Leita í fréttum mbl.is

Góđur dagur til ađ kjósa

bakgrunnur

Hafnfirđingar fjölmenna vonandi á kjörstađ í dag til ađ kjósa. Ég hef ekki kosningarétt og ćtla ţessvegna bara ađ ţekja einn húsvegg međ áli og spreyja smá á hann. Ţađ er ađ vísu rok núna hér á Akureyri en lćgir vonandi um hádegi og ţá geta akureyringar og ađrir fylgst međ. Hér er fréttatilkynning um verkiđ:

Hlynur Hallsson
Drulla - Scheisse - Mud
VeggVerk
31.03. - 25.05.2007
www.veggverk.org

Í dag laugardaginn 31. mars setur Hlynur Hallsson upp verkiđ "Drulla - Scheisse - Mud" á vegg á mótum Strandgötu og Glerárgötu á Akureyri. VeggVerk sem einnig er hćgt er ađ sjá á slóđinni www.veggverk.org hefur veriđ starfrćkt af Halli Gunnarssyni frá ţví síđasta haust og er sýning Hlyns sú ţriđja í röđinni. Áđur hafa Jóna Hlíf Halldórdsdóttir og Werner Berger ásamt Timothy Murphy sýnt á veggnum.

Verk Hlyns Hallssonar er gert í tilefni af ţví ađ í dag kjósa Hafnfirđingar um hvort stćkka eigi álver Alcoa í Hafnarfirđi eđa halda ţví óbreittu. Hlynur mun klćđa vegginn međ áli og veggfóđra ţannig yfir verk ţeirra Werner Bergers og Timothy Murphy´s sem er málverk međ textatilvitnun í Nelson Mandela eđa öllu heldur Marianne Williamson. Hlynur ćtlar ţví nćst ađ spreyja á áliđ setningarnar:

TAKK FYRIR ALLT ÁLIĐ
VIELEN DANK FÜR DAS GANZE ALUMINIUM
THANKS FOR ALL THE ALUMINIUM


Hlynur segir:
"Verkiđ er óđur til álrisanna og ţakklćti fyrir allt áliđ sem ţeir hafa fćrt okkur, eđa kannski öllu heldur súraliđ frá Ástralíu. Takk fyrir allar einnota umbúđirnar sem eru síđan framleiddar úti í heimi og ameríkanar henda svo án ţess ađ endurvinna. Takk fyrir ađ kaupa af okkur rafmagn fyrir brot ađ ţví sem annar iđnaur ţarf ađ borga, hvađ ţá almenningur. Takk fyrir alla mengunina. Takk fyrir ađ skapa deilur í samfélaginu. Takk fyrir stuđla ađ hárri verđbólgu og háum vđxtum á lánunum okkar og takk fyrir ađ ađ ţví ađ hrekja önnur fyrirtćki úr landi. Takk fyrir ţetta allt. Takk, bara takk."

Hlynur Hallsson hefur gert fjölda af spreyjverkum á undanförnum árum á sýningum í Marfa í Texas, München, Berlín, Kumamoto, Feneyjum, Kaupmannahöfn, Malmö, Reykjavík, Akureyri og nú stendur einmitt yfir sýning á verkum Hlyns á Gráa svćđinu í Ţelamerkurskóla ţar sem hann hefur spreyjađ á vegg skólans. Ţađ verk sem heitir "Skólinn - Die Schule - The School". Hćgt er ađ skođa nokkur ţessara verka og mörg fleiri á heimasíđu Hlyns: www.hallsson.de
Hlynur bloggar einnig á www.hlynur.is

Hlynur Hallsson er fćddur á Akureyri 1968. Hann stundađi myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur sett upp um 50 einkasýningar og tekiđ ţátt í um 70 samsýningum. Hlynur hlaut verđlaun Kunstverein Hannover 1997, verđlaun ungra myndlistarmanna í Neđra-Saxlandi 2001 og verđlaun Sparda Bank áriđ 2005. Hann hefur fengiđ 6 mánađa listamannalaun 1997, 2002 og 2003 og tveggja ára starfslaun 2006. Hlynur var bćjarlistarmađur Akureyrar áriđ 2005.
Verk Hlyns eru í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Listasafnsins á Akureyri, Listasjóđs Dungals, Listasafns Flugleiđa, Samlung Howig í Zürich auk nokkurra einkasafna í Evrópu. Hlynur vinnur međ ljósmyndir, texta, innsetningar, gjörninga og hvađ eina, allt eftir ţví sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburđir eins og sundferđir, gönguferđir eđa snjóhúsbygging geta veriđ efniviđur í verkum hans en einnig landmćri, samskipti fólks og viđhorf okkar.
VeggVerk
Sýning Hlyns á VeggVerk stendur yfir til 25. maí 2007 og er öllum opin. Hlynur mun vinna viđ ađ setja upp verkiđ milli 12 og 16 í dag laugardag og fyrir ţá sem ekki komast og eru til dćmis staddir í Hafnarfirđi er hćgt sjá myndir og fylgjast međ uppsetningunni og svo fullbúnu verkinu á www.veggverk.org


mbl.is Úrslit í Hafnarfirđi gćtu legiđ fyrir kl. 21 til 22
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gerðu okkur öllum greiða og fjarlægðu þetta ógeð af veggnum. Þetta er ekki list Hlynur minn, ég keyrði framhjá þessu áðan og ég var að velta fyrir mér hvaða heilalausu iðnaðarmenn hefðu verið þarna að verki, hvort það ætti  að klæða af listaverkið sem var á veggnum þarna undir. Já Hlynur, það var list.

Atli Már Egilsson (IP-tala skráđ) 2.4.2007 kl. 13:35

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kćri Atli, ţetta er ekki klárt ennţá en ég sérstaklega ánćgđur međ ađ ţú skulir vera uppnumin af ţví sem komiđ er. Vona ađ ţú verđir í jafn miklu stuđi ţegar allt er komiđ :) Bestu kveđjur,

Hlynur Hallsson, 2.4.2007 kl. 13:57

3 identicon

Hehe, you must be the king of understatements, því að "uppnuminn" lýsir á engan hátt hvernig mér leið þegar ég sá þetta. Ég held nú reyndar að ég komi ekkert frekar til með að fallast á heilan vegg  þakinn álklæðningu frekar en hálfan. Það eina sem gæti mögulega bjargað þessu "verki" þínu í mínum huga, væri ef að einhverjir hæfileikaríkir unglingar mættu þarna með úðabrúsa og notuðu þitt "verk" sem striga fyrir sitt verk. En túlkun listar er víst afstæð.

Atli Már Egilsson (IP-tala skráđ) 2.4.2007 kl. 16:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband