Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegt, Paul Nikolov!

paulfnikolov Paul Nikolov varaþingmaður Vinstri grænna á Þingi flutti jómfrúarræðu sína í dag og gerði það af miklum skörungsskap. Hann lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum sem varða útlendinga og réttarstöðu þeirra. Þetta er augljóst réttindamál og ánægjulegt að Kristinn H. Gunnarsson í Frjálslindaflokknum skellti sér með á málið ásamt Bjarna Harðarsyni Framsóknarflokki auk þriggja þingmanna Vinstri grænna þeirra Kolbrúnar Halldórsdóttur, Atla Gíslasonar og Katrínar Jakobsdóttur. Vonandi verður þetta frumvarp afgreitt fljótt og örugglega í þingnefnd þannig að það verði sem fyrst að lögum þrátt fyrir að fulltrúar stjórnarflokkanna séu ekki meðflutningsmenn. Paul bloggar um málið í dag og þar má lesa ræðuna hans. Til hamingju með þetta Paul!
mbl.is Paul Nikolov: Íslenskt stjórnkerfi aðgengilegra en það bandaríska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki allt í lagi

Það er greinilega eitthvað mikið að í henni Saudi Arabíu. Kona sem hefur orðið fyrir hópnauðgun er dæmd í hálfs árs fangelsi og má þola 200 svipuhögg fyrir að hafa verið nálægt ókunnugum karlmönnum, nauðgurunum. Þetta kemur fram í frétt í Jyllands Posten. Það er ef til vill smá bót í þessu máli að karlarnir sem nauðguðu voru einnig dæmdir í fangelsi. Ég vona að Amnesty International taki málið fyrir og þrýsti á að stúlkunni verð sleppt við refsingu. Brot á mannréttindum eru alvarleg og þegar brotið er á þeim sem síst skyldi, fórnarlömbum ofbeldis, nauðgana og frelsissviptingar, er manni nóg boðið.

Það að stjórnin í BNA geri ekkert í málinu kemur svo sem ekkert á óvart. Bush er háður olíunni frá Saudum og hann á ekki svo marga "bandamenn" í þessum heimshluta. Hann er tilbúinn til að kaupa stuðning úr þessari átt dýru verði og þá skipta mannréttindi engu máli lengur. Íbúum BNA blöskrar auðvitað og það er tækifæri eftir tæpt ár til að losa Hvíta húsið úr klóm Repúblikana.


mbl.is Bandaríkjastjórn gagnrýnir ekki refsingu fórnarlambs nauðgunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2007

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband