Leita í fréttum mbl.is

Jónas Hallgrímsson 200 ára


Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar verður opnuð samsýning 21 myndlistarmanns í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 25. ágúst kl. 14.00. Ber hún yfirskriftina "Skyldi' ég vera þetta sjálfur".
Jónas er kveikjan að öllum verkum sýningarinnar og verður fjölbreytt flóra myndlistarmanna sem eiga við hann samtal.
Sýningarstjóri er Þórarinn Blöndal.   
Sýninginn mun standa  framyfir afhendingu Sjónlistarverðlaunanna 2007 sem fram fer á Akureyri 21. til 23. september.
Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13:00 og 17.00
    
Eftirtaldir listamenn munu taka þátt í sýningunni:

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Arna Valsdóttir
Áslaug Thorlacius
Birgir Snæbjörn Birgisson
Finnur Arnar
Hanna Hlíf Bjarnadóttir
Helgi Þórsson
Hlynur Hallsson
Hulda Hákonardóttir
Ilmur Stefánsdóttir
Jón Garðar Henrysson
Jón Laxdal
Jón Sæmundur Auðarson
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Jónas Viðar
Joris Rademaker
Megas
Margrét Blöndal
Pálína Guðmundsdóttir
Ragnar Kjartansson
Þorvaldur Þorsteinsson

Menningarmiðstöðin Listagili
Akureyri Cultural Center
Sími/Tel: 466 2609
listagil@listagil.is
www.akureyri.is
http://listasumar.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Þetta er nú ljóta ruglið.

Karl Tómasson, 22.8.2007 kl. 15:13

2 Smámynd: Karl Tómasson

Frábært Hlynur, frááááábært!!!!!!

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 22.8.2007 kl. 15:14

3 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er ótrúlega flottur listi listamanna og kallinn hlýtur að rymja af gleði i gröf sinni. vildi að ég væri fyrir norðan núna...

arnar valgeirsson, 22.8.2007 kl. 23:40

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hjartanlega til hamingju öll sömul, mörg nöfnin vekja upp minningar !

gaman

kærleiksKnús til þín og fjölskyldunnar

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 06:24

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur minn hlynur ! bara smá að minna á

"HEIMAR MÆTAST" Fimmtudaginn 23.8 kl 19,00 á íslenskum tíma og 21,00 á dönskum tíma opna Guðsteinn Haukur Barkarson og Steinunn Helga Sigurðardóttir samsýningu á moggabloggi ! Allir eru velkomnir á fyrstu sýningu sinnar tegundar. Við viljum með þessari samsýningu sýna að allt er möguleg bæði hvað varðar sýningarrými og fjarlægðir. Við hvetjum fólk til að setjast niður við tölvuskjáinn með veitingar og taka þátt í þessari ósýnilegu tengingu landa og manna á milli. Listamennirnir eru staddir á heimilum sínum á opnuninni. Sýningin er opin allan sólarhringinn frá fimmtudeginum 23. ágúst til sunnudagsin 26. ágúst.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 15:48

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta hlýtur að vera heilmikil sýning.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.8.2007 kl. 17:35

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég skelli mér á sýninguna ykkar NÚNA kæra Steina. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.8.2007 kl. 19:09

8 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Og ég get skellt mér á sýninguna í Listagili. Er svo heppin að vera fyrir norðan í næstu viku! Til hamingju með þetta.

María Kristjánsdóttir, 24.8.2007 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband