Leita í fréttum mbl.is

Persepolis í Amnesty-bíói

Kvikmyndin Persepolis eftir Vincent Parronaud og Marjane Satrapi verđur sýnd í Amnesty-bíó ţriđjudaginn 20. maí kl. 20.00 í Hinu húsinu (Gamla pósthúsiđ á horni Austurstrćtis og Pósthússtrćtis).

Myndin er byggđ á samnefndri myndasögu eftir Marjane Satrapi ţar sem höfundur bregđur upp eftirminnilegri mynd af uppvaxtarárum ungrar stúlku á tímum íslömsku byltingarinnar í Íran.

Eftir myndina verđa umrćđur um stöđu kvenna í Íran og ný skýrsla Amnesty International um grýtingar kvenna kynnt. Einnig verđur fólki gefinn kostur á ađ skrifa undir ađgerđabeiđni til stjórnvalda í Íran vegna grýtinga á konum.

Myndin er á ensku međ íslenskum texta.

Ađgangur er ókeypis og allir velkomnir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sćll Hlynur

 Mikiđ er ergilegt ađ vera ekki á landinu til ađ sjá ţessa forvitnilegu mynd.

Anna Karlsdóttir, 19.5.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Steina á afmćli á morgun (ţriđjudag) fćdd 20. 05. 1960. Láttu ţađ ganga.

Gunni Palli kokkur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 19.5.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Ég vona ađ síđuhöfundur sé ekki í Ammesty. Ţađ á ađ banna félögum í stjórnmálahreyfingu ađild ađ Ammesty.

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 02:04

4 identicon

Ţessi mynd er algerlega frábćr. Ţađ ćtti ađ skylda fólk á borđ viđ Magnús Ţór Hafsteinsson til ađ horfa á hana. Gćti kannski lćrt eitthvađ...opnađ hugann oggupons.

Jesús Kristur (IP-tala skráđ) 20.5.2008 kl. 10:20

5 Smámynd: Valgerđur Sigurđardóttir

Hef ekki séđ myndina en á myndasögurnar og ţađ tekur á ađ lesa hana og átta sig á lúxusnum sem viđ lifum viđ. Ţetta ćtti í raun ađ vera skyldulesning og ég veit ađ ég verđ ađ drífa mig ađ sjá myndina.

Innlitskvitt

Valgerđur Sigurđardóttir, 20.5.2008 kl. 10:45

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, leitt ađ missa af ţessari mynd. En af hverju í ósköpunam ćtti ađ banna fólki í stjórnmálahreyfingum ađ vera í Amnesty, Kristján? Ţađ vćri gott ef sem flestir vćru í Amnesty International. Bestu kveđjur,

Hlynur Hallsson, 20.5.2008 kl. 11:48

7 Smámynd: Vésteinn Valgarđsson

Ţetta bíó líst mér á!

Vésteinn Valgarđsson, 20.5.2008 kl. 16:00

8 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Kvalarar sem Amesty hefur afskipti af eru undantekningalaust međlimir í stjórnmálahreifingu. Í 99,999% tilvika ganga stjórnmálamenn í Ammesty til ađ láta mynda sig á ađalfundinum og eru óđara roknir á hćla ljósmyndurunum. Stjórnmálamenn leita valda hvađ sem ţađ kostar.

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 16:28

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ţađ getur vel veriđ ađ sumir stjórnmálamenn leiti valda hvađ sem ţađ kostar en sem betur fer hef ég ekki séđ margar myndir af stjórnmálamönnum á ađalfundum hjá Amnesty.

Mér finnst ţú setja alla sem koma nálćgt stjórnmálum undir sama hatt og ţađ er ekki mjög sanngjarnt Kristján. Ţessi prósentutala er einnig út í hött. Allir sem brjóta hinsvegar mannréttindi eiga ekki ađ komast upp međ ţađ og ţađ er baráttumál Amnesty.

Bestu kveđjur,

Hlynur Hallsson, 21.5.2008 kl. 19:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband