Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

BLATT BLAÐ #61 er komið út

blatt61_1.jpg

BLATT BLAÐ númer 61 er komið út. 19 höfundar eiga verk í tímaritinu að þessu sinni og það eru þau: Alexander Steig, Anna Mields, Anna Elionora Olsen Rosing, Ásmundur Jón Jónsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Heiðdís Hólm, Hlynur Hallsson, James Earl Ero Cisneros Tamidles, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Jónína Björg Helgadóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Kolbrún Vídalín, Margrét Kristín Karlsdóttir, Sandra Rebekka, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Steinunn Steinarsdóttir og Thomas Thiede. Forsíðuna fyrir BLATT BLAÐ #61 gerði Anna Mields í Berlín.

BLATT BLAÐ er tímarit þar sem myndlistarmenn geta sent inn efni til birtingar og er byggt á hugmynd Dieter Roth um “Tímarit fyrir allt” sem hann gaf út um árabil.

Hlynur Hallsson hefur gefið tímaritið BLATT BLAÐ út frá árinu 1994 og forlag höfundanna kemur einnig að útgáfunni. Tímaritið kostar 400 krónur og fæst í Flóru á Akureyri og hjá Útúrdúr í Reykjavík.

Nánari upplýsingar ásamt forsíðum og höfundum í eldri eintökum er að finna á: http://hallsson.de/blattblad.html

BLATT BLAÐ kemur út í 100 tölusettum eintökum og er 21 x15 cm að stærð og tölublað #61 er 28 síður. Alþjóðlegt tímaritanúmer er ISSN 1431-3537.


Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband