Leita í fréttum mbl.is

Velkomin á opnun í Nýlistasafninu á laugardaginn

Á laugardaginn klukkan 17 opna ég sýningu í Nýlistasafninu á Laugarveginum. Það eru auðvitað allir velkomnir á opnunina eða að koma seinna ef það hentar betur. Það er enginn aðgangseyrir að Nýlistsafninu og hefur aldrei verið! Á síðu myndlistarfélagsins mynd.blog.is er hægt að lesa meira um sýninguna og á síðu Nýlistasafnsins nylo.is eru einnig upplýsingar. Á heimasíðunni minni er einnig hellingur af myndum og textum. Ég hef að vísu ekki getað uppfært síðuna nýlega vegna vesens en það stendur til bóta. Svo bendi ég einnig á síður Kuckie+Kuckei í Berlín og Galerie Robert Drees í Hannover með allskonar upplýsingum. 

Þorvaldur Þorsteinsson tók myndina fyrir veggspjaldið/boðskortið af mér að fremja gjörninginn Sund á sýningunni Equivalence í Lazareti, Galerija OTOK í Dubrovnik í Króatíu í júlí 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla svo sannarlega að láta sjá mig.

Til hamingju! 

Ragga (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég hefði gjarnan viljað koma á opnun en reikna með að komast viku síðar...til hamingju Hlynur!

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.8.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir - ég kem.

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 11:35

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Til hamingju frændi.  Ég kíki á sýninguna fljótlega.

Marinó Már Marinósson, 14.8.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hlynur, viltu kíka á síðuna mína og taka þátt?

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:24

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm Hlynur minn, gangi þér vel með sýninguna, veitir nú ekki af að létta aðeins andrúmsloftið þarna í borg Leiðans!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.8.2008 kl. 22:03

7 Smámynd: Ransu

Á laugardaginn klukkan 17 er ég því miður ekki til taks í sýningaropnunarrölt.  En fer svo sannarlega á sýninguna. Gangi þér vel.

Ransu, 15.8.2008 kl. 22:46

8 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Til hamingju með opnunina í gær Hlynur minn. Kveðjur frá  DK.

Gunnar Páll Gunnarsson, 17.8.2008 kl. 08:23

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góðar kveðjur öll og bestu kveðjur til baka!

Hlynur Hallsson, 18.8.2008 kl. 11:06

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir skemmtilega sýningu Hlynur Vona að ég nái á þér í góðu tómi fljótlega því að eins og þú kannski veist þá er ég svo forvitin Sýningin þín átti kannski ekki að vekja gestum spurningar en hún vakti mér nokkrar. Það væri gaman að fá einhverjum þeim svalað. A.m.k. fyrir mig

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.8.2008 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband