Leita í fréttum mbl.is

Snjóflóð og menningarflóð

Þórunn.EymundardóttirÞað má teljast mesta mildi að enginn sjömenninganna skyldi hafa slasast eða eitthvað þaðan af verra hent þau í snjóflóðinu. Ég var nýbúinn að ná í Huga og félaga hans aftur úr Fjallinu þegar þetta gerðist. Það hljómar dálítið spennandi af fá far niður af toppnum á snjóbreiðu en sennilega skemmtilegra eftir á heldur en að lenda í því.

Í Morgunblaðinu á föstudaginn skrifaði Anna Jóa svo um annarskonar flóð nefnilega myndlistarflóðið á Akureyri undir fyrirsögninni "Kraumandi listalíf". Þetta er áhugaverð grein og ég stal henni af síðunni hans Jónasar Viðars félaga míns og birti hér með nokkrum tenglum. 

MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 BLS. 19

Kraumandi listalíf

Athafnasemi á myndlistarsviðinu á Akureyri takmarkast ekki viðviðburði á Listasumri, heldur ríkir þar í bæ mikill myndlistaráhugi og gróska í sýningarhaldi allan ársins hring. Listasafnið á Akureyri hefur fyrir löngu sannað gildi sitt meðmetnaðarfullu sýningarhaldi, líkt og hið einstæða Safnasafn við Svalbarðsströnd.

Gróskuna í listalífi bæjarins má ekki síst rekja til starfsemi Myndlistaskólans á Akureyri sem nýlega fagnaði 33. starfs ári sínu með árlegri útskriftarsýningu. Skólinn býður upp á nám á háskólastigi í myndlist og listhönnun og er sem slíkur valkostur við höfuðborgarsvæðið. Skólinn stendur einnig fyrir námskeiðum fyrir börn, unglinga og fullorðna og þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þeirrar starfsemi í samfélaginu. Myndlistaskólinn á Akureyri er viðurkenndur afmenntamálaráðuneytinu og styrktur af ríki og bæ en tryggja þyrfti fjárhagslegan rekstrargrundvöll hans til framtíðar.

Á Akureyri eru starfrækt fjölmörg sýningarrými og gallerí. Pistilhöfundur brá sér norður á dögunum og heimsótti sýningarrýmið galleriBox sem Menningarmiðstöðin Listagil við Kaupvangsstræti hefur umsjón með og rekið er af hópi myndlistarmanna sem hafa þar vinnustofur. Á sýningu Þórunnar Eymundardóttur „Hornberi“ hafði Boxinu verið pakkað inn og sviðsett þar nokkurs konar gægjusýning með hreindýraívafi. Næsti sýnandi er Margrét H.Blöndal sem tilnefnd var til íslensku sjónlistaverðlaunanna á síðasta ári en stofnað var til þeirra að frumkvæði Listasafnsins á Akureyri.

Listalífið er sérstaklega blómlegt við Kaupvangsstrætið. Í Jónas Viðar Gallery sýnir nú Þorvaldur Þorsteinsson en hann er Akureyringur að uppruna og hóf einmitt myndlistarnám sitt í Myndlistaskólanum. Áhugaverðar myndlistarsýningar hafa verið í Populus Tremula, menningarsmiðju í Listagilinu. Í Deiglunni í Listagilinu sýnir um þessar mundir Pétur Örn Friðriksson verk sem lúta m.a. að ferðalögum og farartækjum.

Brekkugatan státar af tveimur galleríum. Þar er Gallerí DaLí rekið, ásamt vinnuaðstöðu, af tveimur nemendum Myndlistaskólans, þeim Sigurlínu M. Sveinbjörnsdóttur eða Línu, sem nú sýnir í galleríinu í tengslum við útskrift sína, og Dagrúnu Matthíasdóttur. Framtak þeirra endurspeglar þann myndlistaráhuga sem starfsemi skólans hefur í för með sér.

Gallerí + við Brekkugötu 35 hefur verið starfrækt frá 1996 af hjónunum Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttur og Joris Rademaker – af löngun til að skapa „viðbót“ (samanber „+“) í listaflóru bæjarins. Nú er þar sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, sem framlengd hefur verið þrisvar sinnum vegna mikillar aðsóknar. Vel heppnuð sýning Aðalheiðar samanstendur af skúlptúrum og lágmyndum auk blárrar birtu úr lofti og er byggð inn í rýmið. Í sumar verður þarna sýning Guðrúnar Pálínu sem fjallar um sjálfsmynd hennar út frá stjörnukorti. Gallerí +er rekið í sjálfboðavinnu og nýtur lítilla sem engra styrkja og virðist sú vera raunin með ýmis önnur sýningarrými á Akureyri – þau virðast ekki rekin með hagnað að leiðarljósi. Mikilvægt er að styðja við bakið á slíkri hugsjónastarfsemi sem er mikilvægur þáttur í aðdráttarafli bæjarins.

Anna Jóa


mbl.is Sjö manns lentu í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.