Leita í fréttum mbl.is

Nú ég hélt að álið væri framtíðin!

alver

Hva, bara verið að leggja niður álbræðslur útum allt nema í Trinitad & Tobacco og á Íslandi. Ég hélt að meira ál væri lausn á öllum málum. Ætli Valgerður viti af þessu, eða Alcoa? Niðurskurður í þessum bransa er ekki eitthvað sem þau skötuhjú vilja heyra. 


mbl.is Norsk Hydro stefnir að sölu á verksmiðjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Ætli koltrefjar komi ekki í stað álsins? spyr sá sem ekki veit.

Sveinn Arnarsson, 18.10.2006 kl. 11:19

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Koltrefjar koma örugglega í stað áls í mörgum hlutum. T.d. skilst mér að nýustu Airbus flugvélarnar séu ekki með mikið ál en þeim mun meira úr koltrefjum enda léttara, sterkara og betra. Það sorglega er hinsvegar að við erum bara hráefnisframleiðendur með þessum álbræslum hérna og nú á að halda áfram á Húsavík. Hvað segir þú um það Svenni? Svo er ný risaverksmiðja í undirbúningi í Hvalfirðinum. Gott mál að framleiða eitthvert efni í sólarrafhlöður en hvernig væri nú að fara að framleiða vöruna sjálfa. Þar verður hagnaðurinn til. Hætta þessari frumframleiðslu og fara að framleiða dýrmæta vöru í staðinn!

Hlynur Hallsson, 18.10.2006 kl. 11:33

3 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Það er alveg hárrétt hjá þér Hlynur að við erum í of miklu mæli aðeins hráefnaframleiðendur. Mig minnir að við í UJH höfðum uppi slagorðið "fullvinnum álið heima".

Það þarf að endurskoða atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni, með því að styðja við bakið á sprotafyrirtækjum, með skandinavísku leiðinni "störf án staðsetningar" og svo mætti lengi telja. Því það er svo sniðugt að ef þú keyrir upp að burger king í Wisconsin þá er einstaklingur heima hjá sér í texas að taka niður pöntunina. sama að konur á eldri árum í bandaríkjunum eru farnar að svara í síma og selja miða fyrir RyanAir.

Við erum aftarlega á merinni. En við gerum gangskör í þessum málaflokki þegar við komumst til valda saman í vor!!

Sveinn Arnarsson, 18.10.2006 kl. 12:30

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta var góð framboðsræða Svenni! En ertu viss um að allir í Samfó vilji fara í ríkisstjórn með okkur? Samfó hér á Akureyri klikkaði gjörsamlega í sumar og hoppaði uppí með Sjálfstæðisflokknum. Bentu Hermanni á það og Kristjáni Möller líka!

Hlynur Hallsson, 18.10.2006 kl. 12:48

5 identicon

Af hverju talar fólk svona niður til álvinnslu hér á landi. Við getum framleitt ál á vistvænni hátt en flestar þjóðir. Ál er lausn á mörgum hlutum og verður framleitt áfram hvort sem við gerum það eða einhverjir aðrir. Notkun áls skiptist u.þ.b. svona: 25% í ýmsar neytendavörur einsog vélar og búnað, íþróttavörur og húsgögn.
25% í fólksbíla, flugvélar, vagna, skip, báta, flutningabíla og rútur.
20% er notaður í lyfja og matvælaiðnaði sem umbúðir.
20% í brýr,grindur, hurða og gluggakarma, þök, húsaklæðningar og loftræstikerfi.
10% fara síðan í raflínur, möstur og fylgihluti. Svo að koltrefjar eða eitthvað annað leysa ál ekkert af hólmi á næstunni.
Ál er hráefni og það er öllum frjálst að spreyta sig á úrvinnslu. Yrði örugglega tekið fagnandi ef einhverjir kæmu fram með góðar raunhæfar hugmyndir.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan á Íslandi

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 21:34

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Tryggvi hjá Alcan

takk fyrir þessar áhugeverðu prósentutölur. Ég held að fólk "tali svona niður til álvinnslu hér á landi" vegna þess að álbræslurnar menga gífurlega og fá auk þess rafmagnið á spottprís meðan annar iðnaður þarf að borga fullt verð!

"Ál er hráefni og það er öllum frjálst að spreyta sig á úrvinnslu. " ...er einnig áhugaverður punktur hjá þér. Ég mæli með því að þú gluggir í bók Andra Snæs Magnasonar "Draumalandið" en það kemur m.a. fram að ef bandaríkjamenn myndu endurvinna bara smá hluta af öllu álinu sem þeir kasta frá sér t.d. í formi gosdósa þá þyrfti engar nýjar eða stækkaðar álbræslur hér á landi.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 20.10.2006 kl. 11:10

7 identicon

Sæll Hlynur.
Þessar prósentutölur sýna aðeins hve ál er mikilvægt og að það er ekkert að hverfa af markaði. Í flestum tilfellum mengar áliðnaður meir erlendis. Er það skárra af því að það er í langtíburtulandi? Það munar um hvort rafmagn er keypt sem 220.000 Volt með 95% nýtingu 24/7, eða 220 Volt með ótal greinum og spennistöðvum. Þar að auki mun lélegri nýting. Ég hef gluggað í bókina Draumalandið eftir Andra Snæ. Hún breitti viðhorfum mínum lítið. Auðvitað verður mannkynið að huga betur að bestu kostum til að draga úr mengun. En að halda því fram að liður í því sé að koma í veg fyrir nýtingu orku fallvatna hérlendis er vafasamt.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan á Íslandi

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband