Leita í fréttum mbl.is

Ímynd Íslands sem umhverfissóða

412991A Ótrúlegur aulaskapur í Geir H. Haarde að ætla að fara fram á sérákvæði um meiri mengun, svo við getum mengað meira en aðrir. Segir þetta ekki allt um metnað forsætisráðherra í umhverfismálum? Framsókn og Frjálslyndir fagna í kór enda þeir síðarnefndu komnir út úr skápnum sem umhverfissóðar eftir að Margrét Sverrisdóttir sagði skilið við karlana þar á bæ. Og Framsókn er auðvitað bara við sama heygarðshornið. En hvað með Samfó? Heyrðist ekkert múkk úr því horni? Hvað með þeirra "Fagra Ísland"? Ég trúi því ekki að Þórunn umhverfisráðherra ætli að láta Geir rúlla yfir sig á skítugum skónum. Á bara að rýmka til fyrir fleiri álbræðslum og olíuhreinsistöð í leiðinni? Eins og fyrri daginn eru það þingmenn Vinstri grænna sem einir standa í lappirnar þegar kemur að náttúrunni og umhverfisvernd. Frábært að Lilja sé komin á þing fyrir Vinstri græn og Kolbrún klikkar ekki, þvílík gæfa að eiga svona glæsilega málsvara náttúrunnar á Alþingi. Forsætisráðherra er nýbúinn að skipa einhverja nefnd til að bæta ímynd Íslands. Fyrsta verkefni þeirrar nefndar hlýtur að vera að tala um fyrir forsætisráðherra en sennilega fyrir daufum eyrum. En ég kalla eftir viðbrögðum Samfylkingarinnar. Hvar eru þingmennirnir þeirra og hvar er Dofri framkvæmdastjóri og bloggari?
mbl.is Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með afmælið Trabbi

Skemmtileg frétt af 50 ára afmæli Trabants á mbl. Eiginlega hélt ég að hann væri enn eldri! Þetta er auðvitað orðinn nostalgíu bíll fyrir löngu. Hugi, elsti sonur okkar á einmitt svona lítinn Trabba og búinn að eiga í 15 ár. Lóa Aðalheiður lék sér mikið með bílinn og sennilega á Una Móeiður einnig eftir að gera það. Það er DDR merki á hurðunum á honum og búið að strika yfir D og R þannig að annað D-ið stendur eftir fyrir sameinað Þýskaland. Ég kom nokkrum sinnum til Zwickau til að taka þátt i myndlistarsýningu og þar var nú ástandið frekar dapurt og heilu hverfin hálf yfirgefin. En ef Herpa leikfangaframleiðandinn ætlar að fara að framleiða Trabant í fullri stærð ættu þau auðvitað að gera það í Zwickau og hafa bílinn aðeins umhverfisvænni, ekki kannski upptrekktan eins og þennan sem Hugi á heldur bara rafmagnsbíl eða hjólabíl!

444256AMagga systir átti líka Trabant station sællar minningar. Trabant var auglýstur hér á landi með hinu frábæra slagorði: Skynsemin ræður! Svo er líka frábær íslensk hljómsveit sem tók upp nafnið góða og hér eru nokkrir skemmtilegir tenglar á Trabanta. 

Trabant á Wikipedia 

Saga Trabants

Hljómsveitin Trabant 

Trabantfréttir

Um trabantverksmiðjuna Sachsenring 

Nýr Herpa Trabbi 


mbl.is Trabant á stórafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2007

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband