Leita í fréttum mbl.is

Stafar illmennska undantekningalaust af fáfræði eða geðsjúkdómi?

kkmynd2005Þetta hefur verið afar skemmtileg helgi hér fyrir norðan. Í gær var haldið afar fróðlegt og skemmtilegt haustþing AkureyrarAkademíunnar um Sauðkindarseið í ull og orðum. Ég náði samt ekki að hlusta á öll erindin en það var góð mæting í gamla Húsmæðraskólann og á eftir var boðið uppá veisluborð með afurðum úr sauðkindinni framreitt af Halastjörnunni og það var ljúffengt. Svo opnaði Birgir Sigurðsson frábæra sýningu á Karólínu um "Hugmynd að leið rafmagns". Í morgun var svo haldið fyrsta heimspekikaffihúsið á Bláu könnunni og þar fór Kristján Kristjánsson á kostum og afar áhugaverðar umræður sköpuðust. Það var fullt hús og gaman að sjá hvað það var fjölbreyttur hópur af fólki sem kom og tók þátt í umræðunum. Ég hlakka til næsta sunnudags þegar Oddný Eir Ævarsdóttir kemur með fyrirlestur. Hér er tilkynningin frá Félag Áhugafólks um heimspeki á Akureyri:

Félag Áhugafólks um heimspeki á Akureyri ætlar að hefja vetrarstarf sitt á því að halda “heimspekikaffihús” á sunnudögum. Starfi félagsins hefur verið sýndur mikill áhugi en í fyrra var haldin afar vel heppnuð fyrirlestraröð um dauðasyndirnar sjö sem var og mjög fjölsótt. Stefnt er því að hafa fjölbreytta og áhugaverða dagskrá til að mæta þeim áhuga sem fólk hefur sýnt viðburðum félagsins.

Fyrsta “heimspekikaffihús” vetrarins verður haldið næstkomandi sunnudag, 4. nóvember, á Bláu könnunni kl. 11 og lýkur kl. 12. Fyrirkomulagið er þannig að fyrirlesari (philaca) heldur stutta inngangstölu, cirka 10 mínútur, og að henni lokinni verða umræður. Að loknum umræðum tekur fyrirlesari efni þeirra saman.

Fyrstur til að ríða á vaðið verður Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri, en erindi hans ber heitið: Stafar illmennska undantekningalaust af fáfræði eða geðsjúkdómi?

Dagskráin fram að jólum er sem hér segir (á sama stað og sama tíma):

Sunnudaginn 11. nóv. Oddný Eir Ævarsdóttir

Sunnudaginn 18. nóv. Páll Skúlason

Sunnudaginn 25. nóv. Valgerður Dögg Jónsdóttir

Sunnudaginn 2. des. Hjalti Hugason

Félagið vill hvetja alla áhugamenn og konur til að fjölmenna og eiga notalega og fræðandi stund á Bláu Könnunni..

Félag Áhugafólks um heimspeki á Akureyri


Bloggfærslur 4. nóvember 2007

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.