Leita í fréttum mbl.is

Loksins Martin Scorsese og Al Gore

martin inconvenient_truth

Það var heldur betur kominn tími til að Martin Scorsese fengi hinn eftirsótta Óskar (e.Oscar:) og sannarlega gaman að Al Gore myndin Óþægilegur sannleikur (e. An Inconvenient Truth) fengi verðlaun sem besta heimildarmyndin. Þjóðverjar eru að rifna úr stolti (ef það er þá hægt) fyrir að myndin Líf annarra (þ. Das Leben der Anderen) fengi Óskar gamla gull frænda. Der Spiegel segir svo frá hér. Hér er annars fréttin af mbl.is.

"Kvikmyndin The Departed í leikstjórn Martin Scorsese fékk Óskarsverðlaunin í ár sem besta myndin, þá fékk breska leikkonan Helen Mirren verðlaun sem besti kvenleikarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Queen. Forest Whitaker hlaut hins vegar verðlaunin í flokki karlleikara fyrir túlkun sína á einræðisherranum Idi Amin í kvikmyndinni The Last King of Scotland.
Scorsese hafði áður verið tilnefndur fimm sinnum fyrir kvikmyndir sínar, en þetta eru fyrstu Óskarsverðlaunin sem hann hlýtur.
Þá var tónskáldið Ennio Morricone heiðraður fyrir ævistarf sitt við gerð kvikmyndatónlistar,
Bandaríska leik- og söngkonan Jennifer Hudson fékk Óskarinn fyrir leik í aukahlutverki fyrir myndina Dreamgirls og Alan Arkin fékk einnig verðlaun fyrir besta leikinn í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni Little Miss Sunshine. Myndin An Inconvenient Truth, sem Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, gerði um umhverfismál, var valin besta heimildarmyndin. Þýska myndin Das Leben der Anderen var valin besta erlenda myndin en myndin Pan's Labyrinth, sem keppti einnig í þeim flokki, fékk verðlaun fyrir förðun og listræna stjórnun. Tölvuteiknimyndin Happy Feet var valin besta teiknimyndin."


mbl.is Scorsese fékk loks Óskarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Óþægileg Staðreynd, er svo sannarlega fyrir Al Gore því myndin

herfu ekkert að gera með heimildir því myndin er skólabóka dæmi

um rang færslur og rang túlkanir. Það nægir að benda á eitt atriði

sem flestir hafa séð því það er notað til kynningar á mynini.

Þar er sýndur skrijökull sem er að kelfa í sjó fram og fjálgslega

lýst að svona muni fara fyrir jöklum jarðar ef hlýnun verður.

Sannleikurinn er að þetta atriði sem sýnt er byggist á jökullinn

sem um ræðir sé stór og hafi þyngd til að ýta skriðjöklum sínum

í sjó fram, eða að jöklar stækki.

Leifur Þorsteinsson, 26.2.2007 kl. 10:42

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er svo ánægð fyrir Scorsese hönd. Hann átti þetta skilið. Það hefði verið næs ef Peter O-Toole hefði líka fengið óskar. Ekki það að ég sé búin að sjá myndina hans, en hann hefur bara gert svo margt frábært.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.2.2007 kl. 06:20

3 identicon

frábært med ad Al Gore fékk óskarinn fyrir bestu heimildarmyndina.

kær kvedja steina

steinunn helga sigurdardóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:15

4 identicon

Af hverju var heldur betur kominn tími á Scorsese? Þetta er svona frasi sem gengur núna og hefur gengið í nokkur ár en stenst í raun enga skoðun.

 Þetta er sjötta tilnefning hans, en í flestum tilfellum eru áberandi miklu betri myndir og leikstjórar sem vinna.

 Sem dæmi:

Rain man > The last temptation of christ

The pianist > Gangs of New York

Million dollar baby > The aviator

Önnur dæmi eru kannski jafnari, í þessum sem ég nefndi hér að ofan er ekki líku saman að jafna.

Nú hef ég ekki séð neina af þessum myndum sem um var að ræða í ár en einhvern veginn er mér til efs að The departed sé svona miklu betri mynd en aðrar sem þarna kepptu. Að dæma svo enn frekar ekki um mynd heldur um leikstjórn hlýtur alltaf að vera dálítið huglægt, hvar liggja mörkin á milli leikstjórnar og leiks etc.

Að auki má við þetta bæta að Scorsese er svo augljóslega alltaf að rembast við að búa til "Óskarsmyndir", versta dæmið um þetta er sennilega Gangs of New York. Þetta er svona svipað og þegar fólk er að semja "Eurovisionlög", niðurstaðan er hálfvolgur og bragðvondur grautur.

-DJ- (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband