Leita í fréttum mbl.is

Guðrún Vaka opnar sýninguna "Uppgjör" á Café Karólínu

Guðrún Vaka

Uppgjör

05.01.08 - 02.02.08


Velkomin á opnun laugardaginn 5. janúar 2008, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Laugardaginn 5. janúar 2008, klukkan 14 opnar Guðrún Vaka sýninguna "Uppgjör", á Café Karólínu á Akureyri.

Guðrún Vaka útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2006 var þar áður eitt ár á myndlistabraut VMA. Hún er meðlimur í Grálistahópnum og hefur tekið þátt í samsýningum en þetta er hennar fyrsta einkasýning. Hún segir um sýninguna á Café Karólínu:

"Tónlist! Hvar værum við án hennar? Það eiga sér örugglega flestir einhverja góða sögu um þeirra upplifun á góðri tónlist, svo ekki sé minnst á lélegri tónlist, lag sem minnir á fyrstu ástina, lag til að gráta yfir, lag sem kemur manni í gott skap eða vont skap og svona mætti lengi telja.

Með þessari sýningu má segja að ég sé að gera upp tónlistasmekk minn frá æsku en hann þótti með eindæmum lélegur, það er hvað jafnaldra mína varðar, og það var ekki oft að ég viðurkenndi hvernig tónlist ég hlustaði á þegar enginn heyrði til.

Þetta byrjaði allt á því að ég komst í plötusafnið hans pabba, en hann átti ógrynni af vínilplötum, litlum, stórum, 45 snúninga og 75 snúninga svo ekki sé minnst á valið á tónlistinni sjálfri, þarna var hægt að finna alla helstu söngvarana frá árunum “60-“80.

Ég kolféll fyrir köllum á borð við Elvis Prestley, Cat Stevens, Simon and Garfunkel og Creedings Clearwater Revivel, ég verð nú að viðurkenna að ég hlusta ekki mikið á Elvis í dag en hinir eldast assi vel. Þegar ég var um 14-15 ára voru strákarnir í Wham og Duran Duran aðalmálið, mér þótti ekki mikið til þeirra koma en reyndi að taka þátt í herleg heitunum. Einhvern tíman þegar umræða opnaðist í bekknum mínum um tónlist var ég spurð með hverjum ég “héldi” þá asnaðist ég til að segja Wham en allur bekkurinn “hélt” með Duran Duran.

Ég hefði alveg eins getað sagt Cat Stevens miðað við umræðuna sem fór af stað í kjölfarið á þessu svari mínu og dauðsá eftir því að hafa ekki gert það því ég var alveg viss um að allavega kennarinn hefði staðið með mér ef ég hefði nefnt hann. Tónlist í dag á það til að fara dálitíð í taugarnar á mér og þá helst textarnir, allt þetta...jejejeje, oooooo og sexsexsex, hvað varð um alla ástina, pólitíkina og áróðurinn sem lituðu tónlistina á hippaárunum?

Í dag hlusta ég enn á þessa kalla mína og þrátt fyrir að tónlista smekkur minn sé talinn vafasamur þá læt ég engan stoppa og mig og hlusta á þá í botni inni í bílskúr eða í Ipodinum mínum. "

Fyrri sýningar:
Samsýning, DaLí, Grálist með smálist              2007
Einkasýning, Staðurinn Akureyri                    2006
Samsýning, Óðinshúsi Eyrarbakka                 2006
Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri           2004, 2005 og 2006
Samsýning, Langi Mangi Ísafirði                    2005-2006
Samsýning, Strikið Akureyri                          2005
Nemendasýning útskriftanema, Deiglan          2005
Nemendasýning útskriftanema, Deiglan          2005
Samsýning, Rex og Pex vinnustofa                2005
Samsýning, Geimstofan                                 2004
Samsýning, Pönk, Deiglan                              2004

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Vaka í gvaka(hjá)simnet.is og í síma 8962987

Sýningin á Café Karólínu stendur til 2. febrúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 5. janúar, klukkan 14.

Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant.

Næstu sýningar á Café Karólínu:

03.02.08-02.03.08     Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08     Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08     Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08     Kjartan Sigtryggsson
07.06.08-04.07.08     Arnar Ómarsson
05.07.08-01.08.08     Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08     Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08     Sigurlín M. Grétarsdóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilegt ár kæri Hlynur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.1.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband