Leita í fréttum mbl.is

Forvalsreglur fyrir Vinstri græn í Norðausturkjördæmi

solarlag_796344.jpg

Allir félagar í VG í Norðausturkjördæmi fá sendan póst og þrennt í hendur:
1. Kjörseðil eingöngu með nöfnum frambjóðenda ásamt reit fyrir númer fyrir framan hvert nafn og umslög til að senda hann til baka.
2. Kynningarbækling
3. Forvalsreglur

 

1. Kosning:
a) Félagar kjósa frambjóðendur með því að merkja með tölunum 1-8 í ferning fyrir framan nöfn þeirra frambjóðanda, sem þeir vilja sjá í átta efstu sætunum.  Þannig táknar talan 1 fyrsta sætið, talan 2 annað sætið o.s.frv.
b) Heimilt er að merkja við færri en átta en merki félagi við fleiri, þ.e. raði í 9. sæti eða ofar, verða þau sæti ekki talin.
c)  Heimilt er að raða frambjóðendum í önnur sæti en þeir hafa tilgreint.
d)  Raði félagi tveimur eða fleiri frambjóðendum í sama sæti er sú röðun ógild fyrir báða (alla) frambjóðendurna í því sæti.
e)  Ítrekað er að félagar eiga að númera við frambjóðendur í þau sæti, sem þar vilja sjá þá í á endanlegum lista flokksins í kjördæminu.  
Ekki skal merkja við nafn eins eða fleiri frambjóðenda með krossi og verða slíkir krossar ekki taldir.

2.  Úrvinnsla:
a) Atkvæði eru talin í hvert sæti.  Nú býður einhver sig fram í fleiri en eitt sæti og gildir þá sú regla að atkvæðin leggjast saman að sæti með hærri tölu.  Dæmi:  Einstaklingur býður sig fram í sæti 6-8 og fær 15 atkvæði í hvert þeirra.  Þá telst hann með 15 atkvæði í 6. sæti, 30 atkvæði í 7. sæti og 45 atkvæði í 8. sæti.
b) Sá sem fær flest atkvæði í ákveðið sæti fær það sæti að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem kjörstjórn vinnur eftir:
Í fyrsta lagi mun kjörstjórn tryggja sem jafnasta dreifingu kynja í 8 efstu sætin.  Fái karl t.d. 1. sætið verður kona í 2. sæti.  Fái kona 3. sætið verður karl í 4. sæti, þ.e. dreifingin væri þá orðin karl - kona - kona - karl, o.s.frv.
Í öðru lagi mun kjörstjórn taka tillit til byggðasjónarmiða eins og kostur er.
Í þriðja lagi mun kjörstjórn taka tillit til aldursdreifingar eins og kostur er.
Í fjórða lagi, að framansögðu jöfnu, ræður hlutkesti, falli atkvæði tveggja eða fleiri frambjóðenda jöfn í eitthvert sæti.


Kjörfundur verður svo haldinn 28. febrúar 2009 að Geislagötu 7 á Akureyri og að Kaupvangi 5 á Egilsstöðum kl. 10:00 – 22:00.  Enn fremur geta félagar skilað atkvæði sínu í pósti, sem verður að póstleggja í síðasta lagi 27. febrúar.

Félagar í svæðisfélögum í NA-kjördæmi, sem eru búsettir utan kjördæmisins innanlands, hafi samband við Ólaf Þ. Jónsson í síma 4623463 til að fá send kjörgögn.

Félagar í svæðisfélögum í NA-kjördæmi, sem eru búsettir erlendis hafi samband við undirritaðan í tölvupósti, brell@simnet.is

Kosningarétt hafi allir félagsmenn í VGNA miðað við 23.febrúar 2009.
Kjörskrá verður lokað kl. 17:00 þann 23. febrúar 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.