Leita í fréttum mbl.is

Ungt fólk fái að kjósa

hendur
Það er fyrir löngu kominn tími til að auka réttindi og áhrif ungs fólks í samfélaginu. Einn þáttur í því er að allir 16 ára og eldri fái að kjósa sér fulltrúa í sveitarstjórnir og á Alþingi, það er aukið lýðræði. Með þessu yrði ábyrgð ungs fólks aukin og því gert kleift að taka þátt í mótun samfélagsins eins og það á réttmæta kröfu á.
Árið 1984 var almennur kosningaaldur á Íslandi lækkaður úr 20 árum í 18 ár. Nú er tími til að auka enn þátttöku ungs fólks í lýðræðinu og færa kosningaaldur í 16 ár. 16 ára einstaklingur í íslensku samfélagi er orðinn virkur þátttakandi í þjóðfélaginu, hefur lokið grunnskóla og ætti að vera tilbúinn til að taka á sig á þá ábyrgð sem felst í því að kjósa sér fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnir. Það ætti einnig að vera sjálfsagður réttur þessa unga fólks.

ungt
Frumkvæði í lýðræði
Í nágrannalöndum okkur er verið að kanna þessi mál og það væri óskandi að Íslendingar tækju frumkvæði í því að auka lýðræði og þátttöku ungs fólks í þjóðfélaginu. Kosningaréttur allra eldri en 16 ára er í athugun í Bretlandi og hefur Græniflokkurinn í Englandi og Wales sett þessa kröfu í stefnuskrá sína og það sama hafa Frjálslyndir demókratar í Bretlandi og Þjóðarflokkurinn í Skotlandi gert. Í Finnlandi hefur Miðjuflokkurinn lagt til að tilraun verði gerð á einstökum svæðum í næstu sveitastjórnarkosningum, sem verða 2008, þar sem 16 ára Finnar fengju að kjósa. Í Svíþjóð hefur Umhverfisflokkurinn haft það á stefnuskrá sinni að lækka kosningaaldur niður í 16 ár til þess að freista þess að auka þátttöku ungmenna í pólitískri umræðu. Í Noregi hefur Frjálslyndiflokkurinn sett þetta mál í stefnuskrá sína og það sama má segja um flokka á hollenska þinginu, í Kanada, Ástralíu og í Austurríki svo nokkur lönd séu nefnd.
Nú þegar hafa 16 ára ungmenni kosningarétt í löndum eins og í Brasilíu, Níkaragúa og á Kúbu. Í Króatíu, Serbíu og Svartfjallalandi hafa ungmenni á vinnumarkaði og eru orðin 16 ára einnig kosningarétt.
Norski félagsfræðingurinn Stein Ringen hefur fjallað um þátttöku ungs fólks og barna í lýðræðinu (Citizens, Families and Reform, Clarendon Press, Oxford 1997) og Torfi H. Tulinius prófessor við Háskóla Íslands hefur einnig fjallað um málið á áhugaverðann hátt.
ungt_folk
Rök með og á móti
Helstu rökin fyrir því að 16 ára einstaklingar hljóti kosningarétt eru þau að það muni smám saman leiða til breyttra áherslna í landsmálunum þar sem kjörnir fulltrúar landsins myndu leitast við að verja hagsmuni stærri hluta þjóðarinnar. Kosningaréttur hefði þroskandi áhrif á ungt fólk og það yrði að ábyrgum þátttakendum í samfélaginu.
Rök gegn því að ungt fólk fái kosningarétt eru til dæmis þau að börn og unglingar búi ekki yfir vitsmunaþroska til að taka afstöðu í þjóðmálum eða sveitastjórnarmálum, að þau láti tilfinningar ráða fremur en dómgreindina og séu líklegri til að verða fórnarlömb áróðursmeistara. Öll þessi rök lýsa vantrausti á ungt fólk og hafa reyndar einnig verið notuð á liðnum tímum til að koma í veg fyrir að konur, eignalausir, undirokaðir kynþættir og jafnvel almenningur hljóti kosningarétt!
Krafa okkar í upphafi 21. aldarinnar hlýtur að vera sú að allir 16 ára og eldri fái kosningarétt.

ung


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hjartanlega sammála þér Hlynur. Það sem þyrfti að koma á móti er að bjóða upp á kennslu í grunnskólunum sem aðstoðar þetta unga fólk við skilja samfélagsábyrgð og öðlast samfélagsvitund. Sonur minn er 15 ára, komst í frekar mikið uppnám eftir kennslustund þar sem fjallað var um lýðræði. Hann komst að því að samkvæmt skilgreiningu á lýðræði í kennslubókum búum við ekki við raunverulegt lýðræði. Þá varð honum að orði að hann vildi að hann mætti kjósa þegar hann væri 16 ára svo hann gæti gert sitt til að færa það til betri vegar.

Birgitta Jónsdóttir, 31.1.2007 kl. 06:33

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hjartanlega ósammála.

16 ára unglingar sem ennþá búa heima hjá mömmu og pabba eru langflest ennþá grunlaus um ábyrgð fullorðinna. Ég gef lítið fyrir kosningarétt handa unglingum sem eru ennþá með hendurnar í vösum foreldra sinna og þurfa ekki að hugsa um málefni heimilanna.

Mér finnst þessa umræða svolítil þversögn við að sumir séu að leggja til á sama tíma að hækka verði ökuleyfisaldurinn vegna þroskaleysis yngri ökumanna í umferðinni. 

Haukur Nikulásson, 31.1.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband