Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Til hamingju Kristján Guðmundsson

Það eru gleðitíðindiKristján Guðmundsson hljóti Carnegie verðlaunin í ár. Hann er framúrskarandi myndlistarmaður og á þau svo sannarlega skilin. Það var líka ef til vil kominn tími til að íslendingur hlyti aðalverðlaunin. Það er hægt að sjá verk Kristjáns núna á sýningu í Listasafni Íslands. Hann var líka einn listamannanna sem tók þátt í opnunarsýningu Verksmiðjunnar á Hjalteyri síðasta sumar og býr hann að hluta til enn á Hjalteyri. Skemmtilegt að hugmyndalistamaður hljóti þessi verðlaun sem eiginlega eru kennd við málverk en sem betur fer hafa dómnefndirnar verið afar víðsýnar hvað það varðar þegar kemur að því að velja verðlaunahafa. Til hamingju Kristján.


mbl.is Kristján fær Carnegie verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímynd Íslands hefur beðið hnekki

island-vidhorskonnun21.jpg

Þrátt fyrir að misvitrir stjórnmálamenn og útrásarvíkingar hafi svert ímynd Íslands er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að bæta ímyndina. Það er einmitt nauðsynlegt og aldrei brýnna en einmitt nú.

Ég veit ekki alveg hversu mikið mark er takandi á þessum David Hoskin hjá Eye-for-Image því samkvæmt mbl.is segir hann að Ísland sem vörumerki hafi fyrir hrunið ekki verið sérlega þekkt eða sterkt og nefnir máli sínu til stuðnings að í huga flestra tengist Ísland nú annars vegar fiskveiðum og hins vegar fjármálum. „Fyrir utan þetta tvennt vita menn á heimsvísu afar lítið um Ísland." Þessa ályktun mannsins dreg ég stórlega í efa og samkvæmt könnun sem Útflutningsráð og Ferðamálastofa létu gera í þremur löndum, Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi er það náttúran fyrst og fremst sem Ísland er þekkt fyrir. Hagkerfið er langt fyrir aftan í öðru sæti yfir það sem upp kemur í hugann hjá fólki þegar Ísland er nefnt og þar á eftir kemur landafræði og menning.

Það er einmitt náttúran og menningin sem getur bjargað ímynd Íslands á ný. En þá megum við ekki eyðileggja náttúruna eins og fyrri ríkisstjórnir D og B lista unnu ötullega að. Tónlist, myndlist, leiklist og bókmenntir geta svo áfram byggt upp til jákvæða ímynd af Íslandi og þar er fjársjóður sem við eigum að nýta og við þurfum ekki að eyðileggja neitt.

island-vidhorskonnun.jpg

 


mbl.is Ímynd Íslands er sterk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19 ára spilling og græðgivæðing á endastöð?

Það kemur í ljós á næstu dögum hvort Framsókn í Kópavogi hafi þann kjark sem þarf til eða öllu heldur þann dug sem þarf til að vera heiðarlegur flokkur sem vill losna úr klóm spillingarinnar. Helmingaskiptin í Kópavogi, einkavinavæðingin, verktakavaldið og bruðlið er það sem hefur einkennt rekstur bæjarfélagsins frá því að Gunnar Birgisson kom þar að. Vonandi er því tímabili lokið en það er í höndunum á Framsókn. Taprekstur bæjarins á síðasta ári ætti að duga til að fella þennan meirihluta en það er ekkert sjálfgefið. Sjálfstæðisflokkurinn er t.d. með hreinan meirihluta í Reykjanesbæ þó að það bæjarfélag sé fyrir löngu tæknilega gjaldþrota.

Það þarf að taka til í Kópavogi, velta við steinum og fletta ofan af spillingunni. Það er kominn tími til. Íbúar Kópavogs eiga það skilið. 

Úr Kastljósi í gær:

"Fyrirtæki sem er í eigu dóttur bæjarstjórans í Kópavogi fékk greiddar þrjár og hálfa milljón króna fyrir afmælisrit bæjarins sem koma átti út árið 2005. Ritið sem er enn ekki komið út liggur óklárað á bæjarskrifstofunum. Fyrirtækið hefur verið í milljónatugaviðskiptum við Kópavogsbæ á þeim tíma sem Gunnar hefur gengt þar æðstu stöðum sem sjaldnast fara fram í kjölfar útboðs. Bæjarstjórinn sjálfur kvartar undan ofsóknum í sinn garð og dóttur sinnar og fagnar frekari skoðun. Þungt er í samstarfsmönnum hans í Framsóknarflokknum í Kópavogi en þeir sitja nú á fundi vegna málsins..."


mbl.is Ræddu hugsanleg meirihlutaslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömlu mennirnir á Alþingi

498815A

Fulltrúar gamla tímans á Alþingi eru formenn sinna flokka. Þeir heita Bjarni Ben sem er formaður SjálfstæðisFLokksins (sem ætti að heita "Sjálftökuflokkurinn") og svo Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins (sem réttnefndur væri "Afturhaldsflokkurinn"). Ræður þessara gömlu manna voru ótrúlegar, frekar leiðinlegar og illa fluttar en aðallega ótrúlegar. Reyndar svo ótrúlegar að málflutningur þeirra verður sprenghlægilegur.

Þeir eru varðhundar gamals tíma, kvótaeigenda, útrásarvíkinga og bruðlsins. Við þurfum ekki ung gamalmenni á þing við þurfum skapandi fólk með framtíðarsýn og hugsjónir. Sem betur fer voru þau einnig með ræður á þingi í gær. Guðfríður Lilja, Birgitta, Þór Saari, Margrét og Ásmundur eru dæmi um fólk sem bar af og þau eru ekki föst í fortíðinni. Það er gott að vita af þeim á þingi en bara grátbroslegt að hugsa til Bjarna og Davíðs.

489221A


mbl.is Vara við að spila upp væntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bruðl og kjaftæði á krepputímum

gsm.jpg

Er það í lagi að símakostnaður 51 þingmanns nemi 25 milljónum á einu ári? Og símreikningurinn er sendur þjóðinni. Það væri einnig fróðlegt að fá að sjá hvort ráðherrarnir fyrrverandi hafi toppað þingmenn í símablaðri. Ef hver þingmaður hefur talað að meðaltali í síma fyrir 40 þúsund á mánuði væri einnig áhugavert að fá að vita hversu miklu þeir sem mest töluðu eyddu. Þessar upplýsingar eiga að koma upp á borðið. Þingmenn í öðrum löndum hafa þurft að segja af sér fyrir símabruðl en hér myndi það aldrei gerast, því miður. Eða eru breyttir tímar?

Það er kominn tími fyrir aðhaldssemi og ráðdeild og tími sóunar er vonandi á enda. Við viljum fá að vita hverjir eyddu peningum almennings í blaður á síðasta ári og fyrir þetta ár á einnig að birta reiknigana. Það myndi veita þingmönnum eðlilegt og greinilega nauðsynlegt aðhald.


mbl.is Töluðu í síma fyrir 24,6 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög gott hjá Ögmundi

Katir-krakkar-sykurlausir_649870303

Tannlækningar barna eru í algjöru lamasessi eftir 18 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins. Íslendingar þamba þjóða best að sykruðu gosi. Það er því mjög jákvætt skref að skattleggja sykur og nýta peninginn í forvarnir og að greiða niður tannlækningar. Vælið í framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er dæmigert. Hér er afar fróðlegur pistill um málið.

Ögmundur Jónasson er einhver besti heilbrigðisráðherra sem við höfum haft frá upphafi. Áfram Ömmi!


mbl.is Tillaga um sykurskatt ótrúleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Siðmennt

Það er til fyrirmyndar að Siðmennt félag siðrænna húmanista á Íslandi bjóði alþingismönnum að koma á Hótel Borg þar sem flutt verður hugvekja um mikilvægi góðs siðferðis í þágu þjóðar. Það er trúfrelsi á Íslandi og óþarfi að hefja Alþingi á því að allir þingmenn mæti í messu. Gott að hafa val.

Birgitta Jónsdóttir hefur lýst því yfir að hún ætli að vera á Austurvelli meðan aðrir eru í Dómkirkjunni. Birgitta er einn af uppáhaldsþingmönnunum mínum, fer sínar eigin leiðir og lætur úreltar hefðir og venjur ekki hafa áhrif á sig. Það er einnig til fyrirmyndar.


mbl.is Alþingi sett á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Huginn Þór Arason opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á Akureyri

allt_i_kuk_og_kanil.jpg

 

HUGINN ÞÓR ARASON 

ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AÐ VERA SATT)

17.05. - 21.06.2009 

 

Opnun sunnudaginn 17. maí 2009, klukkan 11-13  

Opið samkvæmt samkomulagi   

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744  hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 

Sunnudaginn 17. maí 2009 klukkan 11-13 opnar Huginn Þór Arason sýninguna “ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AÐ VERA SATT)” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Á sýningunni í KW er hugmyndin að útfæra skissu af Evrópusambandsfána þar sem stendur "ALLT Í KÚK OG KANIL" í stað stjarnanna. Hún var upphaflega gerð af tilefni bókverks Lortsins (óformlegur félagsskapur ýmissa listamanna og skapandi einstaklinga) sem sett var saman af tilefni samsýningar hópsins í Kling & Bang í október 2008. Skissan birtist í hrárri mynd í bókinni. Hugmyndin er semsagt að útfæra þessa skissu í hvítt bómullarefni í stofuglugga . Hægt verður svo að panta fánann í sinn eigin glugga yfir sýningartímabilið gegnum KW. Fáninn verður skjannahvítur. Á sýningunni verða einnig tvær pappírsklippimyndir og kveðjur sem sendar hafa verið fjölskyldunni að Ásabyggð 2; aðstandendum KW, frá Ástralíu.

Huginn Þór Arason stundaði nám við Listaháskóla Íslands og framhaldsnám við Akademie der Bildenden Künste í Wien. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum og unnið að nokkrum samstarfsverkefnum. Nýlega tók hann þátt í sýningunni ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur og North Star/Dark Star í The Narrows Gallery í Melbourne. Hann hefur einnig unnið að sýningarstjórn og starfar í stjórn Nýlistasafnsins og Gallerí Suðsuðvesturs í Reykjanesbæ. Hann býr og starfar í Reykjavík

Nánari upplýsingar
veitir Huginn í njappnjapp(hjá)yahoo.com og í síma 692 9817
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Hugins Þórs Arasonar stendur til 21. júní 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.


Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.