Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007

Benazir Bhutto myrt

Ástandiđ í Pakistan virđist hanga á bláţrćđi. Daglega eru gerđar sjálfsmorđsárásir. Ekki beint friđsöm jól ţar í landi. Kosningarnar sem eiga ađ fara fram eftir tvćr vikur hljóta ađ vera í uppnámi eftir ađ einn helsti frambjóđandi stjórnarandstöđunnar er drepin. Benazir Bhutto var hugrökk kona og hún lét lífiđ í dag fyrir hugrekki sitt. Lýđrćđiđ hefur enn og aftur beđiđ hnekki.


mbl.is Benazir Bhutto látin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

50% líkur á hvítum jólum á Norđurlandi og 100% líkur á friđargöngu

betlehem

Daginn er tekiđ ađ lengja og ţađ er bjart á Akureyri ţessa stundina, vantar bara snjóinn. En hann gćti komiđ í kvöld eđa á morgun ef allt fer vel. Ţađ verđur Blysför í ţágu friđar í kvöld. Í höfuđborginni og á  Ísafirđi er lagt af stađ klukkan 18 en hér á Akureyri klukkan 20.  Um leiđ og ég óska öllum friđar og gćfu birti ég hér dagskrána:

Hin árlega Blysför í ţágu friđar verđur gengin á Ţorláksmessu á Akureyri.

Gengiđ verđur frá Samkomuhúsinu í Hafnarstrćti kl. 20.00 og út á Ráđhústorg.

Ţađ er góđur siđur ađ bćta viđ hinn almenna friđarbođskap jólanna andstöđu  viđ stríđsrekstur og yfirgang á líđandi stund.

Árásarstríđ og hernám ţjaka Írak og annađ eins fer fram í Afganistan undir forystu NATO.  Hótađ er hernađarađgerđum gegn Íran. Stuđningur Íslands viđ stríđsreksturinn í Írak hefur ekki veriđ afturkallađur.

Sýnum hug okkar um stríđiđ og friđinn.

Kjörorđ eru ţau sömu og undanfarin ár:

- Friđ í Írak!

- Burt međ árásar og hernámsöflin!

- Enga ađild Íslands ađ stríđi og hernámi!

 

Ávarp flytur Hannes Örn Blandon prófastur.

Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.

Blys verđa seld í upphafi göngunnar.

Ađstandandi: Samtök hernađarandstćđinga


mbl.is 0,01% líkur á hvítum jólum í Danmörku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Loksins fjármagn til Háskólans á Akureyri

7

Ţađ eru góđ tíđindi ađ skrifađ hafi veriđ undir samning milli Háskólans á Akureyri og menntamálaráđuneytisins um aukin framlög til skólans. Fjárskortur hefur háđ HA lengi og nú er sem betur fer bćtt úr ţví, allavega ađ hluta til. Mikilvćgi Háskólans á Akureyri er ótvírćtt og skólinn hefur fyrir löngu sannađ sig. Hann ćtti ţví ađ fá ađ vaxa enn hrađar enda er eftirspurnin fyrir hendi. Stjórn Vinstri grćnna á Akureyri fagnar sérstaklega ţessum samningi en í ályktuninni segir:

"Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - grćns frambođs á Akureyri fagnar auknum fjárveitingum upp á 275 milljónir króna til Háskólans á Akureyri nćstu ţrjú árin. Ţar međ er óvissu eytt sem einkennt hefur rekstur Háskólans á Akureyri síđastliđinn ár, einkum hvađ varđar möguleika skólans á sviđi rannsókna og áframhaldandi uppbyggingar, og til ađ efla háskólanám á framhaldsstigi. Stjórnendur, starfsfólk og nemendur Háskólans á Akureyri geta nú betur einbeitt sér ađ ţví gríđarmikla uppbyggingastarfi sem unniđ er bćđi innan og utan veggja skólans. Um málefni Háskólans á Akureyri hefur ríkt víđtćk pólitísk samstađa frá upphafi og er mikilvćgt ađ svo verđi áfram."

Háskólinn á Akureyri hefur ekki ađeins ţýđingu fyrir menntun í landinu öllu, hann hefur einnig styrkt Eyjafjarđarsvćđiđ sem ákjósanlegan búsetukost og mannlífiđ er blómlegra. Ţess vegna ćtti ađ stofna á Ísafirđi Háskóla Vestfjarđa sem fyrst ađ fordćmi Háskólans á Akureyri og sá skóli ćtti auđvitađ ađ vera sjálfstćđur skóli en ekki útibú. Ţađ skiptir máli.


mbl.is Tveir mikilvćgir samningar fyrir Háskólann á Akureyri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Illvirkjun Power

Sjálfstćđismenn eru komnir í hring. Fyrir nokkrum mánuđum sögđu ţeir ađ ríkisfyrirtćki ćttu ekki ađ vera í áhćttufjárfestingum en nú er stofnađ "félag" út frá hinu rómađa ríkisfyrirtćki Landsvirkjun sem hefur einmitt ţetta markmiđ. Sjá ekki allir ađ ţetta er fyrsta skrefiđ í ţví ađ einkavinavćđa Landsvirkjun? Best ađ fara inn um bakdyrnar á skítugum skónum fyrst ađ ekki tókst ađ vađa inn beint um ađalinnganginn! Auđvitađ finnst Geir H. Haarde ekkert athugavert viđ ţetta, ţó ţađ nú vćri.


mbl.is Ekkert athugavert viđ félag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Seyđfirđingar bjarga menningarverđmćtum

446528APétur Kristjánsson forstöđumađur tćkniminjasafnsins á Seyđisfirđi og fólkiđ í bćnum á heiđur skilinn fyrir ađ hafa stöđvađ niđurrifiđ á aldargömlum verslunarminjum á Seyđisfirđi í dag: „Viđ sáum ađ ţađ ţýddi ekkert ađ stöđva ţessar framkvćmdir međ orđum og viđ ákváđum ađ koma í veg fyrir ađ ţeir gćtu fariđ međ munina út úr húsinu."

Forsvarsmenn ÁTVR eiga eftir ađ svara fyrir hver gaf út skipun um ađ ţađ ćtti ađ rifa niđur innréttingarnar og setja ţćr í gám og senda til Reykjavíkur! Ţađ er frábćrt ađ sjá ađ Seyđfirđingar standa vörđ um menningarverđmćti á stađnum og ţađ hefur veriđ meiriháttar ađ sjá hvađ búiđ er ađ gera fallega upp mörg  gömul hús í bćnum. En ţađ er nóg verk eftir. Seyđisfjörđur er ađ mínu mati einn fallegasti bćr á landinu, Ísafjörđur er einnig afar fallegur og svo auđvitađ hún Akureyri:)


mbl.is Hćtt viđ niđurrif verslunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er ţetta "innlend" frétt?

446260AStundum eru fyrirsagnirnar á mbl.is dálítiđ fyndnar og skrítnar. Ţađ á ef til vill viđ um fyrirsögnina á ţessari frétt: "Í kvenmannsföt til ađ skilja ţarfir kvenna". En af hverju er ţessi frétt flokkuđ sem "innlend" frétt? Ţađ er ekkert innlent viđ hana. Svona frekar erlent eđa ţađ hefđi veriđ tilvaliđ ađ setja hana í samsuđudálkinn sem heitir "fólk". Annars er ţessi frétt af GM dálítiđ klisjuleg og eftirfarandi setningar segja okkur ýmislegt:

"Ţví nćst voru mennirnir klćddir í ruslapoka til ađ líkja eftir pilsum og fengu gúmmíhanska međ álímdum gervinöglum. Dagurinn gekk svo út á ađ fara í gegnum venjulegan dag húsmóđur og nota bíla fyrirtćkisins án ţess ađ brjóta nögl, rífa pils og ţar fram eftir götunum."

Er hér ekki enn og aftur veriđ ađ ýta undir stađalímyndirnar. Ég efast um ađ amerískar húsmćđur séu allar í pilsi, í háhćluđum skóm og međ langar neglur. En ţessir bílar frá General Motors fá allavega verđlaun fyrir ađ vera hlunkalegustu og ljótustu bensín/díselsvelgir sem fyrirfinnast. Konan á myndinni er ekki dćmigerđ amerísk húsmóđir leyfi ég mér ađ fullyrđa (og reyndar ekki heldur "innlend" (íslensk)!)


mbl.is Í kvenmannsföt til ađ skilja ţarfir kvenna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gott ađ losna viđ herinn - losum okkur einnig viđ spillinguna

VG-S-1-Atli_Gislason_055Atli Gíslason á heiđur skilinn fyrir ađ benda á spillinguna sem viđgengst međ fasteignabrask upp á Velli. Geir H. Haarde stingur hinsvegar hausnum í sandinn og vill ekki sjá ađ ţar grasserar spillingin sem aldrei fyrr. Ţađ á ađ fá allt upp á borđiđ og taliđ um "viđskiptahagsmuni" og ađ ţess vegna megi ekki segja frá neinu á ekki ađ líđast.

Ţađ var mikil landhreinsun ađ losna viđ herinn. Vinstri grćn og hernađarandstćđingar höfđu lengi bent á ţađ ađ atvinnulíf á Reykjanesi myndi blómstra ţegar herinn hyrfi á brott. Hernađarsinnar héldu öđru fram og reynast nú hafa rangt fyrir sér. Ţađ er gott

Ţađ er hinsvegar synd ađ ţađ góđa uppbyggingarstarf ţurfi ađ líđa fyrir spillingu innan Sjálfstćđisflokksins og einkavinavćđinguna ţar á bć. Burt međ spillinguna.


mbl.is Fleiri störf en hjá varnarliđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Af hverju dró hann ţetta ekki til baka fyrir "pabba sinn"?

gzinegger... eđa bara sjálf síns vegna? Kannski af ţví ađ hann hefur ekki snefil ađ sómakennd? Ţessi bloggfćrsla Egils Einarssonar sem kallar sig víst "Gillzenegger" segir margt um hug ţeirra sem kalla ţćr konur sem eru ađ berjast fyrir jafnrétti kynjanna "öfgafemínista" og ţeir eru ekki fáir. Margir nafnlausir aumingjar sem tjá sig ađallega í athugasemdum á síđum annarra taka sömu afstöđu og Egill og grafa sig niđur í eitthvert forarsvađ. Leyfum ţeim bara ađ vera ţar og drullumalla viđ vini sína.

Í fréttinni á mbl segir "Fćrslan sem um rćđir var undir liđ sem kallast Fréttastofa Gillz en ţar nafngreinir hann fjórar konur, femínista, sem hann segir ađ hafi veriđ of áberandi í fjölmiđlum undanfariđ og ýjar ađ ţví ađ ţeim vćri best ađ verđa fyrir kynferđislegu ofbeldi."  

Ég spyr mig hvort pabbi Egils horfi ekki á tíufréttir í Sjónvarpinu? Eđa getur Egill ekki bara sleppt ţví ađ vera međ svona viđbjóđslegar hótanir á síđunni sinni? Samkvćmt fréttinni hefur lögreglu hefđi veriđ send skrifin til rannsóknar. En ţađ var ekki vagna hrćđslu viđ málshöfđun sem Egill faldi fćrsluna, nei af tillitsemi viđ mömmu: „Mamma horfir vćntanlega á tíufréttir og svona, ţannig ađ ég tók fréttina út út af henni." Litlu mömmustrákarnir kunna ţó ađ skammast sín.

Margir sem skrifa hér á moggabloggiđ hafa lokađ fyrir athugasemdir ţví í ţeim hefur veriđ ausiđ óhróđri yfir fólk (gjarnan femínista). Sóley Tómasdóttir hefur til dćmis gripiđ til ţessa neyđarúrrćđis og ţykir mér ţađ miđur en vel skiljanlegt. Af gefnu tilefni vil ég ađ fólk skrifi undir fullu nafni athugasemdir á síđuna mína, vinsamlega virđiđ ţađ. 


mbl.is Gillzenegger tók bloggfćrslu út fyrir mömmu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Best í heimi? - ekki alveg

429948AŢađ eru ekki góđar fréttir ađ Ísland skuli hrapa niđur listann í nýjustu PISA-könnuninni. Ađ vísu er ég hćfilega tortrygginn á allan svona samanburđ en ţetta eru samt skilabođ sem taka á alvarlega. Nú hafa veriđ kynntar tillögur og ný grunnskólalög ţar sem margt horfir til bóta. Til dćmis er ţađ jákvćtt ađ lengja eigi kennaranámiđ. En ţá verđa laun kennara einnig ađ hćkka. Víđa er kennarastéttinni greidd mun hćrri laun en hér á landi og hér hafa kennarastarfiđ lengi veriđ vanmetiđ. Ţessu ţarf ađ breyta.

Ţađ ţarf ađ auka áherslu á skapandi skólastarf og ekki síđur á fjölbreytni í skólunum og lesskilning, ekki bara hrađlestur.

Ţó ađ ţetta sé ekki góđar fréttir af stöđu skólakerfisins ţá eru hér tengill á frábćrar femínistafréttir. Ég mćli međ ađ allir gefi sér smá tíma til ađ setja sig inn í málin.


mbl.is Stađa Íslands versnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hallar enn meira á lýđrćđiđ

279af369f3d3fcb9Ţađ er afar aumt ađ hin "stóra" ríkisstjórn ćtli nú ađ skera niđur rćđutímann. 15 mínútur eiga ađ duga ađ ţeirra mati. Samfylkingin, hinn mikli samrćđustjórnmálaflokkur er komin í stjórn og nennir ekki lengur ađ hlusta á mótrök og ábendingar um ţađ sem betur mćtti fara, allavega ekki ef ţađ tekur meira en 15 mínútur. Ansi er nú illa komiđ fyrir ţessum "stóra" flokki.

Ţađ kemur mér svo sem ekkert á óvart ađ ţetta skuli vera hagsmunamál hjá Sjálfstćđisflokknum, ţar á bć nenna menn hvort sem er ekki ađ hlusta á nein mótrök eđa vesen. Framsókn og Frjálslyndir eru eitthvađ ađ drattast međ stóru köllunum og nenna ekki ađ malda í móinn.

Ţorsteinn Siglaugsson skrifađi afar góđan pistil um takmörkunina á rćđutíma og um ţađ er hćgt ađ lesa hér. Umbođsmađur Alţingis hefur ítrekađ bentá slćm vinnubrögđ á ţinginu ţegar mál eru afgreidd, oft í flýti og án nćgilegrar umrćđu. Vćri ekki nćr ađ laga ţetta frekar en ađ ćtla enn ađ skera niđur umrćđuna.

Niđurlag vandađrar greinargerđar sem Vinstri grćn lögđu fram í dag ćtti öllum ađ vera holl lesning:

"Ţingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – grćns frambođs er jafn áhugasamur og fyrr um ađ endurskipuleggja starfshćtti Alţingis, bćta og vanda mun meir til vinnubragđa viđ lagasetningu, ţróa Alţingi í átt til faglegri og fjölskylduvćnni vinnustađar og gera breytingar sem raunverulega styrkja ţingiđ, ţingrćđiđ og lýđrćđiđ í landinu. Ţessum markmiđum ná hins vegar hvorki óbreytt frumvarp forseta og ţađan af síđur ţau vinnubrögđ ađ rjúfa hefđ um samstöđu um slík mál og keyra ţau áfram í ágreiningi viđ stćrsta flokk stjórnarandstöđunnar. Breytingar á hvoru tveggja frumvarpinu og vinnubrögđum forseta eru ţví óhjákvćmilegar eigi farsćl niđurstađa ađ nást."


mbl.is VG mótmćlir harđlega frumvarpi um ţingsköp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Júlí 2018
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband