Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Frábær Frelsari

big-Frelsarinnjpg Magnús Geir hefur staðið sig afar vel sem leikhússtjóri hér fyrir norðan og það væri synd ef hann færi strax suður aftur, en auðvitað vel skiljanlegt. LA hefur blómstrað og á laugardaginn sáum við stórkostlega sýningu þar, gestasýningu Kristjáns Ingimarssonar, Frelsarann. Þetta er almennilegt leikhús og maður á eiginlega ekki orð til að lýsa verkinu. Það er bara fúlt að það voru ekki fleiri sýningar en tvær hér fyrir norðan og aðeins ein í Þjóðleikhúsinu því þetta er verk sem allir ættu að sjá og það ætti að geta gengið í mánuði. Frelsarinn er líka verk sem hentar öllum aldurshópum. Kristján hefur gert kraftaverk ásamt félögum sínum og frábært að fá að sjá þetta verk hér fyrir norðan. Þau Bo Madvig og Camilla Marienhof stóðu sig frábærlega og það var gaman að sjá hve verkið hafði þróast mikið frá því að þau gáfu Akureyringum innsýn í það síðasta vetur á æfingu hér í Gilinu. Hér er tengill á leikhúsið hans Kidda: Neander. Meira að segja gagnrýnandinn gagnrýni Jón Viðar Jónsson lofar verkið í hástert og hér má sjá umsögn hans í DV. Meira svona!
mbl.is Magnús sækir um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki allt í lagi

Það er greinilega eitthvað mikið að í henni Saudi Arabíu. Kona sem hefur orðið fyrir hópnauðgun er dæmd í hálfs árs fangelsi og má þola 200 svipuhögg fyrir að hafa verið nálægt ókunnugum karlmönnum, nauðgurunum. Þetta kemur fram í frétt í Jyllands Posten. Það er ef til vill smá bót í þessu máli að karlarnir sem nauðguðu voru einnig dæmdir í fangelsi. Ég vona að Amnesty International taki málið fyrir og þrýsti á að stúlkunni verð sleppt við refsingu. Brot á mannréttindum eru alvarleg og þegar brotið er á þeim sem síst skyldi, fórnarlömbum ofbeldis, nauðgana og frelsissviptingar, er manni nóg boðið.

Það að stjórnin í BNA geri ekkert í málinu kemur svo sem ekkert á óvart. Bush er háður olíunni frá Saudum og hann á ekki svo marga "bandamenn" í þessum heimshluta. Hann er tilbúinn til að kaupa stuðning úr þessari átt dýru verði og þá skipta mannréttindi engu máli lengur. Íbúum BNA blöskrar auðvitað og það er tækifæri eftir tæpt ár til að losa Hvíta húsið úr klóm Repúblikana.


mbl.is Bandaríkjastjórn gagnrýnir ekki refsingu fórnarlambs nauðgunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttlegasta álver í heimi

krútt.álverHér er frábær mynd af krúttlegu "litlu" álveri sem á að rísa í Helguvík, helst sem fyrst. Það er ótrúlega sætt, mengar lítið, sést varla og geltir ekki. Það eru tré allt í kringum það (að vísu eitthvað daufleg) og fólk að ganga, börn að hlaupa og hellingur af fuglum að dást að því. Þetta er frábært. Jón Sig. stoppformaður og Geir H aðalformaður eru grænir af öfund yfir þessu krúttlega álveri sem stóriðjustefnan þeirra á engan þátt í að koma á koppinn. Þetta er næstum fullkominn heimur sem við lifum í.
mbl.is Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biskupinn varar við umhverfisvá - Stjórnarsinnar froðufella

biskupinnStundum þegar biskupinn predikar leggja menn við hlustir og nú virðist hann hafa hitt naglann á höfuðið þegar hann talar um umhverfisvá og það að áherslan á endalausar framfarir sé tál og þá tryllast margir stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna. Maður þarf ekki annað en að lesa bloggfærslur nokkurra froðufellandi stjórnarsinna hér á moggablogginu til að staðfesta þetta. Það skyldi nú ekki felast sannleikskorn í þessum orðum Karls Sigurbjörnssonar? Og það hittir greinilega á veikan blett bloggaranna. Séra Karl segir meðal annars: "Við þurfum að hlusta eftir því og taka mark á, þegar sífellt fleiri upplýsingar benda til að framtíð lífs á jörðu sé ógnað af manna völdum. Við göngum freklega gegn lífríki jarðar með græðgi okkar og yfirgangi og rányrkju. Við erum að uppskera ávexti blindrar og guðlausrar tæknihyggju og manndýrkunar. Engin algild gildi né lögmál virðast lengur virt, allt er falt, rétt og rangt er einungis álitið afstætt. Eða öllu heldur, aðeins aflsmunur. Hinn auðugi og sterki hefur rétt fyrir sér. Þetta er skelfileg lygi sem leiðir til glötunar, upplausnar samfélags og menningar. Boðskapur fagnaðerindisins er köllun til iðrunar og afturhvarfs."

Það er mikið til í þessum orðum og í raun þörf ábending til okkar allra. Séra Karl segir einnig: "Til að hamla gegn aðsteðjandi umhverfisvá þarf samstillt átak hinna mörgu. En umfram allt þurfum við öll að horfa í eigin barm og endurmeta lífsstíl ágengni og sóunar og temja okkur lífsstíl hófsemi og hógværðar. Við verðum að fara að horfast í augu við að draumar okkar og framtíðarsýnir séu ef til vill byggðar á kolröngum forsendum. Að áherslan á endalausar framfarir, sívaxandi auð og velsæld, mátt hins hrausta, sterka og stælta, er tál. Á móti kröfum hátækni og háhraða og hámörkun afkasta og ágóða, þarf að koma vægi alúðar og umhyggju fyrir lífinu, landinu, náunganum, ungviðinu veika og brothætta."

Ég veit ekki af hverju sumir stjórnarsinnar eru svona reiðir yfir þessari ræðu en það er ef til vill skiljanlegt að það sé kominn kosningaskjálfti í menn en samt alger óþarfi að bregðast illa við. Hér er hægt að lesa alla predikun biskupsins og bloggfærslur hinna reiðu bloggara má finna til hægri við fréttina á mbl.is. Gleðilega páska. 


mbl.is Áherslan á endalausar framfarir er tál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krossfestur súkkulaði Jesú

cosimo.cavallaroMyndlistin getur greinilega ýtt við fólki enn í dag og gjarnan eru það fréttir af vettvangi myndlistar í Bandaríkjunum þar sem einhverjar sýningar eru bannaðar sem komast í fréttirnar. Þannig var það með verk myndlistarmannsins Cosimo Cavallaro af súkkulaði líkneski af hangandi manni sem auðvitað er tilvísun í hann Jesú hangandi á krossinum. Í frétt á mbl.is segir: "Í New York varð sýningarhús að hætta við að sýna styttu af Jesús úr súkkulaði, sem ber nafnið My Sweet Lord. Er þar leikur að orðum, þar sem titillinn getur bæði útlagst sem „Minn ljúfi herra“ eða „Minn sæti herra“. Höfundur verksins, Cosimo Cavallaro, sagði laugardaginn síðastliðinn að honum hefðu borist hótanir vegna verksins. Á hinn bóginn hefðu þúsundir tölvupósta borist honum frá fólki sem vildi veita honum stuðning með einum eða öðrum hætti."

Og svo er það myndlistarneminn David Cordero sem heldur betur hefur slegið í gegn með verkinu "Blessing". Þetta er víst stytta úr pappamassa af bandaríska öldungadeildarþingmanninum og forsetaframbjóðandanum Barak Obama, í kufli með bláan geislabaug. Obama er sallarólegur yfir verkinu en talskona Obama, Jen Psaki, segist halda að listamaðurinn hafi ekki ætlað að móðga neinn með verkinu. Obama sé ekki hrifinn af þeirri list yfirleitt sem feli í sér móðgun í garð trúarbragða. Þar höfum við það á föstudaginn langa.


mbl.is Umdeild pappastytta af Barak Obama í kufli með geislabaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.