Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2015

Gullkistan: 20 ára

gullkistana-ensk.jpg

Gullkistan: 20 ára

Listasafn Árnesinga

19. júlí - 20. sept. 2015

Alda Sigurđardóttir, Jasna Bogdanovska, Linda Buckley, Alfredo De Stéfano, Eygló Harđardóttir, Virginia Griswold, Harpa Árnadóttir, Hjörtur Hjartarson, Hlynur Hallsson, Erica Kremenak, Kristín Reynisdóttir, Kristveig Halldórsdóttir, Keiko Kurita , Catherine Ludwig, Joan Perlman, Raom & Loba, Sara Björnsdóttir, Soffía Sćmundsdóttir, Anika Steppe & Anne Carlinv, Alexandra Strada, Lilian Day Thorpe, Gabrielle Vitollo.

Fyrir tuttugu árum efndu myndlistarmennirnir Alda Sigurđardóttir og Kristveig Halldórsdóttir, til listahátíđar á Laugarvatni ţar sem ţćr voru ţá búsettar. Yfir 130 listamenn tóku ţátt í ţeirri hátíđ og ţegar ţćr efndu aftur til hátíđar tíu árum síđar voru listamennirnir ađ minnsta kosti 145. Út frá ţessum hátíđum kviknađi hugmyndin ađ dvalarstađ fyrir skapandi fólk. Ţeirri hugmynd hrundu ţćr líka í framkvćmd og til varđ Gullkistan – miđstöđ sköpunar, sem í dag hefur sitt ađal ađsetur í gömlu tjaldmiđstöđinni, en starfemin hefur náđ til ýmissa stađa á Laugarvatni.

Í tilefni ţessara tímamóta er nú sett upp sýning í Listasafni Árnesinga á nýlegum verkum 24 listamanna sem tengst hafa Gullkistunni, ýmist sem ţátttakendur í listahátíđunum eđa dvaliđ í miđstöđinni. Verkin valdi Ben Valentine sem ráđinn var sem sýningarstjóri sýningarinnar og nálgunin er auga gestsins. Ben Valentine er sjálfstćtt starfandi rithöfundur og sýningarstjóri sem kom hingađ frá NY, en er nú ađ flytjast búferlum til Kambódíu ţar sem hann mun stýra spennandi listamiđstöđ. Á sýninguna hefur hann valiđ nýleg verk eftir níu íslenska listamenn og fimmtán erlenda ţar sem sjá má áhrif frá Íslandsdvöl ţeirra. Til hliđar viđ sýninguna verđa ađgengilegar ýmsar heimildir um hátíđirnar tvćr, miđstöđina og einnig er skapandi ađstađa fyrir gesti.

Sýningin, sem er samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga og Gullkistunnar, er styrkt af uppbyggingarsjóđi Suđurlands og mun standa til og međ 20. september.

hugi.jpg


100 Kápur á Frakkastíg

kvenfrelsi_img_5653_small.jpg

Listamennirnir Hallgrímur Helgason, Helga Ţórsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Hlynur Hallsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Ragnheiđur Jónsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson eru ekki óvön ţví ađ vinna á pólitískum nótum í verkum sínum. Hér vinna ţau útisýningu ţar sem kosningaţátttaka kvenna í 100 ár er ţema sýningarinnar. Undirtónninn er nokkuđ dimmur, ekki allir á einu máli um ţađ hvar viđ stöndum í dag. Liđin hafa hundrađ ár, heil öld, standa kynin jafnfćtis í dag ţegar kemur ađ stjórnun og ákvarđanatöku í samfélagslegu samhengi? Eđa er ţetta baráttan endalausa?

Í portinu á Frakkastíg 9, á húsveggjum og í garđinum skapa listamenn verk í rýmiđ, ákall til umrćđunnar um jafnrétti kynjanna. Sýningarstjóri er Rakel Steinarsdóttir.

Viđ opnun 14. maí syngur Kvennakórinn Hrynjandi. Sýningin stendur til 7. júní 2015.

Sýningin er hluti af Listahátíđ í Reykjavík / Reykjavík Art Festival.


Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband