennan áhugaverða og uppbyggilega fund. Hellingur af góðu fólki er í pallborði og með framsögur.

Það var heldur fámennt en góðmennt í 18. mótmælagöngunni á Akureyri um síðustu helgi en nú þarf að veita stjórnmálamönnum aðhald og viðhalda búsáhaldabyltingunni. Við megum ekki gleyma eða detta aftur ofan í sama gamla farið. En hér er dagskrá fundarins:

 

Farsæld til framtíðar!


Undir þessu kjörorði skipuleggur Landsbyggðin lifi (LBL) fundi á landsbyggðinni í samvinnu við stofnanir og félagasamtök úr ýmsum greinum atvinnulífsins

Fyrsti fundurinn verður á Akureyri Laugardaginn 7. febrúar 2009 - Kl 12:30- 15:00 í Brekkuskóla v/ Hrafnagilsstræti (fyrir ofan Akureyrarkirkju).

Dagskrá:
Setning 
Ragnar Stefánsson, prófessor og varaformaður LBL setur fundinn og ýtir  fundaherferðinni úr vör.
   
Framsöguerindi 

Framtíð lýðræðis
Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands

Ný tækifæri í sjávarútvegi
Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri

Framtíð landbúnaðar – lífrænn iðnaður?
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Ný sköpun – Ný framtíð
Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Ferðaþjónusta til farsældar
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,  deildarstjóri ferðamála við Háskólann á Hólum

Pallborðsumræða Í pallborði verða, auk frummælenda:
•    George Hollanders, leikfangasmiður
•    Hreiðar Þór Valtýsson, fiskifræðingur Háskólanum á Akureyri
•    Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Eyjafirði
•    Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi að Hléskógum
•    Sóley Björk Stefánsdóttir, háskólanemi í fjölmiðlafræði
•    Sigurbjörg Árnadóttir, verkefnisstjóri í nýsköpun í ferðamálum
•    Guðrún Þórsdóttir, nemandi við Myndlistaskólann á Akureyri

Stefnt er að því að framsöguerindi verði stutt, þannig að góður tími gefist til almennrar umræðu
Fundarstjóri er Rafn Arnbjörnsson, frjótæknir
          
Veitingasala 10. bekkjar Brekkuskóla verður opin  


Nánari upplýsingar á www.landlif.is


mbl.is Mótmælt eftir stjórnarskiptin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gef kost á mér í 1.-3. sæti í forvali Vinstri grænna

hlynur_hallsson_170105Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs í Norðausturkjördæmi sem fram fer fyrir Alþingiskosningarnar í vor og sækist eftir því að skipa 1.-3. sæti listans.

Alþingiskosningarnar sem væntanlega fara fram þann 25. apríl verða sennilega þær mikilvægustu í sögu Lýðveldisins og vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að hugsjónir Vinstri grænna um aukið lýðræði, jöfnuð, kvenfrelsi, umhverfisvernd og sjálfstæða utanríkisstefnu nái fram að ganga.

Á síðustu árum hef ég tekið virkan þátt í starfi fyrir Vinstri græn, tók fimm sinnum sæti á Alþingi sem varamaður á árunum 2003-2007. Þar lagð ég meðal annars fram frumvarp um að kosningaaldur verði 16 ár eins gert hefur verið í nokkrum löndum Evrópu og gefist vel, um leið og aukin fræðsla um lýðræði verði veitt í grunn- og framhaldsskólum. Einnig lagði ég fram þingsályktunartillögu um gerð Vaðlaheiðagangna, beitti mér fyrir auknum framlögum til Háskólans á Akureyri og til menntamála almennt. Talaði fyrir lengingu flugvallarins á Akureyri og beinu millilandaflugi og bættri aðstöðu fyrir ferðamenn á Egilsstöðum og Seyðisfirði sem og að bæta aðstöðu ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi. Umhverfismál, atvinnumál, menningarmál, beint lýðræði og byggðamál eru mér afar hugleikin.

akureyri_787439.jpgÉg er kvæntur Kristínu Þóru Kjartansdóttur félags- og sagnfræðingi og við eigum fjögur börn. Við fluttum aftur til Akureyrar árið 2001 eftir átta ára búsetu í Þýskalandi. Ég fæddist á Akureyri árið 1968, yngstur sjö systkina. Foreldrar mínir eru Aðalheiður Gunnarsdóttir húsmóðir og fyrrverandi verkakona og Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og vann sem leiðbeinandi og á leikskóla, í byggingarvinnu og einnig við Ríkisútvarpið á Akureyri og á Rás 2. Stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi.

marfa_787440.jpgÉg hef kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri og unnið við sýningarstjórn en fyrst og fremst starfað sjálfstætt sem myndlistamaður. Í starfi mínu hef ég öðlast víðtæka reynslu af félagsmálum, menntamálum og menningarmálum og kynnst fjölda fólks enda snýst myndlist mín að verulegu leiti um samskipti. Ég er formaður Myndlistarfélagsins og sit í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (cia.is) og hef einnig unnið að uppbyggingu Verksmiðjunnar, menningarmiðstöðvar á Hjalteyri. Ég var formaður svæðisfélags Vg á Akureyri frá 2002 – 2004, kosningastjóri Vinstri grænna í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2006 og sit nú í stjórn Vg og er formaður kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis.

Frestur til að tilkynna um þátttöku í forvalinu er til 16. febrúar og nánari upplýsingar um framkvæmd forvalsins eru á www.vg.is


Hlynur Hallsson, 2509683379, Ásabyggð 2, 600 Akureyri, sími 6594744, hlynur(hjá)gmx.net


Til hamingju með nýja ríkisstjórn!

Þessi nýja stjórn er merkileg fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi tekur hún við skelfilegu búi sem 18 ára stjórnaseta Sjálfstæðisflokksins skilar af sér, gjaldþrota þjóðarbú með svimandi milljarða skuldum, atvinnuleysi sem stefnir í 13% og verðbólgu um 18%, himinháum vöxtum og svo mætti lengi telja. Í öðru lagi er þetta fyrsta stjórnin þar sem ráðherrar eru jafn  margir konur og karlar og í þriðja lagi er í fyrsta skipti í sögu landsins kona forsætisráðherra. Það var fyrir löngu kominn tími til. Í fjórða lagi eru tveir ráðherrar utanþings og í fimmta lagi er þetta í fyrsta skipti sem Vinstri græn setjast í ríkisstjórn. Það var einnig löngu tímabært.

Verkefnin eru risavaxin er aðgerðaráætlunin lofar góðu. Aumingja íhaldið hrökklaðist frá völdum í búsáhaldabyltingunni. Og nú fáum við að kjósa þann 25. apríl. Til hamingju með það!


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband