Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegt hjá Katrínu

Hlutirnir eru að gerast í Menntamálaráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir er besti menntamálaráðherra sem við höfum haft. Hún áttar sig á því að skapandi starf leiðir af sér fjölda annarra starfa. Það eru mikil verðmæti fólgin í menningunni. Ferðamenn streyma til landsins til að njóta tónlistar og myndlistar, fara á söfn og á tónleika, í leikhús og flytja inn gjaldeyri í miklu magni.

Undirstaðan fyrir öllu þessu er listamenn. Þegar myndlistarmaður setur upp sýningu fá allir greitt fyrir sína vinnu nema listamaðurinn! Prentarinn fær greitt fyrir að prenta boðskort og sýningarskrá. Flutningabílstjórinn fær greitt fyrir að flytja verkin á sýninguna. Starfsmenn safnsins fá borgað fyrir að setja sýninguna upp, vakta hana og veita gestum upplýsingar. Sýningarstjórinn fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu, einnig fjölmiðlafulltrúinn og blaðamennirnir sem fjalla um sýninguna. Ræstingafólkið fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu (að vísu allt of lítið). Smiðir og málarar fá greitt fyrir að laga húsnæðið að þörfum sýningarinnar. Veitingamenn fá greitt fyrir seldar veitingar og opnun. Þannig mætti lengi telja. Svo er það bara spurning hvort eitthvað selst af verkunum og þá fær listamaðurinn hluta af því ef hann er svo heppinn að eitthvað seljist.

Listamannalaunin eru því kærkomin. Flestir listamenn sem ég þekki eru að vinna aðra vinnu ásamt því að leggja stund á sína list. Starfslaun gera þeim kleift að einbeita sér að listinni í ákveðinn tíma, 6 eða 12 mánuði og örfáir eru svo heppnir að fá jafnvel tveggja ára starfslaun. Þetta er ekki styrkur heldur laun sem eru greidd sem verktakagreiðsla og af þeim þarf að borga skatta og öll hefðbundin gjöld. Launin fara svo í framleiðslu á verkum, eða í allan þann kostnað sem fylgir því að setja upp sýningar. Launin fara því beint út í þjóðfélagið aftur. Skila þarf skýrslu um hvernig laununum er varið og hvað listamaðurinn hefur gert. Umsóknarferlið er einnig talsvert og sem betur fer er skipt um fólk í úthlutunarnefnd á hverju ári til að fjölbreytt sjónarmið og viðmið komist að.

Það er því mikið fagnaðaefni að loksins skuli vera fjölgað þeim mánuðum sem eru til úthlutunar. Það þarf þá einnig að hyggja að því að þessari aukningu sé skipt á réttlátan hátt milli listgreina. Það eru til dæmis fargfalt fleiri myndlistarmenn sem sækja um árlega en rithöfundar og því mun minni líkur á því að myndlistarmenn fá starfslaun.

Þetta verður örugglega umdeilt enda afar vinsælt hjá frjálshyggjunni að segja að allt eigi að "borga sig" einnig í menningu og listum. En við fáum þessar krónur margfalt til baka inn í þjóðfélagið. Listamenn eru snillingar að vinna allt í sjálfboðavinnu og einhvertíma fær maður nóg af því. Þess vegna er smá umbun nauðsynleg. Þetta eru góð tíðindi.


mbl.is Leggur til breytingar á listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Vá!

Júlíus Valsson, 6.3.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er svo sammála Hlynur, þér tekst að setja þetta í samhengi sem væri óskandi að fleiri gætu tileinkað sér....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.3.2009 kl. 22:48

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vonandi er nýtt mat á verðmætum í uppsiglingu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.3.2009 kl. 23:22

4 Smámynd: Karen María Jónsdóttir

Verkefnastaða listamanna hefur farið hríðversnandi á undanförnum misserum þar sem aðgangur að fjármagni er mjög takmarkað. Þetta gerir það að verkum að listamenn eiga mun erfiðara með að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu. Birtingarmyndin er atvinnuleysi.

Það gleymist einnig í umræðunni að geta þess að með fjölgun listamannalauna er einnig verið að fjárfesta í útflutningi í einum af okkar megnugustu atvinnuvegum.

Á meðan losunarkvótar eru að fyllast, fiskurinn í sjónum er að bregðast okkur og bankakerfið er hrunið þá eru það hugvit listamanna sem stendur eftir sem ein okkar sterkasta auðlind.

Bókmenntir, myndlist, tónlist, leiklist og hönnun (sem nú er verið að stofna nýjan jóð fyrir) er vara sem er vinsæl erlendis og er að færa þjóðinni gjaldeyristekjur á erfiðum tímum. Listamannalaun tryggja framleiðslu á þessari vöru upp að ákveðnu magni.

En það er ekki það eina. Mikilvægi lista þegar kemur að því að treysta samskipti milli þjóða og hlutdeild listarinnar í uppbyggingu viðskiptatenglsa eru einnig þekkt og viðurkennt fyrirbæri. 

Listamannalaun eru öflug leið fyrir ríkið til þess að kaupa ákveðna þjónustu sem tryggir að virkni ofangreindra þátta verði sem mest.

Bendi á orð Þorgerðar Katrínar á Kvikmyndaverðlaununum Eddunni núna fyrir jól þar sem hún sagði að þjóðin hefði sjaldan þurft eins mikið á listamönnunum okkar að halda eins og núna við endurreisn okkar út á við og til að byggja sjálfstraust okkar inn á við.

Nýr menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir er að byggja undir þjóðina á framsækinn og frumlegan hátt. Hún er áð nýta hér auðlind sem áður hefur verið vannýtt, auðlind sem á sama tíma er óþrjótandi. 

Karen María, danslistamaður

Karen María Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:30

5 identicon

Kærkomið að þetta sé útskýrt svona vel. Svo að sem flestir viti um hvað þetta snýst.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:32

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir öll og sérstakar þakkir til þín Karen María fyrir mjög mikilvægar viðbætur.

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.3.2009 kl. 09:33

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Katan rokkar og rúlar.

Nema hvað!

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2009 kl. 09:34

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já.   Hún er flott.      Reyndar svolítið krúttleg líka.  

Marinó Már Marinósson, 7.3.2009 kl. 14:39

9 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Er ekki með póstfangið þitt en ruglaði þér og öðrum saman, sjá hér.

http://redlion.blog.is/blog/redlion/entry/815803/#comment2256372

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 7.3.2009 kl. 16:13

10 identicon

 Akkúrat! Listir eru fjárfesting. Það segjir sig sjálft ef maður fylgist með hinum Norðurlöndum og velgengni þeirra. Norræn hönnun myndi ekki seljast svona ef að listirnar hefðu ekki orðspor og mikið hefur verið styrkt af listum á Norðurlöndum. Norðurlöndin og flest Evrópulönd setja mikla fjármuni í að kynna listir sínar á erlendri grund.

 Ég trúi því að aukningur í ferðamannaþjónustu hér á landi frá og með miðjum tíunda áratug hafi fyrst og fremst verið fyrir bein og óbein áhrif einnar ónefndrar konu. Eftir þriggja ára veru í Bandaríkjunum er ég sannfærður um að  fæstir þar í landi myndu vita að Ísland væri til ef ekki væri fyrir þessa sömu konu. 

Guðmundur Steinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:27

11 identicon

Framsýni og djörfung einkenna  framgöngu nýs menntamálaráðherra. Ákvörðun um að skilja tónlistarhúsið ekki eftir sem draugalegan minnisvarða um hrunið var sú eina rétta og fjölgun listamannalauna með öllum þeim afleiðum sem slíku fylgja er hughreystandi vísbending um að nýrri kynslóð stjórnmálamanna fylgi ný og skapandi hugsun. 

Jakob Frímann (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband