Leita í fréttum mbl.is

Skrifum undir

sattmali_a_vef

Ég hvet alla til að skrifa undir sáttmála Framtíðarlandsins sem fyrst. Þegar ég skoðaði áðan voru 3027 búnir að skrifa undir. Hægt er að sjá hvaða þingmenn eru búnir að skrifa undir sáttmálann um framtíð Íslands og það hafa 17 þingmenn gert nú þegar. Þar af eru allir þingmenn Vinstri grænna og tólf þingmenn Samfylkingarinnar. Það var sagt frá því að Jónína Bjartmars væri búin að skrifa undir en hún er ekki merkt græn á listanum. Hætti hún við? Eða var þetta bara della að hún hefði skrifað undir? Það eru engir þingmenn Sjálfstæðisflokks búnir að skrifa undir og ekki heldur Frjálslyndra og án Jónínu ekki heldur neinn þingmaður Framsóknar. Þið getið bæst í hópinn sem vill grænt Ísland en ekki grátt og skrifað undir hér. Hér er svo fréttatilkynningin sem Framtíðarlandið sendi frá sér:

Sáttmáli um framtíð Íslands
--fréttatilkynning 18. mars 2007

Virkja þarf sem nemur orku frá þremur Kárahnjúkavirkjunum á 25-30 nýjum svæðum á Íslandi gangi núverandi áætlanir um stóriðju eftir. Með þessum aðgerðum er verið að skuldbinda orkulindir Íslands til einhæfra nota til langs tíma, takmarka nýtingu á fjölbreyttari og verðmætari tækifærum, fórna gríðarlegum náttúruverðmætum og auka losun gróðurhúsalofttegunda.

Ef fram fer sem horfir verður 85% af orkuframleiðslu Íslands bundin í álverum til langs tíma. Áætlanir um að stækka álverin í Straumsvík ogHvalfirði og byggja ný álver í Helguvík, á Húsavík og hefja álframleiðslu á Reyðarfirði þýða að framleiðsla áls mun aukast úr um 270,000 tonnum á ári (2003) í að minnsta kosti 1,5 milljónir tonna á ári. Ef öll álverin þyrftu í framtíðinni að stækka í samræmi við óskir álversins í Straumsvík verður orkuþörf þeirra meiri en tæknilega möguleg raforkuframleiðsla á Íslandi í dag, jafnvel þótt að Jökulsá á Fjöllum, Gullfoss og laxveiðiárnar séu taldar með. Þar með yrðu aðrir möguleikar á raforkunýtingu landsins útilokaðir.

Átök um um virkjanamál og stóriðju hafa á liðnum misserum rekið fleyg í þjóðarsálina og valdið klofningi milli landshluta, byggðarlaga og jafnvel innan fjölskyldna. Umfang núverandi stóriðjuáætlana er slíkt að ljóst er að deilurnar sem þjóðin hefur fengið nasasjón af á síðustu árum munu aðeins magnast. Því leggur Framtíðarlandið fram sáttmála um framtíð Íslands. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi Forseti Íslands er verndari sáttmálans.

1.    Við höfum kjark til að byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag á Íslandi þar sem hugvit og sköpunargleði einstaklinga fær að njóta sín þeim sjálfum og öðrum til heilla.
2.    Við sýnum komandi kynslóðum virðingu með því að láta lögfesta áætlanir um náttúruvernd áður en nokkuð frekar er aðhafst í orkuvinnslu.
3.    Við öxlum ábyrgð á tímum viðsjárverðra loftslagsbreytinga í heiminum með því að fylgja alþjóðlegum skuldbindingum um losun gróðurhúsalofttegunda.


Fyrir stjórnmálamenn þýðir þetta að áður en ráðist verður í nokkrar frekari virkjunar- eða stóriðjuframkvæmdir verði búið að afgreiða og samþykkja fyrsta og annan áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og að Rammaáætluninni í heild verði gefið lögformlegt vægi. Þar til því ferli er lokið verði ekkert frekar aðhafst í stóriðju- og virkjanauppbyggingu. Þetta útilokar ný álver í Helguvík og á Húsavík, sem og stækkun álveranna í Straumsvík og í Hvalfirði á tímabilinu. Á meðan þessu ferli stendur verði ekki leitað hófanna með aðrar virkjanir, hvort sem þær falla í umhverfisflokk A, B eða C samkvæmt núverandi skilgreiningu Rammaáætlunar. Ennfremur verði engum frekari rannsóknarleyfum úthlutað á þessu tímabili. Þá verði íslenska ákvæðið í Kyoto-bókuninni ekki notað frekar en þegar hefur verið gert vegna Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði.
   
Á meðal fyrstu stuðningsmanna sáttmálans má nefna: Sigurbjörn Einarsson, biskup, Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og aðstoðarforstjóri Time Warner, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi Forsætisráðherra, Jón Eiríkssson, bóndi á Vorsabæ, Skeiðum, Tryggvi Guðmundsson, Markaðsráðgjafi og knattspyrnumaður úr FH, Vilhjálmur Árnason, heimspekiprófessor, Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor í eðlisfræði, Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur, Bjarni Haukur Þórsson, leikari og leikhúsframleiðandi, Margrét Harðardóttir arkitekt, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor  í félagsráðgjöf  við HÍ, Mugison, tónlistarmaður, Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins CCP, Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona, Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur, Guðný Halldórsdóttir Laxness, kvikmyndaleikstjóri, Sr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur og prófastur, Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, Guðrún Agnarsdóttir, læknir og forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, Orri Vigfússon, viðskiptamaður og formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna í Norður-Atlantshafi, Sigurður Gísli Pálmason, viðskiptamaður, Dr. Hörður Arnarson, Forstjóri Marels og Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik.

Sáttmálann um framtíð Íslands og rök fyrir honum má nálgast á www.framtidarlandid.is


mbl.is „Óþarfi að drekkja í pósti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Hlynur GuðmundssonHlynur HallssonHlynur Ingvi SamúelssonHlynur Jóhannssonhlynur johnsenHlynur ÓskarssonHlynur Þór Magnússon

Hlynur Þór Sveinbjörnsson

Hlynur Þór Magnússon, 20.3.2007 kl. 16:33

2 identicon

Cactusi þykir sniðugur hvernig þekkingarsamfélagið birtist á þessu bloggi.

Listamaður án bindis.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 18:18

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Tek undir þetta að allir eigi að skrifa undir

Sædís Ósk Harðardóttir, 21.3.2007 kl. 00:06

4 Smámynd: Haukur Kristinsson

skrifa aldrei undir svona stöðnun í atvinnulífinu, finnst frekar vænt um vinnuna mína,vill ekki missa hana, vinn í álveri svo þið vitið það, en við verðum að afla gjaldeyris svo hvar eigum við að afla hans? held ekki hjá ríkis eða bæjarstafsmönnum

Haukur Kristinsson, 21.3.2007 kl. 02:01

5 identicon

búnað skrifa undir :D

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:47

6 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

hvet þig til að kíkja á þetta:

http://www.hagurhafnarfjardar.is/?p=52

Jóhanna Fríða Dalkvist, 21.3.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband