Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Rennandi vatn og fleiri ný verk í Populus tremula

hlynur_hallsson_9_3_2013.jpg

Hlynur Hallsson
Rennandi vatn og fleiri ný verk
09.03. - 10.03. 2013
Populus Tremula, Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri

Hlynur Hallsson opnar sýninguna Rennandi vatn og fleiri ný verk í Populus tremula laugardaginn 9. mars kl. 14. Hann sýnir hér eins og nafnið gefur til kynna nokkur ný verk sem ekki hafa verið sýnd áður. Þetta er myndband, ljósmynd og spreyjaðir textar.

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og á síðasta ári tók hann þátt í sýningunni Lókal - Glóbal í Listasafninu á Akureyri sem Hlynur Helgason stýrði í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og einnig sýningunni Sjálfstætt fólk ásamt Jónu Hlíf Halldórsdóttur á Listahátíð í Reykjavík í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur undir stjórn Jonatans Habib Engqvist. Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES árið 2011 með 33 ljósmynda- textaverkum. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri fjölda sýninga eins og TEXT sem sett var upp hjá Kuckei+Kuckei í Berlín haustið 2011. Hann var einnig meðal stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri þar sem settar hafa verið upp sýningar síðustu ár. Hlynur er listrænn ráðgjafi hjá Flóru á Akureyri.
Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, fjallganga eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is

Populus Tremula hefur verið starfrækt í Listagilinu á Akureyri frá árinu 2004 og hefur staðið fyrir fjölmörgum menningarviðburðum svo sem sýningum, upplestrum og tónleikum í gegnum árin. Nánari upplýsingar um Populus tremula er að finna á poptrem.blogspot.com

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 10. mars frá kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
Menningarráð Eyþings og Ásprent eru styrktaraðilar Populus Temula.


Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband