Leita í fréttum mbl.is

Loksins, loksins, Landsvirkjun

297508A Halló! Það er greinilega eitthvað að gerast hjá Landsvirkjun. Einhver að átta sig þar á bæ. Eða er maður að fagna of snemma? Er þetta bara eitthvert aumt PR trikk? Netþjónabú er mun skynsamlegra en enn ein álbræðslan hvort sem hún er á aðal þenslusvæðinu á Reykjanesi eða á svæði framtíðarinnar á Húsavík. Netþjónabúið getur til dæmis verið staðsett á Húsavík, mengar sáralítið og skapar störf. Kísilhreinsun fyrir sólarrafala hljómar einnig mjög vel. Það á hinsvegar að mínu mati ekki að virkja meira í Þjórsá fyrir þetta. Ég leyfi mér að vona að það sér virkilega eitthvað að gerast hjá þessu fyrirtæki sem upp á síðkastið til hefur hagað sér skelfilega og átt titilinn Illvirkjun sannarlega skilinn. En vonandi ekki lengur.
mbl.is Landsvirkjun vill selja raforku til netþjónabúa en ekki nýrra álvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir í stórsigur SF, systurflokks Vinstri grænna í Danmörku

176x208Fréttaflutningur hér á Íslandi af aðdraganda þingkosninga í Danmörku er dálítið furðulegur. Rétt áðan var ég að hlusta á hið ágæta morgunútvarp á rás 1 og þar var ljómandi pistill frá kosningunum í Danmörku þar til kom að því að fréttmaðurinn (sem ég náði ekki hvað heitir) kallaði Einingarlistann "Vinstri græna" en Socialistik folkeparti sem er opinber systurflokkur Vinstri grænna kallaði hann bara Sósíalista. Einingarlistinn er vissulega lengst til vinstri í dönsku flokkaflórunni og ágætis flokkur með ungu, hressu og róttæku fólki í forystu en rétt skal vera rétt og ef fréttamaðurinn vill allt í einu ekki lengur nefna flokka með sínum réttu nöfnum þá ætti hann allavega að kalla SF "Vinstri græn". SF hefur reyndar nálgast mjög stefnu VG til dæmis í umhverfismálum og er í raun sá flokkur sem getur talist græni flokkurinn í Danmörku. Það er reyndar ekkert nýtt að nöfnum skuli ruglað af íslenskum fréttamönnum því í einhverjum pistli var nýi flokkurinn hans Nasers Khaders Ny Alliance kallaður Einingarlistinn!

Í þessari frétt á mbl.is er fullyrt: "Í könnunum Jyllands-Posten undanfarið hafa stjórnarflokkarnir mælst með 86 þingmenn en andstaðan 79 þingmenn. Það nýi flokkurinn Ny Alliance og formaður hans Naser Khader sem er í oddastöðu og er það fyrst og fremst fylgi hans sem veldur því að danska stjórnin riðar til falls." Þetta er merkileg fréttaskýring sem ef til vill má teygja og toga þannig að hún passar einhvernvegin en ég myndi nú segja að flokkurinn sem er að tvöfalda fylgið sitt úr 6% í 12,5% sé sá flokkur sem leiðir til þess að stjórnin sé að falla en ekki flokkurinn hans Kahders sem mælist með aðeins 4,1% og er langt undir væntingum. Hér er hægt að sjá þessar kannanir og bera þær saman, flott grafík hjá Politiken. Socialistisk folkeparti færi úr því að vera sjötti stærsti flokkurinn á danska þinginu í það að verða þriðji stærsti flokkurinn (hljómar kunnuglega) og ef það er ekki afgerandi stórsigur þá veit ég ekki hvað er sigur.

graentflurlogoOg burtséð frá þessum misskilningi íslenskra fréttmanna þá stefnir í stórsigur Socialistisk folkeparti (F) sem er jú systurflokkur Vinstri grænna og með góðum lokaspretti sjáum við vinstristjórn í Danmörku eftir kosningarnar á þriðjudag. Vinstri græn í Reykjavík eru að skipuleggja kosningavöku til að fagna félögum okkar í Danmörku og mér finnst að einhver sem er með danskar stöðvar í sjónvarpinu hjá sér hér á Akureyri eigi að skrifa hér í athugasemdalistann hjá mér og bjóðast til að halda fögnuð á þriðjudaginn milli 18 og 22 því þá verður þetta komið á hreint. Reyndar væri ég alveg til að skreppa til Köben á þriðjudag til að fagna og myndi örugglega gera það ef IcelandExpress væri byrjað að fljúga beint frá Akureyri til Köben. Koma svo!


mbl.is Litlu munar á kosningafylkingum í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2007

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband