Leita í fréttum mbl.is

Ágúst Ţór Árnason fjallar um mynd mannsins á Amtsbókasafninu

 

Áhugverđ fyrirlestraröđ heldur áfram á Amtsbókasafninu hér á Akureyri í dag.  Ágúst Ţór Árnason hjá HA fjallar um "Mynd mannsins í frćđum laga og réttar" Hér er tilkynning frá Félagi áhugafólks um heimspeki, Amtsbókasafninu, Háskólanum á Akureyri og Akureyrarstofu:

Fyrirlestur fimmtudaginn 27. mars
kl. 17.00 á Amtsbókasafninu á Akureyri


Mynd mannsins –
í frćđum laga og réttar


Hugtakiđ „mynd mannsins” er ţverfaglegt fyrirbćri af ţeirri einföldu ástćđu ađ engin ein grein frćđa og/eđa vísinda getur gefiđ viđhlítandi mynd af manninum jafnvel ţótt henni sé ađeins ćtlađ ađ takmarka sýnina viđ ţađ hvernig mađurinn birtist í viđkomandi grein. Mađurinn í frćđum laga og réttar getur veriđ í flestum ţeim kringumstćđum sem lífiđ býđur upp á. Hann getur veriđ foreldri, eigandi, bótaţegi, ráđherra, prestur eđa dómari. Í erindi sínu veltir Ágúst Ţór Árnason ţví fyrir sér hvort hćgt sé ađ fá einhverja heildarmynd af manninum sem viđfangsefni laga eđa hvort myndin sem viđ getum lesiđ út úr lagaverkinu verđi aldrei annađ en lítiđ brot af ţeirri hugmynd sem viđ höfum flest um fyrirbćriđ manninn.

Ágúst Ţór Árnason er ađjúnkt viđ Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri ţar sem hann hóf störf sem verkefnastjóri áriđ 2002. Hann hefur m.a. unniđ ađ undirbúningi meistaranámsbrautar í heimskautarétti sem hefst nćsta haust. Ágúst var gestafrćđimađur viđ Centre for Advanced Study í Ósló 2001-2002. Hann var viđ doktorsnám viđ Johann Wolfgang Goethe-Universität, Frankfurt am Main 1998-2001. Fyrrihlutanám í heimspeki, lögfrćđi og stjórnmálafrćđi viđ Die Freie Universität, Berlin 1985-89; seinni hluti (meistaranám) 1989-91 viđ sama skóla. Framkvćmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands 1994-2001 (náms- og rannsóknarleyfi 1998-2001). Fréttamađur á Ríkisútvarpinu 1991-94. Fréttaritari RÚV í Ţýskalandi 1989-1991 og Bylgjunnar 1986-89. Verkefnastjóri á ađalskrifstofu Alţjóđlegra ungmennaskipta í Berlín 1983-85 og framkvćmdastjóri Alţjóđlegra ungmennaskipta (AUS) á Íslandi 1980-83.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.