Leita í fréttum mbl.is

Rafstuðbyssur verði bannaðar

444887AÞað eru óhugnanlegar fréttir sem berast úr fyrirmyndarlandinu Kanada: Maður lætur lífið eftir að lögreglan skýtur hann með rafstuðbyssu og 15 ára unglingur tekur atvikið upp á myndband. Í fréttinni á mbl.is segir svo:

"Frá árinu 2003 hafa 18 látist í Kanada eftir að hafa verið skotnir með rafstuðbyssum samkvæmt upplýsingum frá kanadíska ríkisútvarpinu. Byssurnar skjóta tveimur pílum út sem eru tengdar byssunni með tveimur þráðum. Sá sem fær pílurnar í sig fær um leið 50.000 volta rafstraum, en það er nægilega mikið magn til þess að lama manneskju um stundarsakir. Drægni vopnsins er um sex metrar."

Þetta eru viðbjóðsleg vopn. 18 manns liggja í valnum og það ætti að duga til að þessar byssur verði teknar úr notkun. Ég vorkenni aðstandendum mannsins sem var drepinn og einnig lögreglumanninum sem hefur mannslíf á samviskunni. Þetta er sorglegt. 

Kristín M. Jóhannsdóttir í Vancouver skrifar hér um málið.

Og hér er myndbandið 


mbl.is Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2007

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband