Leita í fréttum mbl.is

Heimskautaréttur á Akureyri

IcelandHáskólinn á Akureyri er frábćr stofnun og hefur haft meiri áhrif á mannlíf, atvinnulíf og menningu á Eyjarfjarđarsvćđinu en mörgum dettur í hug. Og jafnvel víđar, ţví starfsemi hans teygir sig ekki bara um allt land heldur langt út fyrir landssteinana.

Nýjasta snilldin hjá HA er nám í heimskautarétti sem hefst í haust eftir mikinn undirbúning. Ţetta nám er eitthvađ ţađ merkilegasta sem er ađ gerast í íslenskum háskólamálum nú um stundir. Međ námi í heimskautarétti erum viđ ađ undirbúa sjálfstćđa utanríkispólitík Íslendinga til ókominnar framtíđar.

Á međal kennslugreina eru inngangur ađ heimskautarétti, umhverfisréttur og loftslagsbreytingar, ţjóđaréttur, frumbyggjaréttur, auđlinda- og umhverfisréttur, réttindafrćđi og mannréttindalögfrćđi. Einnig er kenndur venjuréttur samfélaga á norđurslóđum, fćreyskur réttur og námskeiđ í alţjóđaviđskiptum og alţjóđasamvinnu ţar sem fjallađ er um stjórnskipun og öryggismál. 

Dagana 7. - 9. september 2008 verđur svo haldin mikil alţjóđleg ráđstefna í HA um afrakstur heimskautaársins 2007/2008. Hćgt er ađ frćđast um ţessa ráđstefnu hér.

Nánari upplýsingar á námiđ á ensku eru hér http://www.polarlaw.is

Ég mćli međ ţessu spennandi námi fyrir alla sem hugsa fram á veginn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband