Leita í fréttum mbl.is

Af hverju kýs fólk Sjálfstæðisflokkinn?

443972AÞað munar um minna fyrir venjulega fjölskyldu að þurfa að borga þriðjungi hærri vexti af húsinu sínu nú en gerði fyrir nokkrum árum. Og enn eru vextirnir að hækka. Það skuggalega við þetta er að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnar þessu á öllum stöðum, í Seðlabankanum, ríkisstjórninni og bönkunum. Og þingmenn Flokksins vildu helst af öllu leggja Íbúðalánasjóð niður og afhenda bönkunum lánastarfsemina alla á einu bretti. Af hverju kýs fólk þennan sjálftökuflokk?

Hér er fréttin úr 24 stundum: "Mánaðarlegar afborganir af 20 milljóna króna íbúðaláni hjá Kaupþingi banka til tæplega 40 ára sem tekið er í dag eru 33% hærri en ef lánið hefði verið tekið árið 2004 þegar bankinn fór út á íbúðalánamarkaðinn. Tilkynnt var eftir stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands í vikunni að vextir af íbúðalánum hjá Kaupþingi yrðu hækkaðir í 6,4%. Þegar Kaupþing hóf að bjóða upp á íbúðalán voru vextir 4,15%.

Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir líklegt að vextir af íbúðalánum sjóðsins hækki um 0,5% á næstunni. „Það er markaðurinn sem ræður þeim vaxtakjörum sem við bjóðum. Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur hækkað mjög að undanförnu, ekki síst eftir ákvörðun Seðlabankans [um að hækka stýrivexti]. Það er alveg ljóst að við næsta útboð má búast við því, við óbreyttar markaðsaðstæður, að vextir Íbúðalánasjóðs hækki."


mbl.is Afborganir lánsins hækka um þriðjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2007

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.