Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sjónvarp

Hugmyndir fyrir Sjónlistaverðlaunin

Sjonlist2007_2mai

Það var ansi gaman í Ketilhúsinu í gær það sem tilkynnt var um tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2007. Það hefði gjarna mátt vera fleiri viðstaddir en það voru ekki allir sem vissu af því að til stæði að tilkynna þetta með formlegum hætti og opnu húsi í gær.

Ljómandi veitingar, óáfengur mysudrykkur frá Friðriki V og smáréttir úr héraði í hádeginu. Ráðherranir voru ekki á staðnum eins og í fyrra enda sennilega mikilvægari fundir á dagskránni hjá þeim en þeirra í stað mættu sponsorarnir.

Þetta eru fínar tilnefningar bæði fyrir hönnun og myndlist eða eins og segir á mbl.is:

 biggiÍ umsögn dómnefndar um myndlistarmennina segir m.a. að Birgir Andrésson sé tilnefndur "fyrir einstakt framlag til könnunar á íslenskri menningu og sambandi sjónrænnar skynjunar og merkingu texta. List Birgis er allt í senn, hnitmiðuð, einföld og margslungin, eins og glöggt kemur fram í verkunum Black–out og Build sem voru unnin sérstaklega fyrir afar vandaða yfirlitssýningu Listasafns Íslands á verkum hans á síðasta ári. Black-out er málað í gulum litatónum á kolsvartan grunn. Verkið er eitt af textaverkum Birgis, þar sem hann málar setningar með prentletri á einlitan grunn. Black – out er augljóst og beinskeytt og kallar strax fram í huga áhorfandans ákveðna tengingu við íslenska drykkjusiði, þótt merkingin taki á sig flóknari mynd við nánari skoðun. Annað nýtt verk á sýningunni er öllu margræðara við fyrstu sýn, en það er verkið Build, sem samanstendur af sundurskornum pappakössum. Hér liggur alls ekki í augum uppi að verið sé að fjalla um texta, en verkið á sér rætur í persónulegri reynslu Birgis og samskiptum hans við blinda í æsku."

 keliHrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina Áhöfn sem sýnd var fyrst á sýnungunni Eiland í Gróttu og olíuverkin Afhafnasvæði sem sýnd voru í Gallerí Suðsuðvestur.
Úr umsögn dómnefndar
Ljósmyndaröðina Áhöfn og olíuverkin Afhafnasvæði sem varpa nýju ljósi á íslenska sjómenn og karlmennsku. Í ljósmyndaröðinni Áhöfn sem birtist fyrst á sýningunni Eiland í Gróttu síðastliðið sumar dregur Hrafnkell fram nýja og ferska sýn á skærlita íslenska sjómannastakka og þar með íslenska karlmennsku. Litsterkar og glansandi ljósmyndirnar eru nánast „of fallegar“ og grípandi í grófleika sínum en fá aðra vídd þegar þær eru skoðaðar í samhengi við Afhafnasvæði. Síðara verkið samanstendur af kolsvörtu óræðu mynstri á pappír unnið með hjálp áhafnarinnar úr olíu úr tunnum sem voru hluti af sýningu á verkunum í Gallerí Suðsuðvestur síðastliðið haust. Saman mynda þessi tvö verk sterkar andstæður sem styrkja hvor aðra."

 heklaOg Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röð verka í skammdegissýnunginni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire. "Fyrir fersk, fínleg og blæbrigðarík verk unnin úr „litlum efnum“ sem er ætlað að lýsa upp umhverfið og skerpa skilningarvitin. Fossinn, röð verka á skammdegissýningunni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire eru dæmi um slík verk. Fossinn er unninn fyrir samnefnda sýningu á Kjavalsstöðum fyrr á þessu ári. Hann er gerður úr fínlegum  plaststöngum með útfjólubláum ljósleiðurum sem tengdir eru við víra og snúrur í sambandi við tölvuviftur sem skapa hljóðmynd fossins. Verkið er svo brothætt á að horfa að það virðist geta hrunið niður á hverri stundu og leiðir hugann að þeirri hættu sem hinir náttúrulegu  fossar landsins eru í. Samt er það ekki síður birtan, útfjólubláa ljósið sem dregur að sér athygli. Birtingarmyndir birtu og ljóss í skammdeginu hafa verið Heklu hugleiknar undanfarið, ýmist í tengingu við vatn og flæði, eins og á sýningunum Foss og Ljósaskipti í Kling og Bang, eða í tengslum við eld og fljúgandi skrautelda í verkinu Fire, Fire, Fire, sem hún sýndi nýverið í Los Angeles, eftir að hafa sýnt það fyrst á Íslandi. Endurtekningin í titli verksins kallast á við flugeldaskotgleði Íslendinga um áramótin en sjálft verkið virkar eins og raunverulegir flugeldar, þar sem marglit ljósin kvikna og slökkna fyrir áhrif frá upptöku af hljóðum af raunverulegum flugeldum. " 

Þetta eru flottir fulltrúar og ég er búinn fyrir mitt leiti að útnefna Bigga Andrésar verðlaunahafa að Heklu og Kela algerlega ólöstuðum.

Fyrir hönnun eru þrjú fyrirtæki tilnefnd; Nikita (Heiða Birgisdóttir) fyrir snjóbrettafatnað, Studio Granda (Margrét Harðardóttir og Steve Christer) fyrir viðbyggingu við Vogaskóla í Reykjavík og íbúðarhús á Hofi á Höfðaströnd og Össur fyrir gervifótinn Proprio Foot. 

Á heimasíðu Akureyarbæjar er nánar sagt frá Sjónlistaverðlaununum  

Annars  er ég með frábæra hugmynd til að hafa aðeins meira fútt í þessum verðlaunum (og til að það séu meiri líkur á að maður verði einhverntíma tilnefndur!)  Það er að hafa þetta eins og á Eddunni og Grímunni, tónlistarverðlaununum og öllum þessum verðlaunum. Það eru gerðar ca. þrjár kvikmyndir á ári hérlendis en samt eru veitt verðlaun í helling af flokkum svo allir fái eitthvað og sumir margar Eddur! Í myndlistinni væri hægt að veita fleiri verðlaun eins og:

Fyrir bestu sýninguna á Íslandi

Fyrir bestu sýninguna erlendis

Fyrir bestu einkasýninguna

Fyrir bestu þátttökuna í samsýningu

Fyrir skemmtilegustu sýninguna

Fyrir bestu sýningarskrána

Fyrir besta gjörninginn

Fyrir besta málverkið

Fyrir besta hljóðverkið

Fyrir besta skúlptúrinn

Fyrir besta grafíkverkið

og svo mætti lengi telja og auðvitað einnig:

Fyrir bestu sýningarstjórnina

Fyrir besta safnstjórann

Fyrir bestu fjölmiðlaumfjöllunina

og svo framvegis og framvegis... Ég sé að þetta getur orðið heil verðlaunanótt með lengri sjónvarpsútsendingu en Óskarinn fyrir westan. Er ekki bara að stökkva á þetta?


mbl.is Sex tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóriðjuflokkarnir halda meirihluta með minnihluta kjósenda

gallup070405 Þær eru ansi misvísandi kannanirnar sem birtast nú daglega. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2 í gær sýnir t.d. Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi með aðeins 12,3% en í könnun Capacent Gallup fyrir Moggann og RÚV í dag er Framsóknarflokknum reiknuð 19% í Norðaustri. Þarna munar miklu. Hversu mikið mark er á þessum könnunum takandi? Eru sveiflurnar svona miklar eða svara fólk bara út í hött? Merkilegast við könnun Capacent er að ríkisstjórnarflokkarnir halda eins manns meirihluta á Þingi ef úrslit kosninganna yrðu þessi og það þrátt fyrir að hafa aðeins minnihluta kjósenda á bak við sig.

könnun.naVinstri græn meiga vel við una að vera enn að mælast næst stærsti flokkurinn og að þrefalda þingmannafjölda sinn. Framsókn er föst undir 10% og Frjálslyndir og Íslandshreyfing eru rétt við 5% mörkin og aldraðir undir 1%. Samfó ennþá með 19% og Sjálfstæðisflokkurinn alltof stór. Það er verk að vinna fram að kosningum því við viljum mynda velferðarstjórn án stóriðju- og verðbólgu-, vaxtaokursflokkanna sem kenna sig við "framsókn og sjálfstæði"


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmar skúbbaði handtöku Spaugstofunnar

spaugstofanSigmar Guðmundsson bloggari og Kastljóssmaður átti skúbbið með handtöku Spaugstofunnar. Mbl.is ætti að taka sér Sigmar til fyrirmyndar og í framhaldinu segja hvaðan fréttirnar koma. Það voru auðvitað hæg heimatökin hjá Sigmari en það eru einnig hæg heimatökin hjá mbl.is því hann er jú með mest sóttu síðuna á moggablogginuSmile Það er einnig gott að vita að Íslendingar eru ekki búnir að missa húmorinn, maður var farinn að hafa áhyggjur.
mbl.is Handtaka átti Spaugstofumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins Martin Scorsese og Al Gore

martin inconvenient_truth

Það var heldur betur kominn tími til að Martin Scorsese fengi hinn eftirsótta Óskar (e.Oscar:) og sannarlega gaman að Al Gore myndin Óþægilegur sannleikur (e. An Inconvenient Truth) fengi verðlaun sem besta heimildarmyndin. Þjóðverjar eru að rifna úr stolti (ef það er þá hægt) fyrir að myndin Líf annarra (þ. Das Leben der Anderen) fengi Óskar gamla gull frænda. Der Spiegel segir svo frá hér. Hér er annars fréttin af mbl.is.

"Kvikmyndin The Departed í leikstjórn Martin Scorsese fékk Óskarsverðlaunin í ár sem besta myndin, þá fékk breska leikkonan Helen Mirren verðlaun sem besti kvenleikarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Queen. Forest Whitaker hlaut hins vegar verðlaunin í flokki karlleikara fyrir túlkun sína á einræðisherranum Idi Amin í kvikmyndinni The Last King of Scotland.
Scorsese hafði áður verið tilnefndur fimm sinnum fyrir kvikmyndir sínar, en þetta eru fyrstu Óskarsverðlaunin sem hann hlýtur.
Þá var tónskáldið Ennio Morricone heiðraður fyrir ævistarf sitt við gerð kvikmyndatónlistar,
Bandaríska leik- og söngkonan Jennifer Hudson fékk Óskarinn fyrir leik í aukahlutverki fyrir myndina Dreamgirls og Alan Arkin fékk einnig verðlaun fyrir besta leikinn í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni Little Miss Sunshine. Myndin An Inconvenient Truth, sem Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, gerði um umhverfismál, var valin besta heimildarmyndin. Þýska myndin Das Leben der Anderen var valin besta erlenda myndin en myndin Pan's Labyrinth, sem keppti einnig í þeim flokki, fékk verðlaun fyrir förðun og listræna stjórnun. Tölvuteiknimyndin Happy Feet var valin besta teiknimyndin."


mbl.is Scorsese fékk loks Óskarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband